Frétt

bb.is | 06.01.2003 | 15:22Mynd um Norðureyrarjarlinn Leifa Nogga forsýnd á Suðureyri

Að lokinni sýningu í gær. Fremst eru Maríanna og Þorleifur en aðrir á myndinni eru, frá vinstri, Örlygur Ásbjörnsson, Sigurður Ólafsson, Lýður Árnason, Carl J. Carlsson og Íris Sveinsdóttir.
Að lokinni sýningu í gær. Fremst eru Maríanna og Þorleifur en aðrir á myndinni eru, frá vinstri, Örlygur Ásbjörnsson, Sigurður Ólafsson, Lýður Árnason, Carl J. Carlsson og Íris Sveinsdóttir.
Norðureyrarjarlinn í fullum skrúða og með heiðursmerkið sem hann fékk áttræður.
Norðureyrarjarlinn í fullum skrúða og með heiðursmerkið sem hann fékk áttræður.
Salurinn í Íslandssögu var þéttsetinn og sumir lágu undir sýningu myndarinnar.
Salurinn í Íslandssögu var þéttsetinn og sumir lágu undir sýningu myndarinnar.
Höfundarnir og söguhetjan: Lýður, Þorleifur, Íris og Sigurður.
Höfundarnir og söguhetjan: Lýður, Þorleifur, Íris og Sigurður.
Heimildamyndin „Norðureyrarjarlinn“ var sýnd á lokaðri forsýningu fyrir boðsgesti í kaffisal Íslandssögu á Suðureyri í gær. Myndin fjallar um Þorleif Guðnason, hinn aldna bónda frá Norðureyri við Súgandafjörð, sem gengur í daglegu tali í sínum heimafirði undir nafninu Leifi Noggi. Þorleifur stundaði jafnframt aukabúgreinar eins og veiðar og verkun á hrognkelsum og hákarli. Níutíu og átta manns voru í þéttsetnum salnum og gerðu afar góðan róm að myndinni, sem er fagmannlega unnin heimildamynd og jafnframt á léttum og launfyndnum nótum eins og höfunda hennar er von og vísa. Framleiðandi er kvikmyndafélagið „Í einni sæng“, sem landsþekkt varð fyrir kvikmyndina „Í faðmi hafsins“.
Í myndinni er stiklað á ævi Leifa á Norðureyri, sem nú er löngu fluttur yfir á Suðureyri. Jafnframt er farið með Leifa og Örlygi Ásbjörnssyni samstarfsmanni hans til rauðmagaveiða, fylgst með þeim við verkun rauðmagans og rætt við þá félaga. Carl Johan Carlsson á Flateyri leikur Leifa ungan í myndinni.

Kvikmyndatakan var í höndum Lýðs Árnasonar læknis á Flateyri, klippingu annaðist Íris Sveinsdóttir læknir í Bolungarvík en handritið skrifaði Sigurður Ólafsson yfirverkstjóri á Suðureyri, sem jafnframt er þulur. Hljóðvinnslu annaðist Snorri Kristjánsson en tónlist og textar við hana eru eftir Lýð lækni. Lengd myndarinnar er um 25 mínútur.

Meðal gesta á forsýningunni voru Þorleifur Guðnason sjálfur og eiginkona hans, Maríanna Fr. Jensen. Leifi bar við þetta tækifæri heiðursmerki sem honum var veitt við hátíðlega athöfn á Norðureyri á Sæluhelgi Súgfirðinga 11. júlí 1998, þegar hann varð áttræður. Þá var hann jafnframt sleginn til riddara með ár og annaðist það verk Óðinn Gestsson á Suðureyri fyrir hönd Mansavinafélagsins.

Vonir standa til þess að myndin um Norðureyrarjarlinn verði sýnd í Sjónvarpinu þegar tímar líða. Þess vegna var sýningin í gær lokuð forsýning, sem telst ekki opinber sýning. Slíkt mun vera ein af forsendum þess að myndin verði sýnd í Sjónvarpinu og verður því ekki um neina opinbera sýningu á henni að ræða fyrr en þar að kemur.

Smellið á tölurnar undir myndinni til að skoða fleiri myndir.

bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli