Frétt

bb.is | 02.06.2003 | 14:09Menntaskólanum á Ísafirði slitið í þéttsetinni Ísafjarðarkirkju

Nýstúdentarnir ásamt skólameistara á tröppum Menntaskólans á Ísafirði. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari fremst til vinstri.
Nýstúdentarnir ásamt skólameistara á tröppum Menntaskólans á Ísafirði. Ólína Þorvarðardóttir skólameistari fremst til vinstri.
Stúdentarnir með skírteini sín í Ísafjarðarkirkju. Jón Reynir Sigurvinsson aðstoðarskólameistari er lengst til hægri.
Stúdentarnir með skírteini sín í Ísafjarðarkirkju. Jón Reynir Sigurvinsson aðstoðarskólameistari er lengst til hægri.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari flytur ávarp við skólaslitin.
Ólína Þorvarðardóttir skólameistari flytur ávarp við skólaslitin.
Þær luku námi af starfsbraut Menntaskólans á Ísafirði. Fjórði nemandinn í þeim hópi stundaði nám sitt á Hólmavík og var ekki við athöfnina á Ísafirði.
Þær luku námi af starfsbraut Menntaskólans á Ísafirði. Fjórði nemandinn í þeim hópi stundaði nám sitt á Hólmavík og var ekki við athöfnina á Ísafirði.
Nemendurnir fimm sem útskrifuðust úr vélstjórnarnáminu. Einn lauk meistaranámi í málaraiðn en hann gat ekki verið viðstaddur.
Nemendurnir fimm sem útskrifuðust úr vélstjórnarnáminu. Einn lauk meistaranámi í málaraiðn en hann gat ekki verið viðstaddur.
Ísafjarðarkirkja var þéttsetin þegar Menntaskólanum á Ísafirði var slitið.
Ísafjarðarkirkja var þéttsetin þegar Menntaskólanum á Ísafirði var slitið.
Þrjátíu og níu nemendur, þar af 29 stúdentar, voru brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði við hátíðlega athöfn í þéttsetinni Ísafjarðarkirkju á laugardag. Úr verknámi útskrifuðust að þessu sinni 1 málarameistari, 5 vélstjórar, þar af 1 vélvirki, og 4 nemendur af starfsbraut, þar af einn á Hólmavík. Stúdentarnir skiptust þannig að 7 voru brautskráðir af náttúrufræðibraut, 11 af hagfræði- og tölvubraut, 5 af félagsfræðibraut og 6 af mála- og samfélagsbraut. Fjöldi gamalla nemenda var við skólaslitin og fluttu fulltrúar nokkurra afmælisárganga ávörp. Alls hafa 63 nemendur útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði í vetur.
Aldrei fleiri stúdentar

Í skýrslu Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara við skólaslitin kom fram, að um áramót brautskráði skólinn 24 nemendur, þar af 7 stúdenta, og var það stærsta jólaútskrift við skólann frá upphafi. Þannig hafa aldrei fleiri stúdentar útskrifast frá Menntaskólanum á Ísafirði en á liðnu skólaári og aldrei hafa fleiri dagskólanemendur verið við nám í skólanum. Síðastliðið haust hófu um 350 nemendur nám við skólann, þar af 310 dagskólanemar. Á vorönn voru dagskólanemar 318 og kvöldskólanemar 38.

Fram kom í skýrslu skólameistara, að brottfall nemenda á nýliðnu skólaári var verulega miklu minna en áður. „Sú niðurstaða er sannarlegt gleðiefni fyrir alla aðstandendur og velunnara skólans, ekki síst starfsfólk hans og skólameistara, því markvisst hefur verið unnið að því undanfarin misseri að minnka brottfall og bæta námsárangur í skólanum með sértækum aðgerðum, aukinni umsjón og breytingu á skólareglum“, sagði Ólína Þorvarðardóttir.

Verknámskostum fjölgað

Skólameistari sagði að aðsókn hefði aukist mest í bóknáminu og svo virtist sem ungt fólk sæki frekar í bókvit en verkvit á þessum síðustu tímum.

„Hvort tveggja hefur þó bæði hagnýtt og huglægt gildi. Það er mikils um vert fyrir hvert samfélag að hafa vel menntað fólk á öllum sviðum atvinnulífsins, bæði til hugar og handa. Undirstöðuþekking í verknámi nýtist ekki aðeins í verklegum greinum – hinni svokölluðu iðnmenntun – því hún getur einnig komið sér vel í ýmsum bóklegum greinum eins og stærðfræði og raungreinum og verið góður grunnur í verkfræði og tækninámi á háskólastigi, svo dæmi sé tekið. Verknám býður upp á mun fleiri möguleika en fólk almennt gerir sér grein fyrir“, sagði Ólína.

„Hér við Menntaskólann á Ísafirði er vilji fyrir því að auka valmöguleika ungmenna til verknáms, og því höfum við ákveðið að bjóða næsta haust upp á nýtt grunnnám í byggingargreinum, þar sem nemendum gefst kostur á því að kynna sér í einum áfanga ýmsar greinar verknáms á borð við trésmíði, pípulagnir, múrverk og húsamálun. Það er von okkar að þetta megi glæða skilning á inntaki verkgreina og auðvelda nemendum að gera upp hug sinn varðandi það hvort verknám á við þá eða ekki.“

Nýjungar á næstu önn

„Fleiri nýjungar eru á döfinni í námsframboði skólans á næstu önn“, sagði skólameistari. „Menntamálaráðuneytið hefur nú veitt skólanum styrk til þess að koma á fót Fjölmenningarbraut – almennri námsbraut fyrir nýbúa. Jafnhliða er nú unnið að endurskipulagningu á almennu námsbrautinni, sem hingað til hefur einkum staðið þeim til boða sem ekki hafa staðist öll samræmd próf úr grunnskóla. Með leið þrjú á almennri námsbraut verður nú opnaður valkostur fyrir nemendur sem eru óráðnir í námi til þess að undirbúa frekara framhaldsnám og finna sig í framhaldsskólaumhverfinu.“

Traustir bakhjarlar

Í skýrslu sinni sagði Ólína Þorvarðardóttir skólameistari að Menntaskólinn á Ísafirði væri svo lánsamur að eiga trausta bakhjarla í félagasamtökum og atvinnufyrirtækjum á svæðinu sem hafa rétt styðjandi hönd þegar á þarf að halda. Síðastliðið haust barst skólanum stórgjöf frá Vélstjórafélagi Íslands, eða 8 milljóna króna höfuðstóll til ávöxtunar í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar í landinu.

„Þetta er stærsta gjöf skólanum hefur verið færð og mun án alls vafa verða lyftistöng fyrir verknámsgreinar skólans, og þá einkum þær sem tengjast vélstjórnarnámi. Fyrirtækin Póls, Fálkinn og KM-stál ehf., 3X-Stál, Húsasmiðjan, Vista, Rafskaut og Björgunarsveitin í Bolungarvík hafa fært skólanum kennslubúnað og tæki sem nýtast verknámsgreinum, auk þess sem Orkubú Vestfjarða hefur um langt árabil útvegað skólanum aðstöðu fyrir lokaáfanga vélstjórnarnema í rafmagnsfræði. Færi ég þessum aðilum bestu þakkir fyrir veittan stuðning og velvild í garð skólans.“

Metnaðarfullur hópur

„Að öllu samanlögðu má skóli

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli