Frétt

bb.is | 24.01.2003 | 09:19Mikið umleikis í samkvæmislífi Ísfirðinga bæði syðra og vestra

Sungið af hjartans lyst á Sunnukórsballinu fyrir ári.
Sungið af hjartans lyst á Sunnukórsballinu fyrir ári.
XXX Rottweilerhundar skemmta á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.<br />
XXX Rottweilerhundar skemmta á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins.<br />
Ísfirðingar jafnt staðbundnir sem brottfluttir gera sér glaðan dag um helgina. Ísfirðingafélagið í Reykjavík heldur sitt árlega Sólarkaffi á Hótel Sögu í kvöld og Sunnukórinn á Ísafirði heldur annað kvöld sinn árlega dansleik í félagsheimilinu í Hnífsdal. Í báðum tilvikum mun prúðbúið fólk eta pönnukökur og skemmta sér hið besta. Að sögn Guðfinnu Hreiðarsdóttur, formanns Sunnukórsins, verður dagskrá með hefðbundnum hætti.
Kórinn mun að venju syngja nokkur lög undir stjórn Ingunnar Óskar Sturludóttur en að því loknu býður skemmtinefnd upp á lauflétta dagskrá. Veisluhöldin fara fram undir styrkri stjórn Magnúsar Reynis Guðmundssonar. Guðfinna segir Sunnukórsböllin vera sívinsæl og ávallt þéttsetin þannig að oftar en ekki hafa færri komist að en vilja. Mikill hugur er í Sunnukórsfélögum þar sem kórinn á 69 ára afmæli á morgun og siglir því inn í sitt sjötugasta aldursár.

Búist er við húsfylli á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins í Reykjavík í kvöld. Veislustjóri verður Heimir Már Pétursson og ræðumaður kvöldsins verður hinn síungi og spræki töframaður og ljósmyndari Jón Aðalbjörn Bjarnason. Skemmtiatriði þykja með róttækara móti að þessu sinni því auk Gunnars Þórðarsonar og félaga í Guitar Islancio ætlar skemmtanadrottningin Helga Braga að troða upp og XXX Rottweilerhundar munu rappa af innblæstri. Bent hefur verið að á þrátt fyrir að orðbragð rappsveitarinnar þyki í grófari kantinum hafi mávastellið á ísfirskum heimilum iðulega mátt þola svæsnari útreið í gegnum tíðina.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli