Frétt

Á ferð um Vestfirði | 31.12.2001 | 12:37Eyjarnar þrjár í Ísafjarðardjúpi

Húsin í Vigur.
Húsin í Vigur.
Vigur-Breiður í fjörukambinum.
Vigur-Breiður í fjörukambinum.
Vindmyllan í Vigur, sú eina sinnar tegundar hér á landi.
Vindmyllan í Vigur, sú eina sinnar tegundar hér á landi.
Vigur-Breiður í fjörukambinum.
Vigur-Breiður í fjörukambinum.
Vindmyllan í Vigur, sú eina sinnar tegundar hér á landi.
Vindmyllan í Vigur, sú eina sinnar tegundar hér á landi.
Flestir kannast við tvær af eyjunum á Ísafjarðardjúpi, Æðey og Vigur, en sú þriðja, Borgarey, er innst, minnst og minna þekkt en hinar. Þar er heldur engin búseta eins og í hinum tveimur, þó að svo hafi verið á fyrri tímum. Nú er einungis fuglabyggð í Borgarey og blómlegt æðarvarp eins og í hinum eyjunum tveimur á Djúpi. Borgarey er fram undan Reykjanesi við Djúp og dregur nafn sitt af klettaborg sem gefur henni svip. Hún er ekki ferðamannastaður heldur friðland fuglanna.
Æðey er stærst eyjanna á Djúpi og vegna veðurathugana er nafn hennar í veðurfréttum á hverjum degi. Þar hafa erlendir vísindamenn einnig um árabil stundað rannsóknir á norðurljósum. Æðey liggur skammt undan Snæfjallaströndinni. Þar hefur jafnan verið stórbú um langar aldir Íslandssögunnar. Einn viðburður á liðnum tíma hefur öðrum fremur haldið nafni hennar á lofti: Spánverjavígin frægu árið 1615.

Eyjan Vigur er einn helsti og þekktasti ferðamannastaðurinn á Vestfjörðum og þangað eru reglulegar og daglegar ferðir með bátum frá Ísafirði. Þar er margt að skoða, fuglalíf er þar afar blómlegt og er eyjan þekkt fyrir mikla lundabyggð og mikið æðarvarp. Að auki á fjöldi annarra fuglategunda þar griðland.

Margar minjar um gamla lífshætti eru í Vigur. Þar má nefna vindmylluna sem er enn gangfær og í góðu lagi, ein sinnar tegundar hérlendis. Báturinn Vigur-Breiður er líklega um 200 ára gamall en hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun. Í raun svo mikla, að menn telja að skipt hafi verið um síðustu upprunalegu spýtuna fyrir fimmtán árum. Báturinn er vel sjófær. Vegna fækkunar sauðfjár í eynni er hætt að nota bátinn til að flytja fé milli lands og eyjar vor og haust en það var eitt af helstu verkefnum Vigur-Breiðs þar til fyrir stuttu.

Sagt hefur verið að tíminn standi kyrr í Vigur. Nokkuð er til í því, þó að kynslóðir (og ferðamenn) komi og fari. Margt er lítið breytt frá því séra Sigurður Stefánsson settist að í Vigur á síðari hluta nítjándu aldar en afkomendur hafa búið þar síðan mann fram af manni.

Í Vigur er veitingasala í Viktoríuhúsi, en það er um 140 ára gamalt, frá tímum séra Sigurðar. Þar er kaffi og meðlæti í boði en ef áhugi er fyrir hendi geta eyjaskeggjar boðið ferðalöngum upp á lunda, fiskisúpur og fleira. Jafnframt er þar leyfi til að selja léttvín og bjór.

Ný bryggja í Vigur hefur breytt miklu til bóta um aðgengi þeirra sem þangað koma. Einkum kemur bætt aðstaða sér vel fyrir roskið fólk sem áður gat átt í basli með að komast úr skipi í land.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli