Frétt

bb.is | 29.07.2002 | 16:19Iðnaðarráðherra kynnti sér virkjunina í Botni og heimilaði stækkun

Birkir Friðbertsson tekur við leyfisbréfi frá Valgerði Sverrisdóttur ráðherra ásamt syni sínum og tengdadóttur, Birni Birkissyni og Helgu Guðnýju Kristjánsdóttur. Vatnshverfill og rafall í bakgrunni.
Birkir Friðbertsson tekur við leyfisbréfi frá Valgerði Sverrisdóttur ráðherra ásamt syni sínum og tengdadóttur, Birni Birkissyni og Helgu Guðnýju Kristjánsdóttur. Vatnshverfill og rafall í bakgrunni.
Valgerður skrifar undir leyfisbréfið til stækkunar virkjunarinnar við hlið stjórntölvunnar í stöðvarhúsinu.
Valgerður skrifar undir leyfisbréfið til stækkunar virkjunarinnar við hlið stjórntölvunnar í stöðvarhúsinu.
Birkir Friðbertsson situr fyrir framan stjórntölvuna en Helgi Bjarnason stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða hf. fylgist með. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra undirritar leyfisbréfið.
Birkir Friðbertsson situr fyrir framan stjórntölvuna en Helgi Bjarnason stjórnarformaður Orkubús Vestfjarða hf. fylgist með. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra undirritar leyfisbréfið.
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra kom í heimsókn að Botni í Súgandafirði á laugardaginn og kynnti sér nýju einkarafstöðina sem þar hefur verið komið upp. Jafnframt skrifaði ráðherra undir leyfisbréf fyrir stækkun virkjunarinnar úr 400 kW í 550 kW. Nú þegar liggur fyrir að rennsli að virkjuninni hefur verið meira en áætlanir gerðu ráð fyrir og var því sótt um stækkunarleyfi til að geta nýtt virkjunina með fullu afli. Með heimsókninni gafst ráðherra tækifæri til að kynnast af eigin raun hvernig staðið var að undirbúningi og byggingu á einkarafstöð sem þessari. Ráðherrann ásamt fylgdarliði notaði tækifærið í heimsókn sinni til Orkubús Vestfjarða og skoðaði mannvirkin í Botni og ræddi við eigendur virkjunarinnar þar.
Fyrir rúmu ári eða 14. júní 2001 veitti iðnaðarráðherra leyfi til að reisa og reka allt að 400 kW vatnsaflsvirkjun í Botni. Virkjunin var tilbúin um hálfu ári síðar eða í janúarmánuði í vetur, eins og hér var greint frá á sínum tíma. Reiknað var með að virkjunin gæti skilað að jafnaði um 200 kW yfir köldustu mánuðina og meira þegar nóg vatn væri til staðar. Vélbúnaður og rafbúnaður stöðvarinnar var keyptur stærri en umrætt leyfi er fyrir. Meðal annars var sett greinistykki á þrýstivatnspípuna að stöðvarhúsinu til að geta bætt við aukarennsli úr nærliggjandi lækjum seinna meir ef efni og ástæða væru til.

Í máli Birkis Friðbertssonar, bónda í Birkihlíð í Súgandafirði, eins aðaleigenda virkjunarinnar, kom fram að mesta vinnan og erfiðleikarnir hafa verið kringum leyfisveitingar af ýmsu tagi, löggildingu og lánafyrirgreiðslu. Kaup á búnaði frá útlöndum, hönnun mannvirkja, bygging virkjunarinnar sjálfrar og samningar um orkusölu til Orkubús Vestfjarða gengu fljótt og vel. Hér er um að ræða merkilegt frumkvöðlastarf sem aðrir geta lært af. Telja verður mikið afrek að geta byggt þetta stóra virkjun á eigin rammleik og ekki síst að geta fjármagnað stofnkostnað upp á um 50 milljónir króna.

Til þess að geta komið öllum lánum yfir á hagstæðari langtímalán skorti veð og urðu eigendurnir að leggja til veð í bújörðinni sjálfri. Að mati viðkomandi sjóða og lánastofnana var einungis stöðvarhúsið veðhæft sem nemur fasteignarmati, en ekki búnaður í stöðvarhúsi, þrýstivatnspípa eða inntaksmannvirki né heldur rannsóknir og hönnun, sem eru stærsti hlutinn af fjárfestingunni. Mikil veðsetning jarða vegna annarra framkvæmda gæti komið í veg fyrir frekari lántöku á bújörðunum sjálfum og hamlað þannig nauðsynlegum framförum á þessum vettvangi. Engin langtímalán fengust fyrr en virkjunin var komin í rekstur.

Þótti ráðherra áhugavert að heyra að sparisjóðurinn á svæðinu skuli hafa haft trú á verkefninu og veitt nauðsynleg lán fyrir kaupum á búnaði og framkvæmdum þar til langtímalán fengust hjá lánasjóðum og Byggðastofnun. Ekki síst virðist þetta umhugsunarvert í ljósi umræðunnar þessa dagana um að sparisjóðirnir verði hugsanlega yfirteknir af stórum lánastofnunum sem tengjast ekki viðkomandi byggðum á neinn hátt.

Í lok heimsóknarinnar skrifaði ráðherra undir leyfisbréf fyrir stækkun virkjunarinnar úr 400 kW í 550 kW. Til gamans má geta þess að virkjunin framleiddi 535 kW í þann mund þegar skrifað var undir. Myndirnar frá undirritun og afhendingu leyfisbréfsins tók Sölvi R. Sólbergsson (smellið á númerin undir aðalmyndinni til að skoða fleiri myndir).

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli