Frétt

bb.is | 09.09.2002 | 11:06Hlýhugur og jafnframt miklar væntingar til Fræðslumiðstöðvarinnar

Smári Haraldsson forstöðumaður ávarpar gesti Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Smári Haraldsson forstöðumaður ávarpar gesti Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.
Forstöðumaður og nokkrir gestanna við opnun hins nýja húsnæðis í gær.
Forstöðumaður og nokkrir gestanna við opnun hins nýja húsnæðis í gær.
Um hundrað manns komu í heimsókn síðdegis í gær þegar Fræðslumiðstöð Vestfjarða var opnuð formlega í nýjum húsakynnum í Íshúsfélagshúsinu á Ísafirði eftir flutning úr Þróunarsetri Vestfjarða við Árnagötu. „Ég er afskaplega ánægður með þennan dag. Mér þykir vænt um hvað það komu margir og vænt um að finna við þetta tækifæri sem endranær þann hlýhug og þær miklu væntingar sem fólk hefur gagnvart Fræðslumiðstöðinni. Þetta setur auðvitað á mann ákveðna pressu að standa sig og standa undir væntingum, en það er bara gott“, sagði Smári Haraldsson forstöðumaður. Nýja húsnæðið á efstu hæð Íshúsfélagshússins er um 400 fermetrar. Litlar breytingar þurfti að gera á því vegna hins nýja hlutverks þótt nokkur vinna væri við lagnir fyrir rafmagn, síma og tölvur. Í húsnæðinu eru kennslustofa, tölvuver, vinnuherbergi nemenda og skrifstofur.
Léttar veitingar voru á borðum og fólki gafst kostur á að skoða nýju aðstöðuna og ræða við fjölmarga sem standa að fullorðinsfræðslu á Vestfjörðum með einum eða öðrum hætti. Smári Haraldsson forstöðumaður bauð gesti velkomna og gerði grein fyrir Fræðslumiðstöðinni, hlutverki hennar og verkefnum og starfseminni í vetur. Um kosti og galla þess að flytjast á hinn nýja stað sagði Smári:

„Þessi aðstaða sem Fræðslumiðstöðin hefur nú fengið skapar nýja möguleika. Nú verður mestöll starfsemi okkar hér á Ísafirði á einum stað í stað margra. Þessi aðstaða auðveldar okkur fylgjast með námskeiðunum sem við höldum. Nú verðum við í stöðugu sambandi við nemendur okkar og getum brugðist fyrr við ef eitthvað þarf að laga. Hér getum við boðið fólki upp á notalegri aðstæður en í skólum þar sem varla er hægt að setjast niður milli kennslustunda. Aðstaðan hérna auðveldar okkur að bjóða nám á dagtíma, hvort sem það er háskólanám í fjarkennslu eða námskeið. Þá skapar tölvuverið möguleika á margs konar tölvutengdu námi á dagvinnutína, en áður voru tölvuver skólanna notuð til kennslu hjá Fræðslumiðstöðinni og samstarfsaðilum hennar. Eini ókosturinn við flutninginn hingað er að fara úr því ágæta andrúmslofti og skapandi umhverfi sem ríkir í Þróunarsetrinu. Er hér með notað tækifærið til að þakka fyrir samstarfið þar.“

Vika símenntunar sem jafnframt hófst í gær er helguð símenntun í atvinnulífinu. Þess vegna var ákveðið að nota tækifærið við opnunarathöfnina til að kynna greiningarkerfið Markviss, sem er þróað til að meta og greina menntunarþörf innan fyrirtækja og stofnana. Guðrún Anna Finnbogadóttir flutti erindi um kerfið en Kristján G. Jóakimsson hjá Hraðfrystihúsinu-Gunnvöru hf. gerði grein fyrir Markviss-kerfinu af sjónarhóli þess sem hefur reynslu af þjónustunni og fjallaði um viðhorf sitt og fyrirtækis síns til þessa verkefnis og til Fræðslumiðstöðvarinnar.

Við athöfnina í Fræðslumiðstöð Vestfjarða í gær voru fulltrúar flestra þeirra sem sinna almennri fullorðinsfræðslu hér vestra með einum eða öðrum hætti. Þar má nefna Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Bókasafn Bolungarvíkur, Bæjar- og Héraðsbókasafnið á Ísafirði, Evu Friðþjófsdóttur danskennara, Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum, JC-hreyfinguna, Þjóðkirkjuna, Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar, Menntaskólann á Ísafirði, Netheima, Rauða krossinn, Snerpu, Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Verkalýðsfélag Vestfirðinga og Vinnueftirlit ríkisins.

Starfsmenn Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða nú eru Smári Haraldsson forstöðumaður, Brynjar Ingason sem er í 60% starfi og Lísbet Guðmundsdóttir sem sér um ræstingar. Að auki eru þar ráðgjafar vegna Markviss-verkefnisins þær Guðrún Anna Finnbogadóttir og Dagný Sveinbjörnsdóttir. Jóhanna Kristjánsdóttir var fyrsti forstöðumaður stofnunarinnar og mótaði starf hennar í upphafi. Einnig starfaði Inga Bára Þórðardóttir með Jóhönnu í Fræðslumiðstöðinni í upphafi og síðar Guðfinna Hreiðarsdóttir. Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar skipa Ólína Þorvarðardóttir skólameistari, formaður, Guðrún Stella Gissurardóttir og Óðinn Gestsson.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli