Frétt

bb.is | 27.02.2003 | 09:52Hálf öld liðin frá því barnaskólinn í Hnífsdal fauk í ofsaveðri

Hnífsdalur í dag.
Hnífsdalur í dag.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Hnífdalur á fyrri hluta síðustu aldar. Skólahúsið er fremst á myndinni.
Í dag, 27. febrúar, er liðin hálf öld frá því barnaskólinn í Hnífsdal fauk í ofsaveðri. Næsta óskiljanleg mildi þótti að ekki skyldi fjöldi barna stórslasast og jafnvel týna lífi þegar ofsaveðrið hreif barnaskólann í nær heilu lagi upp af steinsteyptum grunni og braut húsið í smátt á örskammri stundu. Mikið eignatjón varð en bókasafn Eyrarhrepps var í húsinu og glötuðust allar bækur safnsins. Nemendurnir sem upplifu þennan atburð ætla að hittast annað kvöld og rifja upp minningar.
„Um 300 manns bjuggu í Hnífsdal. Mikið stórviðri hafði gengið yfir bæinn að morgni föstudagsins 27. febrúar. Þrátt fyrir hvassviðrið komu 36 börn í skólann sem var í einlyftu timburhúsi. Þar var skólastjórinn Kristján Jónsson, við störf ásamt öðrum kennara, Jónu Jónsdóttur,“ segir í bókinni Ísland í aldanna rás þar sem greint er ítarlega frá atburðinum. Þar segir einnig:

„Um ellefuleytið fyrir hádegi dundu ósköpin yfir. Eyjólfur Bjarnason, rafvirki frá Ísafirði var í næsta húsi og í samtali við Morgunblaðið lýsti hann því svo að „hvirfilvindur“ hefði gengið yfir.

Stóð ég við glugga og horfði út að skólanum. Sá ég þá að húsið lyftist af grunninum, fyrst þak þess, síðan önnur hliðin og loks svo að segja allt húsið nema suðurgaflinn. Hófst húshliðin á háaloft og fauk niður að innstu húsum kauptúnsins, niður við sjó, 300-400 metra vegalengd. Borð og bekkir úr skólanum þeyttust einnig hátt í loft upp. Fauk brakið úr skólahúsinu yfir og á milli húsanna, sem stóðu fyrir neðan það. Þetta gerðist allt á örfáum sekúndum.

Ég hljóp strax út úr húsinu og að skólanum, sem þá var í raun og veru horfinn. Í húsgrunninum og við hann lágu börnin innan um brakið. Risu þau þegar hvert af öðru á fætur og forðuðu sér ofsahrædd burtu frá rústunum. Lítil stelpa sat eins og lömuð á hálfbrotnu gólfi skólastofunnar. Hafði hún hlotið mikinn áverka í andliti og hljóðaði þegar ég ætlaði að bera hana í burtu. Skólastjórinn, Kristján Jónsson, lá meðvitundarlaus við skólagrunninn. hafði hann kastast út úr húsinu um leið og það fauk. Ég varð undrandi að sjá börnin rísa lifandi upp úr brakinu eftir það, sem á undan var gengið, sagði Eyjólfur í samtali við blaðið.

Aðeins fimm barnanna slösuðust að ráði þótt flestir hlytu einhverjar skrámur, ýmist af glerbrotum eða við að velta af stólum sínum við hamfarirnar. Jafnvel þau sem slösuðust urðu ekki fyrir alvarlegum meiðslum en mörg fengu taugaáfall.“

Allnokkur hús í Hnífsdal skemmdust þegar brakið úr skólahúsinu dreifðist um bæinn. Þá slitnuðu rafmagns- og símalínur í hviðunni sem gekk yfir sem í raun voru taldar hafa verið þrjár eða fjórar sem riðu yfir bæinn á mjög skömmum tíma.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli