Frétt

Guðmundur Björgvinsson | 29.12.2001 | 13:37Duldar perlur við innanvert Ísafjarðardjúp

Ögur í Ísafjarðardjúpi. <br>Ljósmynd: Brynjar Örn Gunnarsson.
Ögur í Ísafjarðardjúpi. <br>Ljósmynd: Brynjar Örn Gunnarsson.
Ögurkirkja. <br>Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson.
Ögurkirkja. <br>Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson.
Ögurkirkja. <br>Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson.
Ögurkirkja. <br>Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson.
Ferðin hefst í Álftafirði, nánar tiltekið í Firði, en svo heitir dalurinn inn af firðinum vestanverðum. Fjörður er mikilfenglegur dalur, umgirtur háum fjöllum og í hlíðum fjallanna eru ákaflega mörg og margbreytileg gil, er mynduð eru af rofafli vatns, vinda og frosts. Allstórt sjávarlón er í Firði og gætir sjávarfalla á töluverðu svæði. Þarna er vænlegt til silungsveiða og gaman að fylgjast með aðfallinu er fiskurinn rennur undir brúna á Fjarðará.
Hvað þekktast náttúrufyrirbrigði í Firði er Valagil. Ýmislegt er þar mjög áhugavert þeim er áhuga hafa á jarðfræði. Í Valagili eru súrar bergtegundir af breytilegri gerð. Þessar bergtegundir tilheyra fornri megineldstöð, um 12-13 milljón ára gamalli, er grafist hefur í jarðlagastaflann milli Álftafjarðar og Lambadals í Dýrafirði og er eldstöðin kennd við Lambadal.

Neðst í Valagili er ignimbrít og súrt berg en ofan á er dyngjubasalt er þynnist í átt til Önundarfjarðar. Frá Firði liggja tveir fjallvegir, Álftafjarðarheiði og Hestskarð til Önundarfjarðar er áður fyrr voru fjölfarnir gangandi vegfarendum. Jón Indíafari skrásetti átakanlega ferðasögu konu einnar með barn sitt. Konan átti leið um Hestskarð og lenti í hrakningum við Valagil.

Folafótur og Hestur

Milli Seyðisfjarðar og Hestfjarðar er allmikið nes, krýnt tignarlegu fjalli er heitir Hestur. Lágt eiði nær slítur nesið frá fjallgarðinum. Hestfjarðarmegin stóð áður býlið Eiði og þar er tilvalið að skilja við farkostinn, leggja land undir fót og ganga út á Folafót.

Haldið er úteftir Hestfjarðarmegin og eftir skamma göngu er komið að eyðibýlinu Hesti. Auðvelt er að ganga þarna, þar sem götuslóði liggur þessa leið. Úti á Fótarnesinu var áður fyrr talsverð byggð þurrabúða og sjórinn var sóttur stíft. Þar er eyðibýlið Fótur. Yst á nesinu heitir Tjaldtangi. Þegar til baka er haldið er tilvalið að hækka sig í hlíðinni og freista uppgöngu á Hestinn að innanverðu. Útsýni þaðan svíkur ei.

Hestfjarðarbotn – Hestfjarðarkot

Stutt frá þjóðveginum við Hestfjarðarkot og litlu innar í dalnum fellur Lambagilsá um stórfenglegt gljúfur og þar steypist Lambagilsfoss hár og tignarlegur niður tugi metra, dulinn þeim er um veginn aka án þess að hafa athyglina hjá sér á því sem náttúran er megnug að skapa, öllum til yndisauka, en fáir hafa gefið sér tíma til að njóta.

Allgott er að ganga upp með gilinu að utanverðu, en þó er þar talsvert kjarr, svo varlega má fara. Ekki síðra er að ganga í gilið sjálft, um einstigi er þar hefur troðist en er flestum fært, þó ekki spillti að hafa eitthvað til stuðnings, helst traust handtak ferðafélaga. Það er einstakt að tylla sér í brekkuna innst í gilinu og lygna aftur augunum og láta nið Lambagilsfossins ná tökum á huga sér litla stund og gleyma öllu öðru en þeim er næstur þér er.

Sérstæður berggangur er heitir Straumberg skerst inn með hlíðinni að vestanverðu, en hún heitir Straumbergshlíð. Skammt innar fellur Straumbergsá og enn innar er Búahlíð og Búasteinn. Vafalaust bústaður hulinna vera er vaka yfir náttúrunni á þessum fagra stað. Faxadalir heita utan og ofan Hestfjarðarkots. Þar var áður nytjað til heysláttu og þar er einnig leið til Hattardals við Álftafjörð.

Laugardalur og vötnin tvö

Laugardalurinn er að mestu hulinn vegfarendum á Djúpvegi. Gefið ykkur samt tíma fyrir lítinn krók, ekki síst ef veiðistöngin er meðferðis. Í Laugardalsána er ekki hægt að komast án góðs fyrirvara, þar sem hún er einna best laxveiðiáa við Djúp. Það gerir þó ekkert til, því veiðileyfi í vötnin tvö er hægt að kaupa á sanngjörnu verði á bæjunum og veiðivonin er allgóð.

Vötnin tvö, Laugabólsvatn og Efstadalsvatn, eru bæði fisksæl. Eigi að renna í Efstadalsvatnið þarf að leggja land undir fót og eftir vegarslóða. Við vatnið stóð bærinn Efstidalur, er lengsta átti sjávargötu bæja við Djúp, um tíu kílómetra leið. Einnig var þar bærinn Eiríksstaðir. Gönguferð að Efstadalsvatni tekur um 40 mínútur. Allmikið kjarr er að vestanverðu í dalnum og í rjóðrum má finna tjaldstæði að fengnu leyfi. Allmargar volgrur, sums staðar allt að 50 stiga heitar, eru á leiðinni fram að Efstadalsvatni. Vel má hafa afnot af volgrunum fyrir þá er láta sig litlu varða þó gruggist upp jarðvegurinn. Þetta eru náttúruleg baðstæði.

Laugabólsvatnið er mjög auðvelt aðkomu til veiða, þar sem akvegurinn að bæjunum Hrafnabjörgum, Birnustöðum og höfuðbólinu Laugabóli er nánast á vatnsbakkanum austanverðum. Á

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli