Frétt

| 08.03.2000 | 13:12Eldfórnin gefin út á þýsku

Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.
Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur og fréttamaður.
Þýska útgáfufyrirtækið og fjölmiðlarisinn Bertelsmann hefur ákveðið að gefa út Eldfórnina, skáldsögu Vilborgar Davíðsdóttur rithöfundar og fréttamanns. Núna um mánaðamótin var Vilborgu úthlutað listamannalaunum til sex mánaða og mun það gera henni kleift að helga sig ritstörfum og ljúka nýrri skáldsögu.
Bertelsmann er stærsta forlag Þýskalands og hefur á undanförnum árum gefið út bækur íslenskra höfunda með góðum árangri. Þar má nefna bækur Einars Más Guðmundssonar og Einars Kárasonar, sem hafa fengið mjög góða dreifingu og góðar viðtökur þýskra lesenda og gagnrýnenda. Mál og menning sem gefið hefur út bækur Vilborgar hefur haft milligöngu um samninga við Bertelsmann.

Vilborg Davíðsdóttir hefur nú fengið listamannalaun fimmta árið í röð. „Það gerir mér kleift að halda áfram að skrifa bók sem ég byrjaði á í fyrra", segir hún, en þar er um að ræða sögulega skáldsögu líkt og fyrri bækur hennar. „Vonandi tekst mér að ljúka henni fyrir næsta jólabókaflóð."

Sagan sem nú er í smíðum hefur ekki hlotið nafn. „Það kemur alltaf síðast", segir Vilborg. „Börnin fá ekki nafn fyrr en þau eru fædd."

Undanfarin ár hefur Vilborg unnið með hléum sem fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni og notað hléin til ritstarfa. Hún hefur skrifað þrjár skáldsögur sem allar hafa komið út hjá Máli og menningu. Við Urðarbrunn kom út 1993, Nornadómur árið 1994 og Eldfórnin árið 1997. Tvær þær fyrri eru víkingaaldarsögur en Eldfórnin er heimildasaga sem gerist á fjórtándu öld.

Árið 1343 var ung nunna í klaustrinu að Kirkjubæ á Síðu brennd á báli. Annálum ber ekki saman um þær sakir sem bornar voru á hana en sagnir um þessa eldfórn hafa geymst með íslenskri þjóð um aldir. Vilborg hefur stuðst við tiltækar heimildir og samið um þessa atburði hörkuspennandi og listavel fléttaða skáldsögu sem Bertelsmann telur eiga erindi við fleiri en íslenska lesendur. Sagan gefur jafnframt heillandi innsýn í klausturlíf kvenna og kaþólskan tíma á Íslandi.

Vilborg Davíðsdóttir er Vestfirðingur eins og þeir gerast mestir og bestir. Þess má geta, að hún starfaði á sínum tíma sem blaðamaður á Bæjarins besta.

bb.is | 30.09.16 | 10:01 Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með frétt Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 11:48Herdís Anna í West Side Story

Mynd með fréttHerdís Anna Jónasdóttir heldur áfram að gera það gott í Þýskalandi, en hún starfar við óperuna og leikhúsið í Saarbrücken. Um helgina verður þar frumsýndur hinn vinsæli söngleikur West Side Story og er Herdís Anna þar í aðalhlutverki sem María. Uppselt ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 09:58Stórlaxasumri lokið í Langadalsá

Mynd með fréttSumarið 2016 var mikið stórlaxaár í Langadalsá. Lokatölur liggja nú fyrir en alls var landað 245 löxum og 16 sjóbleikjum þetta árið og var aflinn 66% stórlaxar eða 161 stórlax á móti 84 smálöxum. Samkvæmt grófum útreikningum var meðallengd laxins í ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 08:57Fellst á umhverfismat en leggur til skilyrði

Mynd með fréttSkipulagsstofnun hefur gefið út álit á umhverfismati Fjarðalax og Arctic Sea Farm á allt að 17.500 tonna laxeldi í Patreksfirði og í Tálknafirði. Um er að ræða stækkun um 14.500 tonn, en Fjarðalax var fyrir með 3.000 tonna leyfi og Arctic ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli