Frétt

bb.is | 10.03.2003 | 08:27Fjórtán lásu upp til úrslita á norðanverðum Vestfjörðum

Hópurinn úr öllum skólunum, keppendur og kennarar þeirra.
Hópurinn úr öllum skólunum, keppendur og kennarar þeirra.
Kennarar keppendanna úr öllum skólunum á norðanverðum Vestfjörðum.
Kennarar keppendanna úr öllum skólunum á norðanverðum Vestfjörðum.
Sameiginleg lokahátíð grunnskólanna á norðanverðum Vestfjörðum í Stóru upplestrarkeppninni var haldin í Hömrum á Ísafirði á föstudagskvöld að viðstöddu fjölmenni. Þessi hátíð er lokapunktur keppninnar hverju sinni en undirbúningur fyrir hana hófst á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember. Á lokahátíðinni lásu 14 börn frá öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar og einnig frá Bolungarvík og Súðavík. Þetta var í fyrsta sinn sem Súðavíkurskóli átti fulltrúa í keppninni og var hann boðinn sérstaklega velkominn. Fyrst lásu börnin kafla úr bókinni Punktur, punktur, komma strik, síðan las hvert þeirra eitt ljóð eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og loks eitt ljóð að eigin vali.
Var það samdóma álit þeirra sem á hlýddu að upplestur þeirra allra væri framúrskarandi. Dómnefndinni var mikill vandi á höndum að velja þrjá bestu lesarana úr þessum frábæra hópi.

Áður en athöfnin hófst og á meðan beðið var úrskurðar dómnefndar höfðu nemendur Tónlistarskólans á Ísafirði ofan af fyrir áheyrendum með tónlistarflutningi og stóðu þeir sig engu síður en lesararnir.
Dómnefndin komst að þeirri niðurstöðu að verðlaunahafar yrðu þessir:

1. sæti: Ólafía Kristjánsdóttir
2. sæti: Ingibjörg Elín Magnúsdóttir
3. sæti: Stefán Pálsson

Þau eru öll nemendur í Grunnskólanum á Ísafirði.

Þessi börn hlutu peningaverðlaun sem Sparisjóður Vestfirðinga og Sparisjóður Bolungarvíkur veita, en öll fengu þau börn sem lásu á lokahátíðinni bókagjafir frá Eddu – miðlun og útgáfu. Ýmis fyrirtæki á svæðinu styrktu upplestrarkeppnina með margvíslegum hætti, en það er Skóla- og fjölskylduskrifstofa Ísafjarðar sem sér um skipulagningu hennar í samstarfi við hugsjónafólk í Kennaraháskóla Íslands.

Kennarar 7. bekkjar í öllum skólunum fengu blómvendi og var þeim margþakkað þeirra framlag, enda ljóst að upplestur eins og börnin sýndu sig fær um, sprettur ekki af engu. Þar liggur að baki markviss þjálfun og kennsla.

Allir nemendur 7. bekkjar á svæðinu sem hafa tekið þátt í keppninni, fá viðurkenningarskjal.

Frumkvæði að Stóru upplestrarkeppninni eiga fyrst og fremst tveir kennarar við Kennaraháskóla Íslands, þeir Baldur Sigurðsson og Þórður Helgason. Baldur hefur verið í dómnefnd á Ísafirði þau fjögur ár sem keppnin hefur verið haldin hér, og hefur átt stóran þátt í skipulagningu keppninnar hverju sinni. Nú mun þetta vera síðasta skiptið sem hann er í því hlutverki og því komið að heimafólki að taka við kyndlinum. Þau sem unnið hafa með Baldri þessi ár þakka honum fyrir stuðninginn og hvatninguna og vonast til að geta haldið áfram með sama glæsibrag og verið hefur á Stóru upplestrarkeppninni.

bb.is | 26.10.16 | 10:57 Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með frétt Konur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli