Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 14:16Gengið á Kaldbak, hæsta fjall Vestfjarða

„Vestfirsku alparnir“ séðir á loftmynd sem tekin er yfir Arnarfirði. Rétt til hægri við miðja mynd er Hrafnseyri en utar með firðinum er Auðkúla. Þjóðvegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur upp dalinn hægra megin á myndinni. Þeir sem ætla að ganga á Kaldbak aka út með firðinum fram hjá Auðkúlu og allmiklu lengra með ströndinni út í Fossdal. Ljósmyndir: Hjálmar R. Bárðarson.
„Vestfirsku alparnir“ séðir á loftmynd sem tekin er yfir Arnarfirði. Rétt til hægri við miðja mynd er Hrafnseyri en utar með firðinum er Auðkúla. Þjóðvegurinn upp á Hrafnseyrarheiði liggur upp dalinn hægra megin á myndinni. Þeir sem ætla að ganga á Kaldbak aka út með firðinum fram hjá Auðkúlu og allmiklu lengra með ströndinni út í Fossdal. Ljósmyndir: Hjálmar R. Bárðarson.
Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.
Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.
Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.
Á þessari mynd er horft inn Haukadal í Dýrafirði. Kollurinn til vinstri á myndinni er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, en fjallsgnípan til hægri er Kolturshorn.
Fjallgarðurinn mikli og hrikalegi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, vestan Hrafnseyrarheiðar þar sem þjóðvegurinn liggur í rúmlega 550 metra hæð yfir sjó, er stundum nefndur Vestfirsku alparnir. Sumir segja að nafngift þessi sé komin frá Hallgrími Sveinssyni staðarhaldara á Hrafnseyri. Meðal fjalla á þessu svæði er Kaldbakur, hæsta fjall Vestfjarða, sem rís upp frá botni Haukadals í Dýrafirði.
Kaldbakur telst 998 metrar á hæð, þannig að meðalmaður sem stendur þar á tindi og réttir upp höndina kemur henni í þúsund metra hæð yfir sjávarmál. Sá fyrirvari skal hafður hér, að hæð fjallsins mun hafa verið mæld fyrir nær hálfri öld og segja fróðir menn um þessi efni, að hugsanlega geti skakkað nokkrum metrum til eða frá ef hæðin yrði mæld með þeirri tækni sem nú er notuð. Væntanlega yrðu sumir Vestfirðingar harla glaðir ef Kaldbakur reyndist fullur kílómetri á hæð.

Auðvelt er að ganga á Kaldbak, þrátt fyrir hæðina, og hann er sléttur að ofan. Útsýni er stórfenglegt og gestabók er geymd í vörðu þar sem fjallið er hæst.

Best er að ganga á Kaldbak Arnarfjarðarmegin eða úr Fossdal sem liggur á milli stórbýlanna fornu, kirkjustaðarins að Álftamýri og Stapadals, en þeir bæir eru nú báðir í eyði. Til að komast út í Fossdal er ekið sem leið liggur frá Þingeyri yfir Hrafnseyrarheiði og beygt út með Arnarfirði til vesturs við bæinn Auðkúlu (vegamótin rétt hjá Hrafnseyri).

Rétt fyrir utan Auðkúlu er farið framhjá Tjaldanesdal en í honum eru „innviðir“ elstu megineldstöðvar Íslands, Tjaldaneseldstöðvarinnar, sem er um 14 milljón ára gömul. Í fjallinu utan til við Tjaldanesdalinn má sjá keiluganga sem þekktir eru í námunda við nokkrar gamlar eldstöðvar hér á landi. Ekið er eftir Baulhúsaskriðum fram hjá eyðibýlinu Baulhúsum og áfram hjá Hlaðsbót þar sem stunduð var lausakaupmennska, útgerð og fiskvinnsla fyrr á tímum. Áfram er haldið fram hjá Álftamýri og beygt inn í Fossdal og bíllinn skilinn eftir í botni dalsins.

Úr botni Fossdals er auðveldast að ganga á Kaldbak. Fyrst er gengið upp í skarð sem er á milli Fossdals í Arnarfirði og Meðaldals í Dýrafirði. Skarð þetta er í um 550 m hæð. Þaðan er fjallsöxlinni fylgt alla leið upp á topp. Þetta getur ekki talist mjög krefjandi ganga en tekur samt í. Um nokkra lága kletta er að fara en ekkert sem orð er á gerandi.

Gangan upp gæti tekið um einn og hálfan klukkutíma, allt eftir formi hvers og eins. Af Kaldbaki er afar víðsýnt og auðvelt er að telja sér trú um að þaðan sjáist til Grænlands. Arnarfjörður og Dýrafjörður blasa við á sína hönd hvor hið næsta en sjóndeildarhringurinn er mjög víður.

Í Arnarfirði má meðal annars sjá Ketildali, Suðurfirðina sem varðaðir eru af Hornatánum og Langanesið þar sem sýslumörk liggja milli Barðarstrandarsýslu og Ísafjarðarsýslu. Í vestur má sjá Kópinn, Blakkinn og núpana við Víkurnar. Í suðvestri eru Látrabjarg og Skarðanúpurinn þar sem Napinn gnæfir upp úr.

Dýrafjarðarmegin blasir við Fjallaskagi þar sem útræði Dýrfirðinga var öldum saman, Barðinn, Gnúpurinn (Núpur), Mýrar og Gemlufall. Beint undir fótum manns liggur Haukadalur, aðalsögusvið hinnar magnþrungnu Gísla sögu Súrssonar. Í norðaustri allfjarri sér á Drangajökul, sunnan til við hann á Kaldbaksfjöllin á Ströndum og yfir Húnaflóann á fjöllin þar.

Í suðri er Snæfellsnes með sínum fjölbreytta fjallgarði og Jöklinum dulmagnaða yst. Þegar nóg hefur verið litast um héðan af þaki Vestfjarða, rifjuð upp örnefni og sögubrot og nestinu gerð skil, er haldið af stað niður og farin sama leið niður í skarðið. Úr skarðinu er síðan gengið eftir fjallshlíð og yfir í annað fjallaskarð (Kvennaskarð) sem er á milli Kirkjubólsdals í Dýrafirði og Fossdals. Þaðan er gengið að bæjum niður í Kirkjubólsdal. Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að fylgja tröllagötunum að Múla og ljúka göngunni þar í öðrum firði en hún var hafin.

Svo er bara að sækja bílinn ...

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli