Frétt

bb.is | 21.11.2002 | 12:05Aldarafmælis vélvæðingar í sjávarútvegi minnst á Ísafirði á laugardag

Málverk af Stanley<br>eftir Sigurð Guðjónsson.
Málverk af Stanley<br>eftir Sigurð Guðjónsson.
Møllerup-olíuhreyfivjelin á sýningunni. Þetta er landvél eins og hún er nú en ekki er talið ósennilegt að einmitt þessi vél hafi verið sett í Stanley fyrir hundrað árum.
Møllerup-olíuhreyfivjelin á sýningunni. Þetta er landvél eins og hún er nú en ekki er talið ósennilegt að einmitt þessi vél hafi verið sett í Stanley fyrir hundrað árum.
Hátíðarhöld verða á Ísafirði á laugardag í minningu þess, að öld er liðin frá því að fyrst var sett vél í bát á Íslandi. Það var einmitt gert á Ísafirði og telst sá atburður marka einhver merkustu þáttaskil sem orðið hafa í íslenskri útgerðarsögu. Báturinn var sexæringurinn Stanley en vélin dönsk af gerðinni Møllerup. Vélin kom til Ísafjarðar 5. nóvember 1902 en Stanley fór sína fyrstu ferð með vélarafli 25. nóvember. Formaður á Stanley var Árni Gíslason, sem átti hann í félagi við Sophus J. Nielsen, verslunarstjóra Tangsverslunar á Ísafirði. Meðal gesta á Ísafirði við hátíðarhöldin á laugardag verður Þorsteinn Pálsson, sendiherra í Lundúnum og fyrrum sjávarútvegsráðherra, en Árni Gíslason var langafi hans.
Af fyrstu ferð Stanleys 25. nóvember 1902 segir svo meðal annars í frétt í blaðinu Vestra á Ísafirði:

Báturinn var inni á Polli, og fór formaður hans ásamt meðeiganda sínum og nokkrum bæjarmönnum fyrstu ferðina út í Hnífsdal. Ferðin gekk ágætlega, og gekk báturinn álíka og sex menn róa. Hann var 40 mínútur utan úr Hnífsdal og inn á Ísafjörð, en fór þó sjálfsagt fimm mínútna krók inn í Djúpið.

Með vélinni kom frá Danmörku nítján ára piltur, Jens Hansen Jessen, til þess að setja vélina í bátinn og kenna Árna meðferð hennar. Jessen hélt utan að verki loknu en kom fljótlega aftur til Íslands og settist að á Ísafirði. Hann setti þar á stofn vélaverkstæði, hið fyrsta sinnar tegundar hérlendis. J. H. Jessen eignaðist hér eiginkonu og afkomendur en varð skammlífur. Þess er vænst að einhver afkomenda hans verði á Ísafirði á laugardag og flytji ávarp við hátíðarhöldin.

Í dag er verið að setja upp sýningu í Byggðasafni Vestfjarða í Turnhúsinu í Neðstakaupstað á Ísafirði í tilefni þess að „fyrsta olíuhreyfivjelin“ á Íslandi er hundrað ára. Meðal þess sem þar getur að líta er Møllerup-vél (sjá mynd nr. 2), sem varðveist hefur hérlendis og kann að vera einmitt sú sem á sínum tíma knúði Stanley. Að hátíðahöldunum og sýningunni standa í sameiningu Vélstjórafélag Íslands og Byggðasafn Vestfjarða.

Hátíðarhöldin verða í tveimur hlutum. Þau hefjast kl. 13.30 í Turnhúsinu, þar sem Jón Sigurpálsson forstöðumaður Byggðasafnsins ávarpar gesti en síðan verður sýningin opnuð. Þorsteinn Pálsson flytur ávarp, svo og að líkindum einn af afkomendum J. H. Jessens, eins og áður getur. Sigurður Pétursson sagnfræðingur á Ísafirði flytur erindi en síðan verða þjóðlegar veitingar (hákarl, harðfiskur og brennivín).

Áætlað er að dagskránni í Turnhúsinu ljúki um kl. 14.30 og verður þeim gestum sem þess óska (m.a. vegna brennivínsins) ekið upp í Verkmenntahús Menntaskólans á Ísafirði, þar sem seinni hluti dagskrárinnar hefst kl. 15. Skólameistari og kennarar taka þar á móti gestum og ávörp flytja Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Íslands, og Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari. Síðan verða veitingar (sushi, snittur og drykkir) í boði Vélstjórafélags Íslands.

Sýningin í Turnhúsinu í tilefni aldarafmælis vélvæðingar í íslenskum sjávarútvegi verður þar áfram þegar Byggðasafn Vestfjarða verður opnað í vor. Hins vegar verður hægt að fá að skoða hana eftir pöntun og samkomulagi enda þótt safnið sjálft sé ekki opið.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli