Frétt

bb.is | 02.08.2002 | 07:57Heimsendapestir – fyrsta bók ljóðskáldsins Eiríks Arnar Norðdahls

Eiríkur illur á svip með tilbúið eintak af bókinni.
Eiríkur illur á svip með tilbúið eintak af bókinni.
Skáldið fjölritar í prentsal H-prents / Bæjarins besta.
Skáldið fjölritar í prentsal H-prents / Bæjarins besta.
Kápa Heimsendapesta. Hún var hönnuð og útbúin af Halldóri Arnari Úlfarssyni, listnema í Finnlandi.
Kápa Heimsendapesta. Hún var hönnuð og útbúin af Halldóri Arnari Úlfarssyni, listnema í Finnlandi.
„Það stóð aldrei annað til en að drepa heiminn með þessari bók“, segir ísfirska skáldið Eiríkur Örn Norðdahl sem gaf út sína fyrstu ljóðabók síðdegis í gær eða um kl. 16.45. Nefnist bókin Heimsendapestir en útgefandinn er samsteypan Nýhil, sem Eiríkur á aðild að ásamt fleiri listrænt þenkjandi ungmennum á hans reki. Eiríkur dvaldist um tveggja daga skeið í prentsal H-prents á Ísafirði við að fjölrita bókina og hefta á eigin spýtur og lauk verkinu í gær. Ritið mun fást í helstu bókaverslunum landsins auk þess sem skáldið sjálft annast póstsölu og dreifir því á götum úti. Skáldið mun að öllum líkindum hefja útbreiðslu Heimsendapesta á mánudag. Kemur gripurinn aðeins út í 160 eintökum og ættu því ljóðaunnendur að hafa hraðar hendur, vilji þeir nálgast eintak af bók sem sjálfsagt verður orðin safngripur innan tíðar.
Margt hefur á daga hins 24 ára gamla Eiríks drifið á hans skömmu ævi eins og lesa mátti í opnuviðtali við hann er birtist í Bæjarins besta í vor. Þar fór hann mikinn og sagði m.a. frá samskiptum sínum við færeyska dópdílera og amerískar brókarsóttarkellingar. Ekki er ólíklegt að drengurinn hafi nýtt sér eitthvað af lífsreynslunni sem efnivið í sitt fyrsta útgefna skáldverk. „Það eru einhver ljóð í bókinni byggð á eigin reynslu en aðallega eru þetta heimsendapestir sem eru eðli síns vegna flestar frekar óyndislegar. Nokkur ljóðanna hafa þó til að bera mikla fegurð“, segir Eiríkur hugsi.

Vinnu við frumburðinn segir Eiríkur hafa staðið yfir frá því í haustmánuðum síðasta árs. „Ég fór að safna saman ljóðum í bókina og bæta við í október en ritstjórnarferlið hófst í mars og síðan þá hefur þetta verið bölvað streð. Vinur minn og félagi Haukur Már Helgason ritstýrði bókinni með harðri hendi og veitti mér góð ráð við smíði hennar. Ég hyggst launa honum greiðann á næstunni og ritstýra ljóðabók sem hann vinnur að um þessar mundir. Það mun væntanlega koma til með að verða önnur ljóðabókin sem kemur út á vegum Nýhil en mín bók er frumburður samsteypunnar.“

Í formála sem Haukur Már ritar að Heimsendapestum talar hann frekar fjálglega um skáldið Eirík og segir hann bera ábyrgð á bestu tíðindum íslenskrar ljóðlistar frá því að þeir félagar lærðu að lesa. „Bókin sem þú hefur í höndunum hrekkur upp úr sömu helvítis gjótunni og værðarlúsin skreið oní til að búa sér ævikvöldið eftir að hafa tröllriðið veröldinni, gengið af ástríðunum dauðum og síðast sjálfri sér – bókin stekkur upp á velli í fullum herklæðum drykkjumanns sem lærði fag sitt ekki í japanskri fornöld heldur íslensk-amerískum samtíma“, segir Haukur og á þá væntanlega við uppreisn einlægninnar gegn kaldhæðninni sem ríkt hefur undanfarin ár, upprisu ástríðna gegn tilgerðartilfinningakulda. En hvað skyldi skáldinu finnast um þessi orð?

„Það stóð aldrei annað til en að drepa heiminn með þessari bók. Það var vafasami tilgangurinn sem dró mig af stað. Ég á augljóslega ekkert með að gagnrýna orð Hauks, stöðu minnar vegna, þau eru hans en ekki mín. Sjálfur er ég afskaplega ánægður með bókina og tel mig hafa komist merkilega nálægt því markmiði að tortíma heiminum. Sem dæmi má nefna að á næstu dögum verður húsið við hliðina á heimili mínu núllað“, segir Eiríkur og leggur síðustu hönd á frágang bókanna.

Frekar má fræðast um starfsemina hjá Nýhil á vef samsteypunnar. Áhugasamir um Heimsendapestir geta pantað ritið með því að senda Nýhil tölvupóst.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli