Frétt

bb.is | 12.06.2002 | 17:07Söguferð í slóð Hannesar Hafstein og válegs atburðar minnst

Hannes Hafstein sýslumaður.
Hannes Hafstein sýslumaður.
Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Minnisvarðinn við tóftir Bessastaða. Séð yfir Dýrafjörðinn þar sem hinn sögulegi atburður gerðist einni öld fyrr. Myndina tók Hrafn Snorrason 10. október 1999, daginn þegar minnisvarðinn var reistur og aldarafmælisins minnst.
Rúmlega öld er liðin frá þeim atburði, þegar skipverjar á breska togaranum Royalist, sem var við ólöglegar veiðar á Dýrafirði, drekktu þremur mönnum af íslenskum árabát. Sex voru á bátnum og hefðu togaramenn eflaust banað hinum þremur líka hefði hjálp ekki borist úr landi. Einn þeirra sem af komust var Hannes Hafstein, sýslumaður Ísfirðinga, sem nokkrum árum síðar varð fyrsti íslenski ráðherrann. Þórir Örn Guðmundsson, svæðisleiðsögumaður á Þingeyri, hefur skipulagt fjögurra klukkustunda ferð, sem hann nefnir Í slóð Hannesar Hafstein. Þar er þessa sögufræga atburðar minnst og sagan rakin eftir því sem förinni vindur fram. Fyrsta ferðin í sumar og hugsanlega sú eina á þessu ári verður núna á laugardaginn, 15. júní, og verður lagt upp þaðan sem grasbýlið Bessastaðir stóð á norðurströnd Dýrafjarðar.
Fyrsta varðskip Íslendinga var árabátur

Atburður þessi á Dýrafirði varð 10. október 1899. Hann telst marka upphaf baráttu Íslendinga sjálfra fyrir verndun landhelgi sinnar. Árabáturinn sem hér um ræðir má með réttu kallast fyrsta varðskip Íslendinga. Hann nefndist þá Meiragarðsbáturinn, kenndur við bæinn Meira-Garð í Mýrahreppi í Dýrafirði, en heitir nú Ingjaldur og er varðveittur í Sjóminjasafni Íslands í Hafnarfirði. Bát þennan smíðaði Bjarni Ólafsson, smiður á Þingeyri.

Fyrir tæpum þremur árum, þegar öld var liðin frá þessum sögulega viðburði, var hans minnst með gerð minnisvarða sem valinn var staður við tóftir býlisins Bessastaða, skammt austan við Mýrar í Dýrafirði (sjá mynd nr. 2). Þaðan sér vel yfir allt sögusviðið og þar leggur sögumaðurinn og leiðsögumaðurinn Þórir Örn Guðmundsson jafnframt upp í ferðina Í slóð Hannesar Hafstein.

Höfundur minnisvarðans er Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður á Ísafirði, en forgöngu að gerð hans áttu afkomendur Jóhannesar Guðmundssonar, bónda á Bessastöðum, sem var formaður á bátnum og einn þeirra sem fórust. Hinir voru Jón Þórðarson, Meira-Garði, og Guðmundur Jónsson, Lækjarósi.

Nilsson skipstjóri og örlög hans

Togarinn Royalist H 426 var frá Hull en skipstjóri var sænskur maður, Nilsson að nafni. Fiskilóðsinn á Royalist var íslenskur, búsettur á Suðurnesjum, en aðrir í áhöfninni voru af ensku, sænsku og dönsku þjóðerni. Nilsson skipstjóri er talinn hafa farist tveimur árum síðar með allri áhöfn sinni þegar annar togari frá sömu útgerð týndist í ofsaveðri út af Grindavík.

Heimildir herma að lík allra skipverja nema Nilssons hafi rekið og hlotið leg í vígðri mold. Aðrar sagnir greina að lík hans hafi fundist en höfuðið vantað á það. Hvað sem því líður, þá var talið hér vestra (og víðar um land) að Nilsson hefði hlotið makleg málagjöld fyrir tilverknað æðri máttarvalda.

Þessi atburður fyrir liðugri öld hefur með réttu orðið sögufrægur og hefur víða verið fjallað um hann og eftirmál hans. Ágangur erlendra togara í íslenskri landhelgi var mikill um þessar mundir, en hún var þá þrjár sjómílur. Heita má, að togararnir hafi verið að veiðum allt uppi í landsteinum inni á fjörðum og fengu dönsk varðskip, sem önnuðust landhelgisgæslu hér við land, lítið að gert.

„OJALI“

Royalist hafði verið að veiðum uppi í landsteinum Dýrafjarðar í nokkra daga og höfðu skipverjar hulið hluta nafns og númers til að villa á sér heimildir, þannig að við blasti nafnið OJALI í stað ROYALIST. Þegar heimamönnum var meira en nóg boðið að kvöldi 9. október sendi hreppstjórinn á Þingeyri mann á fund sýslumannsins á Ísafirði, Hannesar Hafstein, til að leita aðstoðar hans.

Daginn eftir kom Hannes að Mýrum í Dýrafirði til hreppstjórans þar. Togarinn var þá enn að veiðum skammt undan landi, á skarkolamiðum fram af Haukadalsbótinni handan fjarðar, í stefnu frá Mýrum að Sveinseyri við sunnanverðan Dýrafjörð. Síðdegis kom Meiragarðsbáturinn úr róðri og lenti við Hrólfsnaust, nokkru utan við Mýrar. Sýslumaður var þá þar fyrir og skipaði bátsverjum, sem voru fimm talsins, að flytja sig og fylgdarmann sinn út að togaranum, en þeir gerðu sér grein fyrir hættunni og voru tregir til. Einn þeirra hafði dreymt illa og neitaði hann að fara, en fjórir létu til leiðast og létu þrír þeirra lífið í þessari sjóferð.

Enginn syndur nema sýslumaður

Þegar út að togaranum kom náðu bátsverjar taki á vír sem lá niður með skipshlið. Sýslumaður sýndi embættiseinkenni sín og skoraði á skipstjóra að gefa sig fram og leyfa uppgöngu á togarann. Viðbrögð togaramanna voru þau, að nokkrir skóku barefli og létu ófriðlega við borðstokkinn og einn skaut ár að sýslumanni en hitti ekki. Síðan var skyndilega slakað á togvírunum, þannig að annar þeirra lenti á bátnum og allir sem í honum voru lentu í sjónum.

Sýslumaður var sá eini sem var syndur en hann var kappklæddur og í stígvélum og átti því erfitt með að koma félögum s

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli