Frétt

| 22.04.2001 | 12:16Hvað er verið að vernda?

Í Reykjavíkurbréfi í Morgunblaðinu í dag, ritstjórnargrein blaðsins á sunnudögum, er fjallað mjög ítarlega um vöruverð á Íslandi, einkum verðlagningu á grænmeti og ávöxtum. Hér eru kaflar úr greininni:

Nú hefur skýrsla Samkeppnisráðs um heildsöludreifingu á ávöxtum og grænmeti og ákvörðun þess um að sekta þrjú fyrirtæki um samtals 105 milljónir króna fyrir brot á ákvæðum Samkeppnislaga um verðsamráð og markaðsskiptingu, vakið miklar umræður um sölu á ávöxtum og grænmeti sérstaklega en jafnframt um matvörumarkaðinn og þróun hans almennt.

Lengi hefur gætt reiði meðal almennings vegna hás verðs á ávöxtum og grænmeti, hárra verndartolla og að sumra mati lélegra gæða á þessum matvörum. Stjórnmálamenn hafa réttlætt hina háu verndartolla með því að nauðsynlegt væri að vernda innlenda framleiðendur. Eftir að fram eru komnar þær upplýsingar, sem fyrir liggja í skýrslu Samkeppnisstofnunar er ekki óeðlilegt að fólk spyrji hvað sé verið að vernda.
Ef kafað er dýpra ofan í málið má líka velta því fyrir sér hvers vegna meiri ástæða sé til að vernda þessa framleiðslu en aðra framleiðslustarfsemi í landinu. Við inngöngu Íslands í EFTA fyrir þremur áratugum voru tollar smátt og smátt lækkaðir með þeim afleiðingum að margvísleg framleiðslustarfsemi lagðist niður. Hvert fyrirtækið á fætur öðru hætti starfsemi. Eigendur þeirra töpuðu miklum fjármunum. Spyrja má, þótt ekki verði frekar farið út í þær umræður hér, hvaða munur sé á þeirri framleiðslustarfsemi, sem lagðist niður í kjölfar EFTA-aðildar og framleiðslu á ávöxtum og grænmeti í gróðurhúsum, svo að dæmi séu nefnd. Hvers vegna var í lagi að fataverksmiðjur lokuðu og nokkrir tugir starfsmanna þeirra misstu vinnu sína vegna þess að tollar voru lækkaðir en annarri framleiðslu verður að halda uppi með tollvernd?

Það eru áreiðanlega tvær meginástæður fyrir því, hvað skýrsla Samkeppnisráðs um heildsöludreifingu á ávöxtum og grænmeti hefur vakið mikla athygli og valdið miklu umróti. Önnur er þessi langvarandi reiði almennings vegna hás verðs á þessum matvörum, sem sérfræðingar telja hollari en ýmsar aðrar matvörur og þess vegna æskilegt að fólki borði. Hin er sú staðreynd, að Samkeppnisráð styður mál sitt með tilvitnunum í gögn, sem tekin voru við húsleit hjá aðilum málsins. Þau gögn sýna og sanna að Samkeppnisráð fer með rétt mál í öllum meginatriðum, þótt ástæða sé til að benda á, að tilvitnanir, sem teknar eru úr lengri skjölum geta verið varasamar og í sumum tilvikum gefa þær villandi mynd af efni skjals. Þess vegna hefði verið æskilegt að Samkeppnisráð hefði birt þau skjöl, sem vitnað er til, í heild í stað þess að láta tilvitnanir nægja.

Þessi gögn sýna líka, að framleiðendur á þessum vörum eiga að töluverðu leyti hlut að máli vegna aðildar sinnar að Sölufélagi garðyrkjumanna og þátttöku í mjög miðstýrðu skipulagi á þessum markaði. Þetta eru þeir sömu framleiðendur og stjórnvöld eru að verja með háum verndartollum og magntollum. Það er ekki óeðlilegt að neytendur velti því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum sé verið að vernda framleiðendur sem taka þátt í því, sem Samkeppnisráð hefur kallað „samsæri gegn neytendum“. Og hvers vegna landbúnaðarráðherra telur koma til greina að fella niður verndartolla en taka upp framleiðslustyrki í þess stað til þeirra sömu aðila.

– – –

Eftir að skýrsla Samkeppnisráðs var lögð fram er ljóst að hinn almenni borgari á Íslandi horfist í augu við einhverja mestu tilraun, sem gerð hefur verið áratugum saman til þess að koma á einokun í mikilvægri grein viðskiptalífsins með aðferðum, sem menn satt að segja óraði ekki fyrir að notaðar væru í viðskiptalífinu hér. Ef í ljós kemur, að stórmarkaðirnir eigi að einhverju leyti hlut að þessu máli verður það enn verra.

Það er hægt að skilja afstöðu margra lítilla framleiðenda, sem telja hagsmunum sínum bezt borgið með því að sameinast í sölufélagi. Það er ekkert nýtt að slíkt gerist og þeir þurfa að hugsa um það, sem að þeim snýr. Að sumu leyti má segja, að það, sem hefur verið að gerast af hálfu framleiðenda á ávöxtum og grænmeti á Íslandi og söluaðila þeirra sé svipað því sem gerðist fyrir meira en hundrað árum í Bandaríkjunum, þegar maður að nafni John D. Rockefeller barði saman í ein sölusamtök mikinn fjölda olíuframleiðenda, sem fram að þeim tíma höfðu lækkað verð hver fyrir öðrum til þess að ná sölu. En það er ástæða til að minna á, að olíueinokun Rockefellers var brotin á bak aftur með lagasetningu og einokunarhringur hans leystur upp að verulegu leyti.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, hefur skipað nefnd valinkunnra manna til þess að fara ofan í saumana á þessum málum og gera tillögur um úrbætur. Það er hefðbundin aðferð að skipa slíka nefnd. En það er áleitin spurning, hvort þetta mál er stærra en svo að nefndarskipun dugi til í þessu tilviki.

Fjölmiðlar hafa kynnzt því vel, að þeir koma yfirleitt að lokuðum dyrum hjá aðilum þessa máls. Framleiðendur tala yfirleitt ekki. Hið sama á við um þá, sem annast heilds

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli