Frétt

bb.is | 14.06.2002 | 16:21Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur hátíðarræðu á Hrafnseyri

Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Séð af hlaðinu á Hrafnseyri.
Séð af hlaðinu á Hrafnseyri.
Venju samkvæmt mun Hrafnseyrarnefnd standa fyrir hátíðarhöldum á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Hefst dagskráin með hátíðarmessu í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar kl. 14. Þar messar sr. Stína Gísladóttir, sóknarprestur í Holtsprestakalli, og Kirkjukór Þingeyrarkirkju syngur undir stjórn Sigurðar G. Daníelssonar organista. Hátíðarsamkoma hefst kl. 15 og verður hún í Bælisbrekku ef veður leyfir. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra flytur hátíðarræðu og Hrólfur Sæmundsson skemmtir gestum með óperusöng. Öllum gestum verður síðan boðið í veislukaffi á vegum Hrafnseyrarnefndar í burstabæ Jóns Sigurðssonar. Verður kaffið drukkið á pallinum utan dyra ef veður leyfir.
Í burstabænum verður þennan dag opnuð samsýning listafólksins Elísabetar Haraldsdóttur, Auðar Vésteinsdóttur og Þórðar Hall, en þau eru öll af vestfirskum ættum. Sýning þeirra verður í bænum í allt sumar. Safn Jóns Sigurðssonar verður venju samkvæmt opnað á þjóðhátíðardaginn. Safnið verður opið alla daga í sumar kl. 13-20 og á öðrum tímum eftir samkomulagi.

Á annarri myndinni sem fylgir þessari frétt (smellið á myndina til að stækka hana) er Hrafnseyrarstaður með minnisvarða (bautastein) Jóns Sigurðssonar í forgrunni. Minnisvarðinn var reistur árið 1911 þegar hundrað ár voru liðin frá fæðingu Jóns. Á steininum er eirskjöldur með andlitsmynd Jóns eftir Einar Jónsson myndhöggvara. Í húsinu til vinstri á myndinni er m.a. Safn Jóns Sigurðssonar en fyrir miðri mynd er endurgerður fæðingarbær hans.

Á mynd nr. 2 (smellið á svarta reitinn með tölustafnum undir myndinni) er horft af Hrafnseyrarhlaði yfir lognkyrran Arnarfjörð. Til vinstri á myndinni er Langanes sem klýfur fjörðinn innanverðan en niðri á túninu er bautasteinn Jóns Sigurðssonar.


Hrafnseyri við Arnarfjörð – safn og sögustaður

Hrafnseyri við Arnarfjörð er einn af merkustu og jafnframt helgustu sögustöðum Íslands. Þar bjó fyrir um 800 árum Hrafn Sveinbjarnarson, eitt af helstu stórmennum og göfugmennum landsins. Hann er talinn fyrsti menntaði læknirinn á Íslandi og nam fræði sín á Ítalíu.

Í seinni tíð er Hrafnseyrar einkum minnst vegna þess, að þar fæddist sjálfstæðisleiðtogi Íslendinga á nítjándu öld, Jón Sigurðsson, sem jafnan er nefndur Jón forseti. Hann var þó ekki forseti Íslands, heldur var hann forseti Kaupmannahafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags og einnig löngum Alþingisforseti. Fæðingardagur Jóns var 17. júní 1811 og þótti sjálfsagt að afmælisdagur hans yrði þjóðhátíðardagur Íslendinga.

Hrafnseyri var og er kirkjustaður. Núverandi kirkja þar er meira en aldargömul, vígð árið 1886. Þar rétt hjá stendur nú endurbyggður fæðingarbær Jóns Sigurðssonar, reistur fyrir fáum árum samkvæmt því sem menn telja sannast og réttast og reyndar liggja merkilegar heimildir þar að baki. Í hinum nýbyggða tveggja alda gamla burstabæ er veitingasala á sumrum. Þar er gestum á hverju ári boðið að taka þátt í gestaþraut og fá fjölmargir sem leysa hana senda góða bók um næstu jól.

Á Hrafnseyri er einnig Safn Jóns Sigurðssonar, þar sem getur að líta nokkra gripi úr eigu Jóns og myndir úr sögu hans. Staðurinn að Hrafnseyri er helgur í sögu Íslands. Fyrsti formaður Hrafnseyrarnefndar, sem skipuð var til að auka veg staðarins, var Ásgeir Ásgeirsson, forseti Íslands. Hins vegar var það fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur í stöðu forseta Íslands að opna Safn Jóns Sigurðssonar árið 1980.

Staðarhaldari á Hrafnseyri hefur um langt árabil verið Hallgrímur Sveinsson, fyrrum skólastjóri, og hefur hann verið vakinn og sofinn yfir velferð staðarins og framgangi. Það má teljast athyglisvert, að á Hrafnseyri er til heimilis bókaforlag Hallgríms, sem heitir því einfalda nafni Vestfirska forlagið. Bókaforlag þetta (Hallgrímur) hefur á liðnum árum gefið út fjölda bóka sem snerta sögu og menningu á Vestfjörðum og fer vegur þess vaxandi með hverju ári.

Ofan við Hrafnseyri gnæfir Ánarmúli, svipmikið fjall. Nafngiftina má rekja til þess að Án rauðfeldur Grímsson settist fyrstur manna að hér á Eyri við Arnarfjörð, ef marka má Landnámabók. Nafnið Hrafnseyri (Rafnseyri) fékk staðurinn miklu seinna þegar farið var að kenna hann við Hrafn Sveinbjarnarson sem áður er getið (um 1200). Landnáma segir að landnámsmaðurinn Án rauðfeldur hafi fyrst búið í Dufansdal við Arnarfjörð en þar þótti Grelöðu konu hans „illa ilmað úr jörðu“. Eftir það keypti Án lönd öll milli Langaness og Stapa af Erni þeim sem nam Arnarfjörð, frænda Geirmundar heljarskinns. Örn fluttist norður í Eyjafjörð en Án rauðfeldur og Grelöð settust að á Eyri. Þar þótti Grelöðu „hunangsilmur úr grasi“.

Við Hrafnseyrarána, niður af núverandi Hrafnseyr

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli