Frétt

| 23.04.2001 | 09:00Meira en mánuður síðan gengið var frá kaupum en ekki enn búið að stofna félag

Ekki er enn búið að stofna félag um rekstur rækjuvinnslu í Bolungarvík. Áður hefur verið greint frá því, að talsverður tími muni líða frá stofnun félags og þangað til vinnsla hefst í verksmiðjunni eða líklega um mánuður. Þeir sem standa að væntanlegum rekstri, þ.e.a.s. AG-fjárfesting, bæjarsjóður Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, halda fund á morgun þar sem ákvörðun verður tekin um framhaldið.
Þegar samningur um sölu á verksmiðjunni var undirritaður 15. mars var áætlað að vinnsla gæti hafist um miðjan apríl. Þá kom fram, að skipting hluta milli hinna nýju eigenda væri þannig, að hlutur Byggðastofnunar yrði 30 milljónir, hlutur Sjóvár-Almennra trygginga 27,3 milljónir, hlutur Sparisjóðs Bolungarvíkur 40 milljónir en auk þess kæmi AG-fjárfesting inn með 60 milljóna króna nýtt hlutafé með þátttöku bæjarsjóðs og verkalýðsfélagsins. Þá yrði um 90 milljónum af veðkröfum Byggðastofnunar í þrotabúið breytt í lán til langs tíma.

Að sögn Agnars Ebeneserssonar hjá AG-fjárfestingu eru ýmsar ástæður fyrir því að stofnun félagsins hefur dregist eins mikið og raun ber vitni. „Eins og menn vita hefur verkfall sjómanna staðið í nokkurn tíma“, segir Agnar. „Þetta ástand hækkar hráefnisverð mikið og væri því óeðlilegt að starta svona verksmiðju í miðju verkfalli. Við munum líklega kaupa okkar hráefni frá Noregi og Kanada. En þegar íslensk rækja fæst ekki í aðrar vinnslur, hækkar að sjálfsögðu verðið á erlendu hráefni þar sem eftirspurnin er meiri.“

Í samtali við Bæjarins besta í morgun vildi Agnar lítið segja um stöðu mála, en sagði að hlutirnir muni líklega skýrast þegar líður á vikuna. Aðspurður staðfestir hann að fólk hafi haft samband upp á vinnu í verksmiðjunni. „Einhverjir fyrrverandi starfsmenn Nasco hafa að sjálfsögðu farið í vinnu annað en nokkrir hafa haft samband við mig“, segir Agnar.

bb.is | 27.09.16 | 13:23 Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með frétt Reglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 11:48Allt að 200 megavatta orka

Mynd með frétt„Þetta getur að mínu mati haft mikil áhrif á orkuöryggi þjóðarinnar, meiri en menn hafa verið að hugleiða hingað til. Ég tel að hægt sé að virkja allt að 200 MW á þessu svæði sem er utan hættusvæða vegna eldgosa og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:37Gerir athugasemd við úreltar tölur

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar gerir athugasemd við að gamlar og úreltar tölur um fjölda skemmtiferðaskipa eru notaðar í drögum að matsáætlun Arnarlax fyrir 10.000 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Í matsáætluninni er vísað í tölur frá 2009 þegar 29 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar. Þeim ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 09:01Góðir gestir á minningartónleikum um Ragnar H. og Sigríði

Mynd með fréttHinir árlegu minningartónleikar um hjónin Sigríði Jónsdóttur og Ragnar H. Ragnar verða í Hömrum sunnudaginn 9.október kl. 17. Á tónleikunum koma fram ísfirski fiðluleikarinn Hjörleifur Valsson, fyrrum nemandi við Tónlistarskóla Ísafjarðar, sem nú starfar í Noregi og píanóleikarinn Ourania Menelaou. Hún ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 07:51Langvarandi fólksfækkun grafalvarleg

Mynd með fréttAf 74 sveitarfélögum fækkaði íbúum í 42 á árunum 2002 til 2016 en fjölgaði í 32. Mest fækkaði í sveitarfélögum á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Þetta kom fram í kynningu Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 16:52Uppáhaldslög einstaks tónlistarmanns

Mynd með fréttVilberg Vilbergsson oftast kallaður Villi Valli er það sem kallast mætti krúnudjásn í vestfirsku tónlistarlífi og sennilega víðar. Villi Valli hefur staðið tónlistarvaktina linnulítið í rúm 70 ár. Matthías MD Hemstock slagverksleikari hefur leikið með Villa í hljómsveit af og til ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 15:464.000 sjálfboðaliðar gera heiminn að betri stað

Mynd með fréttHjá Rauða krossinum á Íslandi er síðasta vika septembermánaðar ár hvert helguð kynningu á því góða starfi sem þar fer fram. Er þá leitast við að láta verkefni og störf sjálfboðaliða hreyfingarinnar skína, en starfsemi hennar er að stórum hluta undir ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 14:56Reisa þrjú hús í vetur

Mynd með fréttÍ dag var greint frá að Húsasmiðjan reisir nýtt verslunarhús á Ísafirði og sjá Vestfirskir verktakar ehf. um byggingu hússins. Vestfirskir verktakar eru með fleiri járn í eldinum og eru nú að reisa tvær skemmur á Mávagarði. „Skemmurnar seldust eins og ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 13:23Vott og vindasamt á gangnafólk

Mynd með fréttÞað er ekki hægt að segja annað en heilt yfir hafi veðrið leikið við Vestfirðinga það sem af er árinu 2016. Veturinn var mildur, vorið fallegt og sumarið gott. Haustið fram til þessa hefur sýnt sína fegurstu ásjónu og einnig látið ...
Meira

bb.is | 26.09.16 | 11:48Húsasmiðjan opnar nýja verslun í vor

Mynd með fréttHúsasmiðjan opnar nýja verslun á Ísafirði vorið 2017 og hefur undirritað samning við Vestfirska verktaka um byggingu hins nýja húsnæðis við Æðartanga á Ísafirði. Nýja verslunin verður rúmir 1.100 fermetrar og mun sameina starfsemi Húsasmiðjunnar á Ísafirði á einn stað en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli