Frétt

| 24.04.2001 | 04:54Hvar endar þetta?

Í þessum pisli verður dregin upp mynd af því, hvert núverandi búsetuþróun leiðir og mikilvægt sjónarmið til skilnings á þeirri þróun dregið inn í umræðuna. Í næsta pisli verður fjallað um mögulega viðspyrnu. Því er ástæða til að halda í vonina fram að næsta pisli, þótt sú mynd sem hér birtist sé fremur dökk.

Sléttuhreppur fór í eyði, síðar Grunnavíkurhreppur og Snæfjallahreppur. Í Djúpinu eru fáeinir bæir eftir í byggð, sama er að segja um fyrrum Vestur-Ísafjarðarsýslu. Haldi fram, svo sem verið hefur, eyðast kaupstaðirnir Ísafjörður og Bolungarvík líka. Sama virðist vera að gerast um allt land. Snæfellsnes, Dalir, Vestfirðir, Norðurland vestra, Norðausturhornið, Austurland og Suðurland að Ölfusá virðast vera að tæmast af fólki. Þegar þessi svæði verða komin að fótum fram kemur röðin að Eyjafjarðarsvæðinu, sem gerir ekki betur í dag en að halda sömu íbúatölunni ár eftir ár. Í framhaldi af þessu verður Ísland borgríki, sem nær frá Borgarfirði austur að Selfossi og um Suðurnes. Höfuðborgarsvæðið nær í dag í reynd um einnar klukkustundar akstur út frá Reykjavík. Það er því mikill misskilingur þegar Hagstofan talar um fjölgun sums staðar á landsbyggðinni og á þar við Akranes!
Aðgerðir til að stemma stigu við byggðaröskuninni hafa því miður komið að litlu gangi. Það er eins og einhver ósýnilegur segull dragi fólkið suður. Fjölmargar stjórnvaldsaðgerðir hafa beinlínis ýtt undir byggðaröskun, þrátt fyrir yfirlýstan vilja til hins gagnstæða. Þeim fjölgar líka stöðugt sem telja að allar aðgerðir í byggðamálum séu af hinu vonda og því fyrr sem þessir „útkjálkar“ tæmast, þeim mun betra. Nýjar tölur Hagstofunnar um byggðaþróun koma þó áhugafólki um byggðamál alltaf jafnmikið á óvart vegna þess að það skortir grundvallarskilning á vandanum.

Um miðja 20. öldina var það eftirsóknarverðast hjá drengjum við Djúp og í Jökulfjörðum að komast á sjóinn. Sjómannslífið í sjávarplássunum var þeirra draumsýn. Þeir lifðu sig inn í heim sjómannanna. Þeir kunnu nöfnin á öllum bátum við Djúp og reyndar miklu víðar. Þekktu nöfnin á skipstjórunum, vissu hvað þeir voru að fiska og reyndu að temja sér orðbragðið sem þeir heyrðu í talstöðvunum. Þeir gerðu sér mynd af veruleika sjómannsins, bæði á sjó og í landi. Í þeirri ímynd voru þeir hetjur á sjó og í landi. Þeir voru aldrei hræddir, þeim var aldrei kalt og þeir voru aldrei timbraðir. Þeir höfðu heldur aldrei áhyggjur af fjölskyldunni. Þessi mynd dró unga fólkið úr sveitunum í sjávarplássin. Auðvitað spilaði beinhörð afkoma inn í þá þróun. Einhverja svona draumsýn hefur fólk á öllum tímum alið með sér um hið eftirsóknarverða líf.

Draumsýn fólksins í dag er sköpuð af fjölmiðlum og kvikmyndum. Þessi lífssýn er dægurmenningin (bíómenningin, poppmenningin), sem sýnir lífið í borgunum, einkum bandarískum stórborgum. Þessari lífssýn er meðvitað og ómeðvitað haldið að fólki í kvikmyndum, fréttum og meirihluta af öðru fjölmiðlaefni. Lífið í borgunum er hlaðið hraða og spennu, auðæfum og glæpum, klámi og kynlífi. Borgarlífið er hið eftirsóknarverða líf; ef til vill ekki alltaf einfalt og þægilegt, heldur það líf sem unga fólkið þekkir. Þess vegna er menningin í dag borgarmenning. Sem fyrirmyndir hafa kvikmyndirnar nú tekið við af bátunum og leikararnir af sjómönnunum.

Á Vesturlöndum hafa sárafáir aðra sýn á framtíðina en þessa borgarmenningu. Þetta er hluti af alþjóðavæðingunni. Hver sá staður sem ekki býður upp lífsmáta borgarinnar verður útundan. Á Íslandi er áhuginn á að skapa alþjóðlega borg sífellt meira áberandi. Borg sem gefur jafnmikla, og sömu möguleika, og hver önnur stórborg. Sennilega er áhuginn á að taka flugvallarsvæðið í Vatnsmýrinni undir byggð, og fá þannig fleira fólk á lítið svæði, angi af þessu.

Sama sjónarmið er ríkjandi út um allt land. Alls staðar skal byggja alþjóðlegar míníborgir. Í Bolungarvík voru allir kofarnir rifnir og byggt alheimsþorp með McDonalds-stað. Á Ísafirði á að rífa gamla barnaskólann til að að byggja nýtt skólahús og í miðbænum á að rífa gömul hús og byggja Kringlu. Allt er þetta gert vegna þess að fólk trúir því að eftir því sem þorpið líkist meira borgarímyndinni verði það eftirsóknarverðara. Þetta hefur því miður hvergi dugað til að halda í fólkið heldur hefur hið gagnstæða alls staðar orðið raunin.

– Gegnir.

bb.is | 29.09.16 | 14:50 Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með frétt Alþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 07:50Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með fréttÁtta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli