Frétt

frelsi.is – Þorbjörg H. Vigfúsdóttir | 07.02.2004 | 13:24Málefnaleg umræða um háskólann

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Á þingi í gær fóru fram fremur ómálefnalegar umræður um Háskóla Íslands. Fulltrúar stjórnarandstöðuflokka og Framsóknarflokks létu í ljós skoðun sína á skólagjöldum við Háskóla Íslands. Þeir voru sammála um að upptaka skólagjalda við Háskóla Íslands samræmdist ekki stefnu flokkanna. Björgvin Guðmundsson þingmaður Samfylkingarinnar ræddi tölur um hlutfall vergrar landsframleiðslu til menntamála frá árinu 2000 og sagði að Samfylkingin vildi breyta fjársvelti í sókn. Dagný Jónsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, sagði að skólagjöld við HÍ samræmdust ekki menntastefnu Framsóknarflokksins og myndu ekki tryggja jafnrétti til náms.
Sjóðir Íslendinga til einkahags stúdentsins

Þrátt fyrir hræðsluáróður Samfylkingarinnar um fjársveltan háskóla tala staðreyndirnar sínu máli. Menntamálaráðherra svaraði þingmönnum að framlög til Háskóla Íslands og annarra háskóla hefðu verið aukin til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa framlög til kennslu og rannsókna á háskólastigi aukist um tæp 50% en nemendum fjölgað um 42%. Framlög til kennslu og rannsókna í Háskóla Íslands jukust um 34% á sama tímabili og nemendum í skólanum fjölgað um 35%.

Það er því auðvelt fyrir stjórnarandstöðuflokkana að vera ábyrgðarlausa í tali um að auka útgjöld til háskólanna og velta ekki fyrir sér öðrum leiðum. Það er líka ábyrgðarlaust af þingmönnum að hugleiða ekki oftar hverjir það eru sem greiða fyrir nám stúdenta. Það er ávallt samfélagslegur hagur að sem flestir fari í nám. Það er hins vegar löngu sannað að einkaávinningur nemenda er alltaf hlutfallslega hærri því lengra sem farið er í námsstiganum. Nemendur á háskólastigi eru til dæmis með mun meiri einkaávinning af námi sínu heldur en ávinningur samfélagsins er. Það er eðlilegt að þátttaka einstaklings við kostnað menntunar aukist því lengra sem líður á námið og eðlilegt að hlutdeild hins almenna skattborgara minnki.

Jafn réttur til náms

Það er eins með menntunina eins og heilsuna, við erum öll sammála að allir eigi að hafa greiðan aðgang að þessari þjónustu en okkur greinir á um aðferðirnar. Til að hjálpa þeim sem ekki sjá ágreininginn þarf að víkka sjóndeildarhringinn. Af hverju eru nánast engin skólagjöld við Háskóla Íslands en himinhá gjöld og ólánshæf eru tekin fyrir réttindi eins og meirapróf, löggilta verðbréfamiðlun, nuddnám og fleira. Hvað með allt það nám sem fullt af fólki langar til að læra en er hvergi kennt hér á landi eða er bara kennt í sértilgerðum stofnunum? Er eðlilegt að stutt símenntunarnámskeið á háskólastigi séu að keppa við tveggja ára nám á meistarastigi við Háskóla Íslands? Kalla Framsóknarmenn þetta jafnrétti til náms? Hvaða réttlæti er í því að ríkið bjóði upp á ókeypis guðfræðinám en bjóði ekki einu sinni upp á nám í margmiðlun. Er það jafnrétti til náms? Andstaða sumra stjórnmálamanna við skólagjöld er í raun furðuleg, ekki síst í ljósi þess að margir Íslendingar greiða slík gjöld með glöðu geði í von um betra nám.

Umræðan opinská og sanngjörn

Umræðan um þróun háskólastigsins og breytingar á skólagjöldum erlendis á að vera opinská og sanngjörn. Þingmenn eru allir sammála um að bæta menntaumhverfi þjóðarinnar og þurfa því að vera sammála um að málefni Háskóla Íslands og háskólastigsins þurfi að ræða í samhengi við breyttar forsendur, þróunar í Evrópu og aukins fjölda námsmanna. Af 63 kjörnum þingmönnum eru aðeins 9 sem hafa ekki stundað nám á háskólastigi. Það er því vert að hvetja þessa svo og aðra þingmenn að opna augun fyrir því hvað í raun er jafn réttur til náms og hvort að ekki sé ástæða til að hugleiða aukna þátttöku nemenda í ríkisreknum háskólum í menntun sinni.

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.

Frelsi.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli