Frétt

Byggðasafn Vestfjarða 2001 | 31.12.2001 | 10:12Skjóðan og skildingurinn

Torfi Halldórsson skipherra, forstöðumaður og eini kennari Sjómannaskólans á Ísafirði. Mynd: Skjalasafnið á Ísafirði.
Torfi Halldórsson skipherra, forstöðumaður og eini kennari Sjómannaskólans á Ísafirði. Mynd: Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður var einn aðalhvatamaður þess að Sjómannaskólinn á Ísafirði var stofnaður. Mynd: Cohen / Skjalasafnið á Ísafirði.
Meðal margra góðra gripa í eigu Byggðasafns Vestfjarða eru skjóða og ríkisdalur Torfa Halldórssonar skipherra. Þessir gripir láta ef til vill ekki mikið yfir sér og ekki eru þeir frekir á plássið. Engu að síður tengjast þeir merkilegum þætti í sögu Ísafjarðar, og jafnframt í sögu sjósóknar á Íslandi, nefnilega sjómannaskólanum sem starfræktur var á árunum upp úr 1850.
Þegar útgerð þilskipa hófst hér á landi snemma á 18. öld varð fljótt ljós þörfin á því að þeim stýrðu menn sem hefðu lært a.m.k. grunnatriði í siglingafræði og öðru því sem að skipstjórn lýtur. Kostur þilskipa fram yfir árabáta var meðal annars sá, að þau gátu sótt lengra, en það kom að litlu gagni ef skipstjórnarmenn kunnu ekki vel til verka. Vestfirðingar, eins og aðrir, gerðu sér þetta ljóst og ritaði m.a. Ásgeir Ásgeirsson, skipherra og kaupmaður, bréf til Jóns Sigurðssonar forseta um málið og sagði þar að rekja mætti mörg sjóslys til kunnáttuleysis skipstjóra. Á Kollabúðafundi (sem var eins konar héraðsþing Vestfirðinga) 1850 var þessu máli hreyft, líklega fyrir atbeina Ásgeirs, og skipuð var nefnd til að kanna hvernig bæta mætti úr menntunarmálum sjómanna.

Varð niðurstaðan sú að stofna skyldi sjómannaskóla á Íslandi. Í framhaldi af því stofnuðu þilskipaeigendur á Vestfjörðum með sér félag til styrktar skólanum og átti hver skipseigandi að leggja peninga til skólasjóðs í samræmi við afla skipanna. Viðbrögð í öðrum landsfjórðungum urðu aftur á móti lítil og fór svo að Vestfirðingar voru einir um að sinna þessu máli. Sneru þeir sér til Páls Melsteð, amtmanns í Vesturamti, og báðu hann að koma áleiðis til stjórnarinnar bænarskrá, þar sem leitað var liðsinnis við stofnun skólans. Neitaði Páll þeirri beiðni og varð þá úr að Vestfirðingar reyndu að snúa sér beint til stjórnvalda í Danmörku. Sigldi Eiríkur Ólsen, faktor í Neðstakaupstað á Ísafirði, til Danmerkur og hitti þar að máli Oddgeir Stephensen, skrifstofustjóra íslensku stjórnardeildarinnar. Hann aftók með öllu að styðja málið. Kvaðst hann ekki treysta Ísfirðingum til að halda skólann, þá skorti til þess hæfileika. Öðru máli myndi aftur á móti gegna ef skólinn ætti að vera í Reykjavík! Kunnuglegt viðhorf, eða hvað?

Það var ljóst að engrar aðstoðar væri að vænta í þessu máli, og árið 1851 ákváðu þilskipaeigendur þeir, sem gengið höfðu í styrktarfélag skólans, að stofna hann af eigin rammleik og skyldi hann starfa á Ísafirði. Þá um haustið sigldi Torfi Halldórsson til Danmerkur og var þar um veturinn að nema siglingafræði. Farareyrinn geymdi hann í skjóðu úr eltiskinni og við lok námstímans hafði gengið svo á féð að hann átti ekki nema einn ríkisdal eftir. Hefur dalurinn æ síðan verið geymdur í skjóðunni.

Sjómannaskólinn á Ísafirði hóf starfsemi í október 1852. Þetta var fyrsti skólinn á Ísafirði og fyrsti starfsgreinaskólinn á Íslandi sem sinnti öðru en menntun embættismanna. Torfi Halldórsson var eini kennarinn við skólann og bar ásamt Ásgeiri Ásgeirssyni hitann og þungann af starfsemi hans alla tíð.

Skólinn var vanbúinn tækjum í fyrstu, og vísast hafa þeir Torfi og Ásgeir lánað sín eigin siglingatæki fyrsta veturinn. En í árslok 1852 leitaði Ásgeir til Jóns Sigurðssonar og sendi honum lista yfir þau tæki sem skólann vanhagaði mest um og bað Jón að útvega þau. Brá hann skjótt og vel við þannig að aðstaða til kennslunnar batnaði stórum. Skólinn glímdi þó ætíð við bagalegan skort á kennsluefni á Íslensku. Sjómannaskólinn naut engra styrkja frá stjórnvöldum og þurfti því að taka skólagjöld af nemendum, en þeim var þó mjög í hóf stillt. Ekki er margt vitað um kennslu og námsefni, nema að í skólanum voru kennd öll undirstöðuatriði siglingafræði. Í blaðinu Norðra árið 1854 er sagt að kennslan á Ísafirði sé á við það sem best gerist erlendis.

Sjómannaskólinn á Ísafirði starfaði aðeins í fjóra vetur. Árið 1857 flutti Torfi Halldórsson til Flateyrar og hóf kennslu þar, en við brottför hans féll sjómannakennsla á Ísafirði niður. Þrátt fyrir stuttan starfstíma var Sjómannaskólinn merkilegur fyrir margra hluta sakir. Hann var fyrsti skóli sinnar tegundar á Íslandi og eflaust hefur hann bætt úr brýnni þörf á lærðum þilskipaformönnum. Nemendur skólans voru alls 30-40 talsins, þeirra á meðal margir af kunnustu skútuskipstjórum norðan- og vestanlands á 19. öld.

Heimild:
Jón Þ. Þór: Saga Ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. I. bindi, bls. 169-176. Sögufélag Ísfirðinga 1984.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli