Frétt

bb.is | 25.05.2002 | 15:0424 stúdentar brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði

Allir nemendur Menntaskólans á Ísafirði sem brautskráðust í dag ásamt Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara.
Allir nemendur Menntaskólans á Ísafirði sem brautskráðust í dag ásamt Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara.
Stúdentarnir 24 sem brautskráðust í dag ásamt skólameistara.
Stúdentarnir 24 sem brautskráðust í dag ásamt skólameistara.
Sandra Dís Steinþórsdóttir „dux scholae“ flytur ávarp við útskriftina í dag.
Sandra Dís Steinþórsdóttir „dux scholae“ flytur ávarp við útskriftina í dag.
Fjórir af þeim fimm iðnnemum sem brautskráðust í dag ásamt kennurunum Snorra Hermannssyni og Tryggva Sigtryggssyni.
Fjórir af þeim fimm iðnnemum sem brautskráðust í dag ásamt kennurunum Snorra Hermannssyni og Tryggva Sigtryggssyni.
Vélaverðirnir fimm sem luku 2. stig vélstjórnarnámi ásamt kennurunum Gylfa Gunnarssyni og Guðmundi Einarssyni.
Vélaverðirnir fimm sem luku 2. stig vélstjórnarnámi ásamt kennurunum Gylfa Gunnarssyni og Guðmundi Einarssyni.
Ellefu af þeim tólf nemendum sem luku námi á 2ja ára viðskiptabraut.
Ellefu af þeim tólf nemendum sem luku námi á 2ja ára viðskiptabraut.
Nemendur fluttu tónlistaratriði við úrskriftarathöfnina í Ísafjarðarkirkju.
Nemendur fluttu tónlistaratriði við úrskriftarathöfnina í Ísafjarðarkirkju.
Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 32. sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju í dag. Að þessu sinni voru brautskráðir 45 nemendur, þar af 24 stúdentar. Fjórir stúdentar útskrifuðust af hagfræðibraut, níu af mála- og samfélagsbraut og ellefu af náttúrufræðibraut. Dúx skólans í ár er Sandra Dís Steinþórsdóttir, stúdent af náttúrufræðibraut með einkunnina 9,16. Í dag útskrifuðust einnig fimm iðnnemar, fimm vélaverðir með 2. stigs vélstjórnarnám og tólf nemendur af 2ja ára viðskiptabraut. Um síðustu áramót brautskráðust 16 nemendur frá skólanum, þar af níu stúdentar og hafa því 59 nemendur útskrifast frá skólanum í vetur.
Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari MÍ kom m.a. inn á sérstakt stefnumótunarstarf innan skólans í skýrslu sinni. „Í upphafi skólaársins var ráðist í sérstakt stefnumótunarstarf innan skólans. Haldinn var starfsdagur með kennurum og skólanefndarmönnum um stefnumótun skólans í októbermánuði, og fór þátttaka starfsfólks fram úr vonum. Árangur þeirrar vinnu er nú smám saman að koma í ljós, og vert er að fram komi, að kennarar og annað starfsfólk skólans hafa gengið til þessa verks af þakkarverðum áhuga og faglegum metnaði. Þessu starfi var fram haldið nú í vor með árangursstjórnunarnámskeiði sem haldið var fyrir alla starfsmenn, og því að lokum fylgt með frammistöðumati og starfsmannaviðtölum við alla starfsmenn skólans við lok vorannar. Eftir þessari vinnu innan skólans hefur verið tekið, því fyrr í þessari viku barst skólanum bréf frá nefnd um val á ríkisstofnun til fyrirmyndar 2002. Þar er mikið lof borið á skólann fyrir innra starf og stjórnunarhætti sem að mati nefndarinnar bera vott um „metnaðarfullt og kröftugt starf sem þegar sé farið að skila sér í bættum rekstri,“ eins og segir í bréfinu.“

Segir skólameistari slíkt lof vera skólanum mikil hvatning til frekari dáða og vítamínsprauta fyrir starfsfólk hans og stjórnendur. „Það ætti sömuleiðis að vera samfélagi okkar hér vestra hvatning til þess að standa með þessari helstu menntastofnun þessa landsfjórðungs, því margir þurfa að leggjast á eitt til þess að skólinn geti staðið undir væntingum. Viðhorf samfélagsins til menntaskólans ásamt baráttuvilja þeirra sem að honum standa, eru lykilatriði í velferð hans og það skiptir máli hverjir koma þar að verki.“

Ýmsar nýjungar hafa verið á döfinni varðandi námsframboð skólans í vetur. Skólinn hefur undanfarið ár tekið öðru sinni þátt í Comeniusar-verkefni, en það er fjölþjóðlegt verkefni í samstarfi við Frakkland og Spán þar sem nemendur frá þátttökulöndum hafa sett upp heimasíðu þar sem þau fjalla um land sitt og þjóð úr frá ýmsum sjónarhornum. „Á vorönn var boðið upp á almennt meistaranám í kvöldskóla og hafa 16 nemendur notfært sér það. Grunndeild tréiðna, sem óttast var að legðist niður vegna dræmrar eftirspurnar á síðasta ári, hefur verið starfrækt á vorönn, en framtíð deildarinnar er óljós sem stendur, þar sem aðsóknin stendur enn í járnum. Þá er vert að geta þess að skólinn hefur hug á að auka valmöguleika í listnámi og ferðamálafræðum, og hefur í því skyni sótt um til menntamálaráðuneytisins að fá að starfrækja listnámsbraut og ferðamálabraut frá og með næsta hausti. Svar við þeirri málaleitan hefur þó enn ekki borist,“ sagði skólameistari m.a. í skýrslu sinni.

Í lok ræðu sinnar sagði Ólína: „Innra starf skólans byggir að sjálfsögðu á veraldlegum ytri skilyrðum, og það er ekkert leyndarmál að undanfarin ár hefur fjárhagsstaða Menntaskólans verið afar erfið, einkum eftir að gerðar voru breytingar á fjármálaumhverfi framhaldsskólanns með tilkomu hins svokallaða reiknilíkans. Þegar sú sem hér stendur tók við stjórn skólans um mitt síðasta ár hafði bókhaldi hans verið lokað, áramótin á undan, með um 12 milljóna króna halla. Nú hefur rofað til í þessum efnum. Um nýliðin áramót skilaði skólinn 4 milljóna króna rekstrarafgangi, og er stefnt að því að skila rekstrinum í jafnvægi, þ.e.a.s. á sléttu, í lok þessa árs.

Skólinn á sem betur fer marga velunnara og hollvætti, þar á meðal ýmis fyrirtæki og félagasamtök sem hafa fært honum gjafir. Fyrir það er hér með þakkað. Það er og vert, að nota þetta tækifæri til þess að gera grein fyrir rausnarlegu framtaki hjónanna Maríasar Þ. Guðmundssonar og Málfríðar Finnsdóttur, sem nú hafa stofnað sjóð til að koma upp minnisvarða um Jón Sigurðsson forseta, á lóð Menntaskólans á Ísafirði. Hafa þau hjón lagt fram eina milljón króna til að hrinda þessu máli úr vör,“ sagði skólameistari.

Alls stunduðu 350 nemendur nám við Menntaskólann á Ísafirði í vetur, þar af um 280 í dagskóla en 70 í öldungadeild. Aðsókn að skólanum hefur verið góð og betur horfir með kennararáðningar

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli