Frétt

bb.is | 19.04.2002 | 12:07Teygjustökk valin besta myndin í ljósmyndasamkeppni bb.is

Frá afhendingu verðlaunanna í morgun. Frá vinstri: Jónas Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar, Nanný Arna Guðmundsdóttir sem fékk þriðju verðlaun, Skarphéðinn Sigurðsson sem fékk fyrstu verðlaun og Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta.
Frá afhendingu verðlaunanna í morgun. Frá vinstri: Jónas Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Bókhlöðunnar, Nanný Arna Guðmundsdóttir sem fékk þriðju verðlaun, Skarphéðinn Sigurðsson sem fékk fyrstu verðlaun og Sigurjón J. Sigurðsson, ritstjóri Bæjarins besta.
Myndin <b>Teygjustökk</b> hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Bókhlöðunnar á Ísafirði, Nýherja hf. og bb.is. Myndin er tekin á Reading tónlistarhátíðinni í Englandi árið 1997. Ljósmyndari: Skarphéðinn Sigurðsson.
Myndin <b>Teygjustökk</b> hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Bókhlöðunnar á Ísafirði, Nýherja hf. og bb.is. Myndin er tekin á Reading tónlistarhátíðinni í Englandi árið 1997. Ljósmyndari: Skarphéðinn Sigurðsson.
Myndin <b>Skautað</b> fékk önnur verðlaun. Myndin var tekin í Vatnsfirði 29. janúar sl. þegar nemendur Birkimelsskóla fengu frí í skólanum og fóru á skauta. Ljósmynd: Guðný Matthíasdóttir.
Myndin <b>Skautað</b> fékk önnur verðlaun. Myndin var tekin í Vatnsfirði 29. janúar sl. þegar nemendur Birkimelsskóla fengu frí í skólanum og fóru á skauta. Ljósmynd: Guðný Matthíasdóttir.
Myndin <b>Botn Dýrafjarðar</b> fékk þriðju verðlaun. Hún var tekin á brúnni í Dýrafirði á haustdögum 2001.
Myndin <b>Botn Dýrafjarðar</b> fékk þriðju verðlaun. Hún var tekin á brúnni í Dýrafirði á haustdögum 2001.
Skarphéðinn Sigurðsson, starfsmaður Flugfélags Íslands á Ísafjarðarflugvelli, hlaut fyrstu verðlaun í ljósmyndasamkeppni Bókhlöðunnar á Ísafirði, Nýherja hf. og bb.is sem staðið hefur yfir hér á vefnum frá því nýtt útlit vefjarins var tekið í notkun um miðjan janúar. Verðlaunamyndin ber nafnið Teygjustökk og var tekin er Skarphéðinn var á Reading tónlistarhátíðinni í Englandi árið 1997. Önnur verðlaun komu í hlut Guðnýjar Matthíasdóttur, Hamri, Vesturbyggð, en mynd hennar ber heitið Skautað og var tekin í Vatnsfirði 29. janúar sl. þegar nemendur Birkimelsskóla fengu frí í skólanum og fóru á skauta. Þriðju verðlaun fékk Nanný Arna Guðmundsdóttir á Ísafirði fyrir myndina Botn Dýrafjarðar. Myndin var tekin haustið 2001 á brúnni í Dýrafirði. Alls bárust 58 myndir í keppnina og er öllum sem sendu inn myndir þökkuð þátttakan.
Fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppninni var Canon Power Shot A20, stafræn myndavél með 2,11 milljón pixlum. Vélin er með 35-105 mm aðdráttarlinsu + 3 stafrænn aðdráttur sem er sambærilegt við 35 mm myndavélar. Verðmæti vinningsins er kr. 54.900. Í önnur verðlaun var ársáskrift að vikublaðinu Bæjarins besta að verðmæti 10.400 krónur og þriðju verðlaun voru stækkun á ljósmynd upp í 20x30 cm ásamt ramma að verðmæti kr. 3.000. Vinningahafarnir fengu verðlaunin afhent í morgun að viðstöddum fulltrúum blaðsins og Bóklöðunnar. Guðný Matthíasdóttir frá Hamri átti ekki heimangengt og fær hún því verðlaunin send. Í dómnefnd áttu sæti þeir Hrafn Snorrason, ljósmyndari hjá Bókhlöðunni, Halldór Sveinbjörnsson, ljósmyndari BB og Tóbías Sveinbjörnsson hjá Beco ehf. í Reykjavík.

Í ljósmyndaleiknum var ekkert sérstakt viðfangsefni eða þema og höfðu þátttakendur því frjálsar hendur. Í næstu viku verður kynnt ný ljósmyndasamkeppni á vegum sömu aðila. Þess skal getið að hægt verður að skoða myndirnar í keppninni inn á ljósmyndavef bb.is eftir að ný keppni er hafin. Dagana 2. og 3. maí nk. munu fulltrúar frá Nýherja hf. kynna nýjustu stafrænu myndavélarnar frá Canon í Bókhlöðunni á Ísafirði og eru allir áhugamenn um nýjustu tækni í ljósmyndun hvattir til að líta til sérfræðinganna og kanna hvað í boði er fyrir næstu keppni.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli