Frétt

Á ferð um Vestfirði 2002 | 27.06.2002 | 13:55Í slóð Hannesar Hafstein – söguferð í Dýrafirði

Minnisvarðinn sem reistur var við tóftir Bessastaða haustið 1999. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi og válegi atburður gerðist einni öld fyrr.
Minnisvarðinn sem reistur var við tóftir Bessastaða haustið 1999. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi og válegi atburður gerðist einni öld fyrr.
Hannes Hafstein.
Hannes Hafstein.
Hannes Hafstein.
Hannes Hafstein.
Rúmlega öld er liðin frá þeim atburði, þegar skipverjar á breska togaranum Royalist, sem var við ólöglegar veiðar í landhelgi inni á Dýrafirði, drekktu þremur mönnum af íslenskum árabát. Sex manns voru á bátnum og hefðu togaramenn eflaust banað hinum þremur líka hefði hjálp ekki borist úr landi. Einn þeirra þriggja sem af komust var Hannes Hafstein, sýslumaður Ísfirðinga, sem rúmum fjórum árum síðar varð fyrsti íslenski ráðherrann.
Þórir Örn Guðmundsson svæðisleiðsögumaður á Þingeyri hefur skipulagt fjögurra klukkustunda ferð, sem hann nefnir Í slóð Hannesar Hafstein. Þar er þessa sögufræga atburðar minnst og sagan rakin eftir því sem förinni vindur fram. Fyrsta ferðin í sumar og hugsanlega sú eina á þessu ári verður laugardaginn 15. júní og verður lagt upp þaðan sem grasbýlið Bessastaðir stóð á norðurströnd Dýrafjarðar.

Fyrsta varðskip Íslendinga var árabátur

Atburður þessi á Dýrafirði varð 10. október 1899. Hann telst marka upphaf baráttu Íslendinga sjálfra fyrir verndun landhelgi sinnar en árabáturinn sem hér um ræðir má með réttu kallast fyrsta varðskip Íslendinga. Hann nefndist þá Meiragarðsbáturinn, kenndur við bæinn Meira-Garð í Mýrahreppi í Dýrafirði, en heitir nú Ingjaldur og er varðveittur í Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði. Bát þennan smíðaði Bjarni Ólafsson smiður á Þingeyri.

Fyrir þremur árum, þegar öld var liðin frá þessum sögulega viðburði, var hans minnst með gerð minnisvarða sem valinn var staður við tóftir býlisins Bessastaða, skammt austan við Mýrar í Dýrafirði. Þaðan sér vel yfir allt sögusviðið og þar leggur sögumaðurinn og leiðsögumaðurinn Þórir Örn Guðmundsson jafnframt upp í ferðina Í slóð Hannesar Hafstein. Höfundur minnisvarðans er Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður á Ísafirði, en forgöngu að gerð hans áttu afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Bessastöðum, en hann var formaður á bátnum og einn þeirra sem fórust. Hinir voru Jón Þórðarson, Meira-Garði, og Guðmundur Jónsson, Lækjarósi.

Nilsson skipstjóri og örlög hans

Togarinn Royalist H 426 var frá Hull en skipstjóri var sænskur maður, Nilsson að nafni. Fiskilóðsinn á Royalist var íslenskur maður, búsettur á Suðurnesjum, en aðrir í áhöfninni voru af ensku, sænsku og dönsku þjóðerni.

Nilsson skipstjóri er talinn hafa farist tveimur árum síðar með allri áhöfn sinni þegar annar togari frá sömu útgerð týndist í ofsaveðri út af Grindavík. Heimildir herma að lík allra skipverja nema Nilssons hafi rekið og hlotið leg í vígðri mold. Aðrar sagnir greina að lík hans hafi fundist en höfuðið vantað á það. Hvað sem því líður, þá var talið hér vestra (og víðar um land) að Nilsson hefði hlotið makleg málagjöld fyrir tilverknað æðri máttarvalda.

Þessi atburður fyrir liðugri öld hefur með réttu orðið sögufrægur og hefur víða verið fjallað um hann og eftirmál hans. Ágangur erlendra togara í íslenskri landhelgi var mikill um þessar mundir, en hún var þá þrjár sjómílur. Heita má, að togararnir hafi verið að veiðum allt uppi í landsteinum inni á fjörðum og fengu dönsk varðskip, sem önnuðust landhelgisgæslu hér við land, lítið að gert.

„OJALI“

Royalist hafði verið að veiðum uppi í landsteinum Dýrafjarðar í nokkra daga og höfðu skipverjar hulið hluta nafns og númers til að villa á sér heimildir, þannig að við blasti nafnið OJALI í stað Royalist. Þegar heimamönnum var meira en nóg boðið að kvöldi 9. október sendi hreppstjórinn á Þingeyri mann á fund sýslumannsins á Ísafirði, Hannesar Hafstein, til að leita aðstoðar hans.

Daginn eftir kom Hannes að Mýrum í Dýrafirði til hreppstjórans þar. Togarinn var þá enn að veiðum skammt undan landi, á skarkolamiðum fram af Haukadalsbótinni handan fjarðar, í stefnu frá Mýrum að Sveinseyri við sunnanverðan Dýrafjörð. Síðdegis kom Meiragarðsbáturinn úr róðri og lenti við Hrólfsnaust, nokkru utan við Mýrar. Sýslumaður var þá þar fyrir og skipaði bátsverjum, sem voru fimm talsins, að flytja sig og fylgdarmann sinn út að togaranum, en þeir gerðu sér grein fyrir hættunni og voru tregir til. Einn þeirra hafði dreymt illa og neitaði hann að fara, en fjórir létu til leiðast og létu þrír þeirra lífið í þessari sjóferð.

Enginn syndur nema sýslumaður

Þegar út að togaranum kom náðu bátsverjar taki á vír sem lá niður með skipshlið en sýslumaður sýndi embættiseinkenni sín og skoraði á skipstjóra að gefa sig fram og leyfa uppgöngu á tog

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli