Frétt

bb.is | 12.01.2002 | 18:49BB-vefurinn endurhannaður frá grunni

Halldór Halldórsson bæjarstjóri setur fyrstu fréttina inn á nýja vefinn. Með honum eru Sigurjón J. Sigurðsson, frkvstj. H-prents ehf., sem á og rekur bb.is, og Jónatan Einarsson vefhönnuður.
Halldór Halldórsson bæjarstjóri setur fyrstu fréttina inn á nýja vefinn. Með honum eru Sigurjón J. Sigurðsson, frkvstj. H-prents ehf., sem á og rekur bb.is, og Jónatan Einarsson vefhönnuður.
Starfsfólk H-prents ehf., vikublaðsins Bæjarins besta og bb.is ásamt Jónatan Einarssyni vefhönnuði og Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra.
Starfsfólk H-prents ehf., vikublaðsins Bæjarins besta og bb.is ásamt Jónatan Einarssyni vefhönnuði og Halldóri Halldórssyni bæjarstjóra.
bb.is hefur tekið í notkun nýjan vef eins og fastir lesendur taka eflaust eftir. Hönnun og smíði hans hafa staðið yfir í nokkra mánuði. Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ, Halldór Halldórsson, sýndi vefnum og þeim sem að honum standa þann sóma að opna hann með því að setja þessa frétt inn. Það var gert í einu af elstu og fornfrægustu húsum Ísafjarðar, Faktorshúsinu í Hæstakaupstað, sem á það sameiginlegt með BB-vefnum, að hafa verið tekið í gegn frá grunni.
Vefurinn og húsið eiga það líka sameiginlegt, að hið gamla fær að halda sér, þrátt fyrir geysimiklar endurbætur. Húsið er í sinni upphaflegu mynd í flestum atriðum, eftir því sem næst hefur verið hægt að komast. Allt það efni sem safnast hefur inn á bb.is á þeim tveimur árum sem liðin eru frá opnun hans er þar enn og öllum aðgengilegt. Ef samlíkingunni er haldið áfram er helsti munurinn sá, að vefurinn er enn „í smíðum“ en húsið ekki.

Fjölmargar nýjungar eru á hinum endurhannaða BB-vef. Með gaumgæfilegri yfirferð má finna þar ótal nýjar matarholur og nýja möguleika. Til frekari glöggvunar skal notendum eindregið ráðlagt að lesa „fáein orð“ ritstjóra vefjarins (undirvefurinn Pistlar). Þar er reynt að gera nokkra grein fyrir hinum nýja vef, möguleikum sem hann býður og hugmyndum um framhaldið. Hér skal þó strax bent á, að afar æskilegt er að skjásvæðið sé stillt á 1024 x 768 pixla. Leiðbeiningar um það eru í áðurnefndri samantekt.

Frá því að fréttavefurinn bb.is var opnaður 4. janúar árið 2000 hefur tíminn liðið hratt. Viðgangur vefjarins á þessum tveimur árum hefur verið meiri en þá sem að honum standa hefði grunað. Aðsóknin hefur verið langt umfram björtustu vonir og minnir enn á þá þekktu staðreynd, að flestir Vestfirðingar eru brottfluttir Vestfirðingar. Vefurinn er lesinn í tugum þjóðlanda um allan heim, auk þess sem ljóst er að hann er regluleg skyldulesning þúsunda netverja hérlendis.

Sá vefur sem nú hefur þjónað svo vel í tvö ár var þegar í upphafi af vanefnum ger hvað tæknilegu hliðina snerti þó að tæknimaðurinn sem þá var að verki hafi unnið afar gott starf með það litla sem hann hafði í höndum. Ekki hefur upphaflegur ófullkomleiki á tæknisviðinu skánað á hraðfleygum tímum, þegar það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. Þess vegna var um tvo kosti að velja: Að byggja nýjan vef frá grunni, tæknilega miklu betri og fjölbreyttari, með öllum þeim kostnaði og þeirri gríðarlegu vinnu sem slíku fylgir – eða að hætta rekstinum og loka vefnum.

Fyrri kosturinn var tekinn. Hann var tekinn að vandlega athuguðu máli og reynt hefur verið að gæta þess að rasa ekki um ráð fram. Markmiðin eru fremur hófsöm eins og jafnan áður. Áfram verður reynt að veita lesendum upplýsingar og þjónustu. Ekki er nú fremur en áður gert ráð fyrir því að reksturinn standi undir sér. Grundvöllur bb.is hefur alla tíð verið áhugi og metnaður en ekki gróðavon. Hvorki hafa verið til sparaðir peningar H-prents ehf., eiganda vefjarins, né ómæld frístundavinna einstakra starfsmanna, eins og nokkur kostur hefur verið að leggja fram.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli