Frétt

bb.is | 27.02.2002 | 17:03Þorskeldi á Vestfjörðum ákjósanlegur kostur

Frá fundinum í sal Menntaskólans á Ísafirði í dag.
Frá fundinum í sal Menntaskólans á Ísafirði í dag.
Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma á Keldum, fjallaði um sjúkdóma og snýkjudýr í fiskeldi og varnir gegn þeim.
Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma á Keldum, fjallaði um sjúkdóma og snýkjudýr í fiskeldi og varnir gegn þeim.
Í dag fór fram í fyrirlestrarsal Menntaskólans á Ísafirði, fundur um stöðu og framtíðarsýn í þorskeldi á Vestfjörðum. Um sextíu manns mættu til fundarins en til hans höfðu verið boðaðir rannsóknar- og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi, þingmenn, ráðherrar, fulltrúar ráðuneyta og sveitafélaga. Auk framsögu um þorskeldi var fjallað um umhverfismál fiskeldis og sjúkdóma og snýkjudýr í fiskeldi og varnir gegn þeim, sem og kynbætur í fiskeldi.
Í framsöguræðu Hjalta Karlssonar, forstöðumanns Hafrannsóknastofnunar á Ísafirði, kom m.a. fram að tilraunir með áframeldi þorsks á Vestfjörðum hafa staðið yfir um átta ára skeið á sjö stöðum á Vestfjörðum af um þrettán stöðum á landinu. Hann sagði lengstu samfelldu tilraunirnar hafa farið fram í Skutulsfirði en einnig hefðu verið gerðar tilraunir um nokkura ára skeið í Tálknafirði og á Patreksfirði. Á síðustu þremur árum hefur yfir 70% þess eldisþorsks sem hefur komið til slátrunar, verið í eldi á Vestfjörðum eða um 54 tonn árið 2001 af um 70 tonnum á landsvísu.

Hjalti sagði aðstæður til þorskeldis í sjókvíum vera ákjósanlegar af mörgum ástæðum, m.a. nálægðar við fiskimiðin, skjólgóðra og djúpra fjarða og viðunandi hitastigs sjávar auk þess sem þekking og reynsla væri til staðar. Helsta vandamálið væri fóðrið, þ.e. loðnan, en lítið hefur veiðst af henni við Vestfirði til þessa.

Sigurjón Arason, efnafræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, kynnti tilraunir sem gerðar hafa verið á Tálknafirði með steinbít sem fóður. Sagði hann tilraunirnar hafa skilað góðum árangri og ekkert benti til að steinbíturinn væri síðri fóður en loðnan. Sigurjón sagði að reynslan hefði sýnt að notkun fiskúrgangs væri mjög góður kostur og benti í því sambandi á að þyngdaraukning eldisfisksins hefði numið rúmlega 100% á þremur mánuðum og þar hefði smáfiskurinn þyngst mest.

Þorleifur Eiríksson, forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða, fjallaði um umhverfismál fiskeldis og umhverfisathuganir á Vestfjörðum. Hann sagði umhverfismál skipa mikilvægan sess þegar farið væri út í þorskeldi í stórum stíl. Safna þyrfti upplýsingum um dýpi, strauma og hvort fyrir væru þrengsli eða þröskuldar sem hindruðu streymi vatns. Einnig þyrfti að kanna botngerð og lífríki út frá straumum, dýpi og öðrum umhverfisástæðum. „Út frá þessu er síðan hægt að áætla uppsöfnun lífrænna efna á botninum. Með því að færa eldiskvíarnar til eftir ákveðnu ferli og með marktækum rannsóknum og sýnatökum er hægt að forðast neikvæð áhrif á umhverfið,“ sagði Þorleifur.

Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf. taldi framtíðarsýn í þorskeldi á Vestfjörðum fela í sér tvö- til þreföldun framleiðslu á næstu þremur til fimm árum. Hann sagði að koma þyrfti upp miðstöð atferlis- og eldisrannsókna á Vestfjörðum svo rannsóknir gætu verið í nánau sambandi við vinnsluna.

Á fundinum fluttu einnig fyrirlestur, þeir Sigurður Helgason, fisksjúkdómafræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum, sem fjallaði um sjúkdóma og snýkjudýr í villtum þorski, Vigfús Jóhannsson, framkvæmdastjóri Stofnfisks hf. sem fjallaði um kynbætur í fiskeldi og Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma á Keldum, sem fjallaði um sjúkdóma og snýkjudýr í fiskeldi og varnir gegn þeim. Að fyrirlestrunum loknum fóru fram pallborðsumræður sem Smári Haraldsson, líffræðingur stjórnaði.

Að fundinum stóðu Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hf., Ketill Elíasson, Náttúrustofa Vestfjarða og Þórsberg ehf.

bb.is | 21.10.16 | 15:49 Fallegir hrútar draga að

Mynd með frétt Hrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli