Frétt

bb.is | 07.08.2002 | 16:32Víðförull Hnífsdælingur gefur út hljómdisk með eigin lögum

Salbjörg Sveinsdóttir Hotz.
Salbjörg Sveinsdóttir Hotz.
Flytjendur laganna á Sýn af eldi á ljóðatónleikum í Íslensku óperunni: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir og Salbjörg Sveinsdóttir Hotz.
Flytjendur laganna á Sýn af eldi á ljóðatónleikum í Íslensku óperunni: Bergþór Pálsson, Signý Sæmundsdóttir og Salbjörg Sveinsdóttir Hotz.
Kápumynd geisladisksins prýðir málverkið Dagselding eftir Jón Hermann Sveinsson.
Kápumynd geisladisksins prýðir málverkið Dagselding eftir Jón Hermann Sveinsson.
Á leiðinni á markað er geisladiskur með lögum Hnífsdælingsins Salbjargar Sveinsdóttur Hotz við ljóð Eðvarðs T. Jónssonar fréttamanns. Á diskinum, er nefnist Sýn af eldi, syngja þau Bergþór Pálsson og Signý Sæmundsdóttir lög Salbjargar, sem jafnframt leikur undir á píanó. Flest lögin voru frumflutt af sömu flytjendum á ljóðatónleikum í Íslensku óperunni sumarið 2000 en upptökurnar voru gerðar í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fyrir um ári. Diskurinn er væntanlegur í verslanir um miðbik mánaðarins en er nú í forsölu í versluninni Hamraborg á Ísafirði og hjá foreldrum Salbjargar í Hnífsdal. Óþolinmóðir geta haft samband í síma 456 3641 vilji þeir nálgast eintak.
Salbjörg er fædd og uppalin í Hnífsdal en býr nú og starfar í Sviss. Hún nam píanóleik í Tónlistarskólanum í Reykjavík til ársins 1979 en hélt þá til frekara náms í Tónlistarskólanum í Vínarborg undir handleiðslu Igo Koch. Hún hefur síðan búið víða um veröld, m.a. í Haifa í Ísrael um árabil. Dvölina þar segir Salbjörg oft hafa orðið sér uppspretta hugmynda við lagasmíðarnar. Ljóðin sem tónlistin er samin við fjalla um atburði er urðu í Íran um miðja 19. öld þegar bahá\'í-trúarbrögðin urðu til og fylgismenn þeirra sættu ofsóknum, eða eins og segir í inngangi að disknum:

„Sögusvið ljóðanna er Íran um miðja 19. öld. Á þessum tíma hafði sköpunarþróttur og menning Islam, ásamt þróuðu þjóðfélagskerfi, listum og vísindum gengið til þurrðar í aldanna flaumi. Fáfræði, sinnuleysi og fordómafullt ofstæki gagnvart öllum nýjum hugmyndum voru ríkjandi. Klerkastéttin var valdamikil og einráð í mótun skoðana fólks, auk þess naut hún eindrægs stuðnings ráðamanna í þeim efnum. Í ljóðunum eru dregnar upp myndir af sönnum atburðum og miðla þau anda viðburðarásar þess tíma.“

Sýn af eldi er sá fyrri af tveimur geisladiskum sem Salbjörg hyggst gefa út á næstunni, en hins síðari má vænta eftir um tvö ár að hennar sögn. „Upptökur eru þegar hafnar en það er mikið og langt ferli að gefa út geisladisk sem þennan. Verkefnið kom þannig til að Eðvarð kom að máli við mig og fór þess á leit að ég semdi lög við ljóð úr bók hans Aldahvörf og ég ákvað að slá til því mér fannst efnið áhugavert og ljóðin mjög tjáningarrík. Lögin eru fremur samin í hita yrkisefnisins heldur en af mikilli reynslu á sviði tónsmíða. Í undirspilinu leitast ég við að ná fram tiltekinni stemmningu og blæbrigðum í tónum til þess að skapa sviðsmynd fyrir atburðina sem lýst er í ljóðunum“, segir Salbjörg.

Vel er vandað til umbúða disksins og er meðfylgjandi bæklingur fróðlegur að glugga í. Þar er m.a. að finna útskýringar á ljóðunum auk þess sem fjallað er um sögu bahá\'í-trúarinnar. Diskurinn Sýn af eldi verður sem áður sagði fáanlegur í verslunum um land allt innan skamms, en hann má nálgast í forsölu í versluninni Hamraborg og hjá foreldrum Salbjargar í Hnífsdal.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli