Frétt

Guðmundur Björgvinsson | 27.12.2001 | 10:13Gönguleiðir í Önundarfirði

Frá Mosdal.
Frá Mosdal.
Frá Klofningsheiði.
Frá Klofningsheiði.
Flateyri við Önundarfjörð. <br>Ljósmyndir: Guðmundur Björgvinsson.
Flateyri við Önundarfjörð. <br>Ljósmyndir: Guðmundur Björgvinsson.
Frá Klofningsheiði.
Frá Klofningsheiði.
Flateyri við Önundarfjörð. <br>Ljósmyndir: Guðmundur Björgvinsson.
Flateyri við Önundarfjörð. <br>Ljósmyndir: Guðmundur Björgvinsson.
Fyrir tveimur árum var lokið við að hlaða upp vörður á tveimur gönguleiðum í nágrenni Önundarfjarðar, annars vegar yfir Klofningsheiði milli Önundarfjarðar og Súgandafjarðar og hins vegar á Klúku af Sandheiði til Valþjófsdals í Önundarfirði. Klofningsheiði var fram undir 1950 fjölfarin leið milli Flateyrar og Suðureyrar. Leiðin á fjallinu er vörðuð átján vörðum og standa þær mjög þétt en leiðin yfir fjallið er um 1 kílómetri að lengd.
Leiðin liggur um Klofningsdal utan Flateyrar og er best að fylgja línuveginum upp á heiðina sem er í liðlega 600 metra hæð. Úr Klofningsdal hefur orðið mikið framhlaup í lok ísaldar og úr því framhlaupi hefur Flateyri myndast, en eyrina hefur rekið á annan kílómeter inn fjörðinn fyrir tilverknað norðan öldunnar á tíu þúsund árum.

Yfir Klofningsheiði

Á Klofningsheiði urðu þeir atburðir er hrundu af stað svokölluðum „Skúlamálum“ Thoroddsen sýslumanns. Það var í desember 1891 að fimm menn lögðu á Klofningsheiði, þrír á leið til Suðureyrar og tveir fylgdarmenn frá Eyri. Bakkus var með í för og snéri annar fylgdarmannanna ekki aftur til byggða og fannst lík hans daginn eftir framarlega í Klofningsdal.

Af ummælum var Sigurður, auknefndur „skurður“, hinn fylgdarmaðurinn og kvisuðust fljótt út sögur er hann kom til baka, um að hann hefði komið samferðarmanni sínum, Salómoni fyrir kattarnef. Skúli Thoroddsen fékk seint fréttir af þessum atburði, en hóf þá um leið rannsókn málsins og hélt Sigurði föngum við slæma vist um lengri tíma. Aldrei var dæmt í málinu. Ragnar Arnalds, fyrrum alþingismaður, ritaði leikrit um „Skúlamál“ og Ásgeir Jakobsson, rithöfundur, víkur að þessari sögu í bókinni „Fanginn og dómarinn.“

Af Klofningsheiði er stuttur krókur að fara fram á Eyrarfjall ofan Flateyrar. Þegar gengið er til Súgandafjarðar er komið ofan í Jökulbotna fyrir botni Sunndals. Gata er þar greinileg og úr mynni Sunndals sér heim að bænum Stað í Staðardal sem áður nefndist Dalsstaður. Þar hefur verið kirkjustaður frá öndverðri elleftu öld. Kirkjan að Stað var upphaflega byggð 1856 og endurnýjuð 1886. Undanfarin ár hefur verið unnið að endurbótum á henni á nýjan leik. Í kirkjunni er athyglisverð altaristafla, máluð af Jóni Kristinssyni er var skólastjóri á Suðureyri. Röskur gangur er yfir Klofningsheiði á þremur klukkustundum, en auðvelt er að tefja tímann og virða fyrir sér útsýnið.

Yfir Sandheiði

Sandheiði liggur frá Gerðhamradal í Dýrafirði til Ingjaldssands í Önundarfirði. Af há Sandheiðinni er vörðuð leið um Klúku til Valþjófsdals í Önundarfirði. Lítil hækkun er þar á landi en til að sjá ofan í Valþjófsdal þarf að fara um 1,5 km leið. Gata er þar allgreið niður í skarðinu en allbrött. Ungmennafélögin í Önundarfirði tóku sig til fyrir 1930 og hófu þar vegabætur sem fengu fullskjótan endi, en hleðslurnar standa og eru til vitnis um dágott ætlunarverk. Sandmenn nýttu sér leiðina um Klúku þá ófært var í lendingu frá sjó eða með göngu um fjörur sökum svella. Leiðin liggur niður Dalsdal, með rótum Tunguurða undir Tungufjalli og er röskur tveggja klukkustunda gangur niður að eyðibýlinu Tungu, fremst í Valþjófsdal.

Er komið er niður í Valþjófsdal, er vart hægt að láta hjá líða að bregða sér til Mosdals, næsta dals utan við fjallið Sporhamar, utan Valþjófsdals. Undir Sporhamri er ruddur slóði og allgott er þar að ganga. Í Mosdal stóð bær allt til ársins 1930 og sér þar fyrir miklum hleðslum og húsarústum. Þó Mosdalur hafi ekki talist til stórbýla, var þar jafnt búskap, stundað útræði. Í Mosdalstóftum má greina byggingarsögu afdalskotsins, allt aftur til upphafsbyggðar. Dalurinn er ósnortinn af öðrum verkum mannanna en húsahleðslum. Ganga út í Mosdal tekur um þrjár klukkustundir fram og til baka.

Aðrar leiðir

Fjölmargar aðrar gönguleiðir eru athyglisverðar í Önundarfirði. Má þar nefna göngu fyrir fjarðarbotninn, en yfir hann liggja þrír vegir. Holtsengi með sínu fjölskrúðuga fuglalífi er athyglisvert. Ganga má áfram úr Mosdal undir Hrafnaskálanúp til Ingjaldssands, en þar þarf að sæta sjávarföllum undir svokölluðum „Pöllum“. Ganga úr Nesdalsskarði um Ingjaldssand á Barðan er verðugt verkefni en þar er einna víðsýnast af annesjum og sér til Bjargtanga í vestri sem og til Straumness í norðri. Ágætt er að ganga af Barðanum niður Skáladal, utanvert við bæinn Sæból. Til viðbótar má nefna Álftafjarðarheiði úr Korpudal í Önundarfirði sem liggur niðu

bb.is | 24.10.16 | 13:23 Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með frétt Víða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli