Frétt

| 08.03.2000 | 14:52Ævintýraferð um Jökulfirði

Þrír kajakræðaranna við varðeld í fjöru.
Þrír kajakræðaranna við varðeld í fjöru.
Ævintýramaðurinn og veiðimaðurinn Róbert Schmidt frá Suðureyri verður annað kvöld, fimmtudagskvöld, með myndasýningu og kajakakynningu í Ráðhúskaffi í Reykjavík. Þar verða sýndar litskyggnur frá fjögurra daga ævintýraferð á sjókajökum í Jökulfjörðum og jafnframt verður kynning á sjókajökum og öllum búnaði sem þeim viðkemur.
Í lokin verður Félag íslenskra kajakveiðimanna kynnt og myndir úr veiðiferðum félagsmanna sýndar. Sýningin hefst kl. 20 og eru allir velkomnir og aðgangseyrir er enginn. Til þess að komast á sýningarstað er gengið yfir brúna við Tjörnina.

Ferðin var farin á síðasta sumri og voru fimm ferðalanganna Vestfirðingar, þar á meðal Spessi ljósmyndari, og einn Dani. Enda þótt Róbert Schmidt sé landsþekktur fyrir veiðiskap var ekkert veitt í ferðinni, ekki einu sinni í matinn, heldur höfðu menn jafnvel svartfuglinn sem þeir átu meðferðis að heiman.

Hópurinn fór á föstudegi með Hafsteini Ingólfssyni á bátnum Blika úr Ísafjarðarhöfn og til Hesteyrar. Þaðan reru menn inn á Stekkeyri, þar sem enn getur að líta leifarnar af hinni fornu hvalveiðistöð og síðar síldarverksmiðju og strompurinn gnæfir enn.

Spessi ljósmyndari er gefinn fyrir að kveikja eld þar sem komið er í land á kajakferðum. Hvergi mátti stoppa án þess að hann væri farinn að tína saman rekavið og spýtnarusl til uppkveikju. Það gerði hann líka inni í stöðinni á Stekkeyri og mannskapurinn fékk heita súpu og kaffi en fór síðan aftur að Hesteyri. Þaðan reru menn í rigningarhraglanda inn að Kvíum og bjuggu sér þar náttból og áttu nokkuð kaldsama nótt.

Daginn eftir var farið inn í Lónafjörð og alveg inn í botn. Þar tók Róbert Schmidt svartfuglinn úr farteskinu og eldaði hann í fjöruborðinu með koníakssósu og hrísgrjónum og öðru tilheyrandi og efndi til óvæntrar veislu.

Úr Lónafirði var róið í talsverðum andbyr þvert yfir að Flæðareyri. Þar var farið í fótbolta og síðan sofið á sviðinu í félagsheimilinu gamla. Á Flæðareyri höfðu menn hlaðborð og fínan mat og veglegar tébeinssteikur voru matreiddar á ferðagrilli. Reyndar er Spessi grænmetisæta og hefur verið það í fjölda ára. Hann var eini „græni" maðurinn í hópnum en félagar hans voru árangurslaust að ota að honum stórsteikum og fugli. Aftur á móti eldaði hann kraftmikla og matarmikla grænmetissúpu enda þekktur á veitingahúsum í Reykjavík fyrir matargerðarlist.

Frá Flæðareyri reru menn til Grunnavíkur, grilluðu þar í fjörunni og höfðu matseldina eins frumlega og kostur var. Sumir sváfu síðan í tjöldum en aðrir sváfu úti í Biwak-pokum og höfðu það ágætt.

Á mánudagsmorgni, daginn þegar haldið var heim vöknuðu sumir snemma og kveiktu varðeld í fjörunni. Þegar menn lágu þar í fjörunni og voru að spjalla saman kom tófa skokkandi og settist á rassinn eins og hundur fáeina metra í burtu og horfði á gestina. Tófan var skotin með myndavél en ekki byssu.áður en hún tölti aftur til fjalla. Dýralífinu og náttúrufegurðinnni í Grunnavík er ekki auðvelt að lýsa í orðum.

Róðurinn úr Grunnavík og heim til Ísafjarðar var einstök lífsreynsla. Veðrið var frábært, sólskin og blíða alla leiðina en róðurinn þennan dag var eitthvað um þrjátíu kílómetrar. Farið var inn með Snæfjallaströndinni, komið við á Míganda og farið undir fossinn. Þaðan var haldið beint yfir Djúpið í stefnu á Hnífsdal. Á leið ræðaranna urðu hrefnur sem eltu bátana. Lundi og ýmsir svartfuglar höfðu einnig auga með þeim. Menn voru berir að ofan og brunnu flestir eitthvað á leiðinni.

Þvert yfir Djúpið var um þriggja klukkutíma óslitinn róður. Einhverjir þurftu reyndar að pissa en menn geta ekki mikið staðið upp í kajökum til slíkra verka. Þá er annað hvort að míga í bátinn eða í flösku.

Þegar komið var að landi við Hraðfrystihúsið í Hnífsdal hlupu menn upp úr bátunum og migu í einni röð eins og heiðursvörður. Síðan var róið með ströndinni inn Skutulsfjörðinn. Sumir tóku land í Ísafjarðarhöfn en aðrir reru alla leið inn að Brúarnesti. Ferðinni lauk með einni grillveislunni enn.

Daninn var sá eini í hópnum sem var óvanur kajakróðri en stóð sig þó með ágætum. Sumir hinna hafa meira að segja róið fyrir Hornstrandir. Róbert byrjaði á kajak í Súgandafirði fyrir um fimmtán árum og var þá jafnan einn á ferð á fuglaveiðum.

Vel var gætt að öllu öryggi í þessari ferð eins og öðrum sem þessir félagar fara á kajöku

bb.is | 27.09.16 | 16:50 Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með frétt Boðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli