Frétt

bb.is | 31.01.2003 | 14:49Glatt á hjalla í Gamla Apótekinu þótt ráðherrar kæmu ekki vestur

Frá undirritun samningsins: Halldór Halldórsson, Páll Pétursson, Sólveig Pétursdóttir og Jón Kristjánsson.<br>Mynd: Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson.
Frá undirritun samningsins: Halldór Halldórsson, Páll Pétursson, Sólveig Pétursdóttir og Jón Kristjánsson.<br>Mynd: Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson.
Hátíðarblær ríkir í Gamla Apótekinu á Ísafirði, menningarhúsi ungs fólks á norðanverðum Vestfjörðum. Tilefnið er að eftir hádegið í dag var undirritaður samningur þriggja ráðuneyta og Ísafjarðarbæjar um 12 milljóna króna styrk til Gamla Apóteksins á næstu tveimur árum. Ísafjarðarbær bauð upp á veitingar og var margt um manninn og gleði ríkjandi meðal viðstaddra. Ætlunin var að ráðherrarnir þrír kæmu vestur með hádegisvélinni til að undirrita samninginn og taka þátt í fagnaðinum. Vegna ótryggs útlits fyrir flug suður aftur síðdegis var ákveðið að skrifa undir fyrir sunnan, enda var Halldór Halldórsson bæjarstjóri staddur þar og hafði ætlað vestur með sömu vél og ráðherrarnir.
Fagnaðurinn í Gamla Apótekinu er haldinn eins og áformað var þrátt fyrir ráðherra- og bæjarstjóraleysið. Sigríður Magnúsdóttir, formaður stjórnar Gamla Apóteksins, segir þetta vera kærkomin tímamót í starfi hússins. Nú sé hægt að horfa fram á veginn og sinna innra starfi þess af fullum krafti í stað þess að nota orkuna í peningabasl. Lengi hefur verið beðið eftir því að málið kæmist í höfn og á meðan hefur reksturinn safnað skuldum.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar, tilkynnti að Ísafjarðarbær hygðist leggja fram eina milljón króna til niðurgreiðslu skulda Gamla Apóteksins gegn því að aðrir sem kæmu að rekstrinum létu eitthvað af hendi rakna líka. Magnús Sigurjónsson, útibússtjóri Íslandsbanka á Ísafirði, færði húsinu fullkomna tölvu að gjöf fyrir hönd bankans. Var því vel fagnað enda mun tölvukostur hússins hafa verið í lamasessi.

Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra sagði við undirritun samningsins, að rekstur Gamla Apóteksins byggðist á mjög metnaðarfullu forvarnarstarfi gegn vímuefnum. Árangur í baráttunni gegn vímuefnum næðist með samstilltu átaki lykilaðila og kvað mikinn árangur hafa náðst í þeirri baráttu á Ísafirði, meðal annars með góðum samskiptum lögreglunnar við Gamla Apótekið. Greinilegt væri að mikið og gott starf hefði verið unnið og væri það ljóslega vel metið á svæðinu. Í því sambandi nefndi Sólveig að Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði, hefði verið kosinn Vestfirðingur ársins fyrir þrotlaust starf hans að forvörnum gegn fíkniefnum.

Með þessum styrk ráðuneytanna þriggja og Ísafjarðarbæjar verður hægt að halda áfram því tilraunaverkefni að forvörnum og vímulausu menningarlífi ungs fólks sem starfsemi Gamla Apóteksins er og hefur verið. Að styrktímanum liðnum eftir tvö ár verður árangurinn metinn og í ljósi hans tekin ákvörðun um frekari stuðning frá ríki og bæ.

Myndina af undirrituninni syðra tók Kristinn Ingvarsson í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Hinar myndirnar eru frá fagnaðinum í Gamla Apótekinu og má kenna þar ýmsa góðborgara. Naumast þarf að taka fram, að barinn í Gamla Apótekinu er áfengislaus!

Sjá einnig:

bb.is 29.01.2003
Gamla Apótekið á Ísafirði fær tólf milljóna króna styrk frá ríki og bæ

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli