Frétt

bb.is | 28.02.2003 | 15:1075 ár liðin frá stofnun Skátafélagsins Einherja á Ísafirði

Stjórn Einherja árið 1944. Fremri röð: Gunnar Jónsson, Hafsteinn O. Hannesson og Jón Páll Halldórsson. Aftari röð: Haukur Þ. Benediktsson, Magnús Konráðsson og Magnús Baldvinsson. Ljósm. Martinus Simson.
Stjórn Einherja árið 1944. Fremri röð: Gunnar Jónsson, Hafsteinn O. Hannesson og Jón Páll Halldórsson. Aftari röð: Haukur Þ. Benediktsson, Magnús Konráðsson og Magnús Baldvinsson. Ljósm. Martinus Simson.
Gunnar J. Andrew.
Gunnar J. Andrew.
Mjög gömul mynd af skátaskálanum Valhöll. Ljósm. Haraldur Ólafsson.
Mjög gömul mynd af skátaskálanum Valhöll. Ljósm. Haraldur Ólafsson.
Sjötíu og fimm ár eru liðin síðan Skátafélagið Einherjar á Ísafirði var stofnað. Það var gert á hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1928 og voru stofnendur 14 talsins. Frumkvöðull að stofnun Einherja var Gunnar J. Andrew íþrótta- og fimleikakennari, sem jafnframt var kjörinn fyrsti félagsforinginn. Heimildir herma, að ákvörðun um stofnun skátafélags hafi verið tekin í fimleikafélaginu Magna á Ísafirði, en það félag spratt árið 1925 upp úr fimleikakennslu Gunnars Andrew. Kvenskátafélagið Valkyrjan á Ísafirði var stofnað um tveimur og hálfum mánuði seinna en Skátafélagið Einherjar eða 17. maí 1928. Ekki eru mjög mörg ár síðan félögin tvö voru sameinuð undir nafninu Skátafélagið Einherjar-Valkyrjan.
Kjartan Gunnarsson í Reykjavík, sonur Gunnars J. Andrew, sagði í samtali við bb.is í dag, að skátastarfið í æsku hans á Ísafirði sé honum mjög minnisstætt. Hann var reyndar aðeins tæplega fjögurra ára þegar Skátafélagið Einherjar var stofnað en gerðist ylfingur í fyllingu tímans og síðan skáti. Hann tók mikinn þátt í félagsstarfinu allt þar til hann fór til Reykjavíkur í skóla árið 1940, þegar hann var sextán ára.

„Þessi ár eru mér afar eftirminnileg og starfið í félaginu var mikið og fjölbreytt. Þannig var farið á skíði inn í Tungudal á vetrum og í fjallgöngur á sumrum og útilegur og margt fleira til gamans gert. Þarna eignaðist ég marga góða vini sem eru nú víst flestir horfnir núna. Ég minnist þar sérstaklega sona Jónasar Tómassonar tónskálds sem allir voru skátar. Ég kem alltaf við í Bókhlöðunni þegar ég kem til Ísafjarðar að heilsa upp á Gulla.“ Því má skjóta hér inn, að Gunnlaugur Jónasson bóksali á einmitt afmæli í dag en hann er réttum tveimur árum yngri en Skátafélagið Einherjar.

„Faðir minn hafði geysimikinn áhuga á þessu starfi“, segir Kjartan Gunnarsson og bætir því við að Gunnar Andrew hafi líka gengist fyrir stofnun skátafélaga í ýmsum öðrum byggðarlögum á norðanverðum Vestfjörðum. „Hann hafði mjög gott lag á því að virkja unga fólkið með sér“, segir Kjartan.

Skátaskálinn Valhöll á bakka Tunguár framarlega í Tungudal er Kjartani mjög hjartfólginn og vill hann að þessu merkilega húsi verði sómi sýndur. Skálinn var byggður árið 1929 og verður því 75 ára á næsta ári. „Við eigum svo góðar minningar úr Valhöll. Ég kem aldrei svo til Ísafjarðar að ég fari ekki inn í Tungudal. Þá er maður kominn heim!“

Gunnar J. Andrew fluttist frá Ísafirði árið 1941. Þá gerðu Einherjar hann að heiðursfélaga sínum en Hafsteinn O. Hannesson tók við starfi félagsforingja og gegndi því í þrettán ár. Í Sögu Ísafjarðar eftir Jón Þ. Þór, sem hér er stuðst við, segir að öllum heimildum beri saman um að Gunnar Andrew hafi, að öllum öðrum ólöstuðum, átt mestan þátt í því að skátastarfið á Ísafirði varð svo þróttmikið sem raun bar vitni.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli