Frétt

bb.is | 08.01.2003 | 11:57Hlynur Snorrason lögreglufulltrúi er „Vestfirðingur ársins 2002“

Vestfirðingur ársins 2002 fær afhenta gripi og skjal til staðfestingar á kjörinu. Frá vinstri: Hlynur Þór Magnússon, ritstjóri bb.is, Hlynur Snorrason, Örn Torfason í Gullauga og Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu.
Vestfirðingur ársins 2002 fær afhenta gripi og skjal til staðfestingar á kjörinu. Frá vinstri: Hlynur Þór Magnússon, ritstjóri bb.is, Hlynur Snorrason, Örn Torfason í Gullauga og Matthildur Helgadóttir, framkvæmdastjóri Snerpu.
Hlynur Snorrason, Vestfirðingur ársins 2002.
Hlynur Snorrason, Vestfirðingur ársins 2002.
Vestfirðingur ársins 2002 samkvæmt vali lesenda fréttavefjarins bb.is er Hlynur Snorrason, lögreglufulltrúi á Ísafirði. Hann fékk langflest atkvæði en tilnefningar hlutu alls 77 einstaklingar. Ástæður þess að fólk gaf Hlyni atkvæði sitt voru mjög á einn veg: Fyrir ötult og árangursríkt forvarnastarf gegn vímuefnum og þrotlausa vinnu í þágu velferðar barna og unglinga, svo að helsti rökstuðningur þeirra sem greiddu honum atkvæði sé dreginn saman. Margir nefndu jafnframt sérstaklega störf Hlyns í VáVest-hópnum og vinnu hans í þágu Gamla Apóteksins, kaffi- og menningarhúss ungs fólks.
Nokkrir nefndu einnig árangur hans í starfi sem lögreglumaður í baráttunni gegn fíkniefnum. Ljóst er þó að fyrst og fremst var Hlynur tilnefndur vegna persónulegs áhuga hans á velferð ungs fólks og starfa hans á þeim vettvangi.

Kjör Vestfirðings ársins á bb.is fór nú fram í annað sinn og eins og í fyrra í samstarfi við Gullauga á Ísafirði og Tölvuþjónustuna Snerpu ehf. Sæmdarheitið Vestfirðingur ársins 2001 hlaut Guðmundur Halldórsson, trillukarl í Bolungarvík og formaður Smábátafélagsins Eldingar á norðanverðum Vestfjörðum. Auk þeirra 77 einstaklinga sem nú voru tilnefndir hlaut Náttúrustofa Vestfjarða í Bolungarvík tilnefningu, svo og verktakafyrirtækið Ágúst og Flosi ehf. á Ísafirði.

Ásamt nafnbótinni Vestfirðingur ársins 2002 fékk Hlynur Snorrason farandgrip til varðveislu í eitt ár og annan til eignar, báða smíðaða af ísfirska gullsmiðnum Dýrfinnu Torfadóttur. Auk þess fékk hann innrammað skjal til staðfestingar.

Útnefningin kom mjög flatt upp á Hlyn Snorrason. Þegar hann hafði jafnað sig nokkuð á tíðindunum sagði hann af þessu tilefni:

„Vissulega hafa orðið miklar jákvæðar breytingar hvað unglingamenningu varðar hér á norðanverðum Vestfjörðum á síðustu árum. Á sama tíma og við erum að sjá unglingamenninguna breytast til hins betra, og eiginlega verða betri en þetta fræga landsmeðaltal segir til um, þá hefur námsárangur grunnskólanemenda, að minnsta kosti hér á svæðinu, orðið mun betri. Þar höfum við verið að ná landsmeðaltalinu og höfum jafnvel komist yfir það í sumum fögum í sumum árgöngum. Fullorðið fólk er farið að verða enn meðvitaðra um foreldrahlutverk sitt, ekki síst sem góðar fyrirmyndir barna sinna. Samfélagið hefur orðið enn betra.

Varðandi þessa kosningu er mér efst í huga“, sagði Hlynur ennfremur, „að þessar jákvæðu breytingar á unglingamenningunni hér á svæðinu og því fjölskylduvæna umhverfi sem okkur hefur tekist að skapa eru hreint ekki eins manns verk. Það er í raun ekki hægt að þakka þær neinum einstaklingi, heldur mjög breiðum hópi fólks hér á norðanverðum Vestfjörðum. Þátttakendur í þessu starfi hafa verið áhugasamir embættismenn, grunnskólakennarar, starfsmenn félagsmiðstöðva, lögreglan, ábyrgir foreldrar og svo mætti lengi telja. Ég lít á þessa kosningu sem skilaboð samfélagsins um það að íbúarnir hérna vilja halda áfram á þessari braut vímuefnaforvarna. Þetta hvetur okkur til dáða, okkur sem vinnum á einn eða annan hátt að forvörnum. Nú vitum fyrir víst hvað samfélagið vill. Þetta samfélag var fjölskylduvænt og mun verða enn fjölskylduvænna á komandi árum. Hér er ákaflega gott að búa með börn og unglinga“, sagði Hlynur Snorrason og bað fyrir kærar þakkir til þeirra sem létu í ljós stuðning við forvarnastörfin og velferðarmál ungs fólks með því að tilnefna hann.

Í öðru sæti í kosningunni um Vestfirðing ársins 2002 varð Gísli S. Einarsson alþingismaður. Hann er sem kunnugt er búsettur á Akranesi en rammvestfirskur að ætt og uppruna og fæddur í Súðavík.

Í þriðja sæti varð Anton Líni Hreiðarsson, litli drengurinn sem bjargaðist úr eldsvoðanum hörmulega á Þingeyri fyrir ári en missti þar foreldra sína og yngri bróður.

Í fjórða sæti varð Ágúst Gíslason byggingameistari á Ísafirði, en auk þess fengu þeir félagarnir Ágúst og Flosi Kristjánsson og fyrirtæki þeirra nokkur atkvæði í sameiningu.

Jafnir í fimmta til sjötta sæti urðu Hallgrímur Sveinsson, bókaútgefandi á Hrafnseyri, og Hermann Níelsson, íþróttakennari og félagsmálamaður á Ísafirði.

Í sjöunda sæti varð Heiðar Ingi Marinósson sundkappi.

Í áttunda til níunda sæti urðu Gunnhildur Elíasdóttir á Þingeyri, amma Antons Lína Hreiðarssonar, en hún lagði sig í lífshættu við að bjarga honum úr eldsvoðanum, og Lýður Árnason, læknir, kvikmyndagerðarmaður og gleðigjafi á Flateyri.

Í tíunda sæti varð síðan Harpa Jónsdóttir, kennari og rithöfundur á Ísafirði, sem hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin 2002 og hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Ísafjarðarbæjar.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli