Frétt

bb.is | 25.04.2003 | 13:36Menntamálaráðherra undirritar samkomulag um menningarhús

Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrita samkomulagið í Gamla sjúkrahúsinu í morgun.
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar undirrita samkomulagið í Gamla sjúkrahúsinu í morgun.
Villi Valli og félagar taka lagið fyrir viðstadda.
Villi Valli og félagar taka lagið fyrir viðstadda.
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Inga S. Ólafsdóttir, voru á meðal gesta við undirritunina.
Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, Ingimar Halldórsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga og Inga S. Ólafsdóttir, voru á meðal gesta við undirritunina.
Ólafur Kristjánsson, fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og Einar Pétursson, núverandi bæjarstjóri ásamt Tómasi Inga Olrich, menntamálaráðherra.
Ólafur Kristjánsson, fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og Einar Pétursson, núverandi bæjarstjóri ásamt Tómasi Inga Olrich, menntamálaráðherra.
Sr. Magnús Erlingsson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður og Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi hlýða á ávarp ráðherra.
Sr. Magnús Erlingsson, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður og Ragnheiður Hákonardóttir, bæjarfulltrúi hlýða á ávarp ráðherra.
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður á spjalli við þá Guðna Geir Jóhannesson, bæjarfulltrúa og Björn Jóhannesson lögmann.
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður á spjalli við þá Guðna Geir Jóhannesson, bæjarfulltrúa og Björn Jóhannesson lögmann.
Hátíðarstemmning var í Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði í morgun þegar Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra undirritaði samkomulag við Ísafjarðarbæ um uppbyggingu þriggja menningarhúsa á Ísafirði, Gamla sjúkrahússins sem verður safnahús bæjarins, Edinborgarhússins sem hýsa mun sviðslist og Hamra, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar sem nýttur verður til tónleikahalds. Ríkisstjórn samþykkti að veita ríflega 250 milljónir króna til húsanna á fundi sínum á þriðjudag. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gat þess í ávarpi við undirritunina að heimamenn hefðu komið sér saman um endurbyggingu þessara gömlu húsa sem menningarhúsa á Vestfjörðum þegar 16. september árið 1999.
Ráðherra sagði húsin eiga sér langa og merkilega sögu en öll hefðu þau gegnt öðru hlutverki í samfélaginu. „Það segir sína sögu um Ísfirðinga sjálfa og þann stjórhug sem hefur einkennt mannlíf hér um slóðir að tvö þessara húsa eru teiknuð af fyrstu og jafnframt fremstu arkitektum þjóðarinnar Rögnvaldi Ólafssyni sem teiknaði Edinborgarhúsið og Guðjóni Samúelssyni sem teiknaði sjúkrahúsið“, sagði Tómas Ingi.

Í ávarpi sínu færði ráðherra lof á hið mikla og blómlega menningarlíf sem þrifist hefur á Ísafirði í gegnum tíðina en sérstaklega gat hann sterkrar tónlistarhefðar Ísfirðinga.

Jón Sigurpálsson stjórnarformaður Edinborgarhússins flutti þakkarávarp og sagði húsinu ætlað að vera vettvangur menningarinnar í sinni víðustu mynd. Kristinn Níelsson formaður Tónlistarfélags Ísfirðinga sagði samninginn gefa félaginu færi á að einbeita sér að meginhlutverki sínu, þ.e. að halda tónleika. Nú þyrfti félagið ekki lengur að nota mestan hluta orku sinnar í að leita leiða til að standa skila á vöxtum og afborgunum.

Gestir þáðu veitingar í boði bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar og var vel við hæfi að ísfirsku dægurlagafrömuðurnir Baldur og Karl Geirmundssynir úr BG-flokknum léku nokkur lög fyrir viðstadda.

bb.is | 27.10.16 | 09:37 Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með frétt Fiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli