Frétt

| 21.04.2001 | 09:52Ætlunin að gamlir skipverjar á Sólborginni komi saman á Ísafirði og geri sér glaðan dag

Sólborg ÍS 260.
Sólborg ÍS 260.
Stefnt er að því að ná saman á komandi sjómannadegi á Ísafirði sem allra flestum af þeim sem voru á Ísafjarðartogaranum Sólborgu ÍS 260 á sínum tíma og enn lifa. Það er altítt að fermingarsystkini hittist, árgangar úr skólum og svo framvegis, og hví þá ekki skipverjar á stórmerku skipi? Frumkvöðullinn er Úlfar Snæfjörð Ágústsson á Ísafirði, sem í eina tíð var gilsari á Sólborgu. Við undirbúning á Sjómannadagsblaði Vestfjarða tók hann eftir því, að á þessu ári eru 50 ár liðin frá komu Sólborgarinnar til Ísafjarðar. Hún fór í sinn síðasta túr tíu árum seinna.
„Þótt útgerðarsaga hennar yrði ekki lengri“, segir Úlfar, „er hún að mörgu leyti merk og hafði mikil áhrif á þróunarsögu Ísafjarðar og vestfirsks sjávarútvegs. Einhvern veginn finnst mér að við sem eftir lifum af áhöfnum skipsins ættum að koma saman hér á Ísafirði á sjómannadaginn, sem í ár ber upp á 10. júní. Við myndum skoða saman Ísfirðingshúsið, sem hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga sinna og hýsir nú margháttaða starfsemi. Síðan látum við taka mynd af okkur fyrir söguna en endum daginn á sjómannaballi í íþróttahúsinu á Ísafirði, þar sem áætlað er að flestar áhafnir þeirra skipa sem gerð eru út frá Ísafirði og nágrenni snæði saman og fái sér snúning með dömunum. Án efa er margt skemmtilegt að rifja upp og margs að minnast.

Ég hef farið yfir skipshafnarskrárnar og þekkti þar um 100 skipverja sem nú eru á lífi. Meðal þeirra eru nokkrir af aflasælustu skipstjórum þjóðarinnar, skáld, listamenn og allskyns sérfræðingar, auk okkar almúgamannanna. Þetta er afar skemmtilegur þverskurður af þjóðinni og sýnir þá tíma þegar sjálfsagt þótti að allir ungir menn úr sjávarplássum landsins færu til sjós.“

Úlfar biður þá sem vettlingi (trúlega sjóvettlingi) geta valdið að koma og láta aðra gamla skipverja vita og reyna að fá þá með. Ætla má, að einkum þeir elstu noti tölvur og internet fremur lítið og þess vegna eru þeir sem þetta lesa beðnir að láta gamla Sólborgarmenn endilega vita. Úlfar biður menn að hafa samband sem allra fyrst í síma 456 3166 eða 456 3167 eða í tölvupósti og fá nánari upplýsingar og koma skoðunum og hugmyndum á framfæri. Jafnframt lætur hann þess getið, að hann hefur tekið frá 50 miða á sjómannadagsballið fyrir þá Sólborgarmenn sem vilja koma.

bb.is | 30.09.16 | 16:54 Hvunndagshetja heiðruð

Mynd með frétt Sigurði Ólafssyni, fyrrum formanni Krabbameinsfélagsins Sigurvonar, var afhent bleika slaufan í gær sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf í þágu Sigurvonar. Bíi, eins og hann er betur þekktur í daglegu tali, lét af störfum fyrr á árinu eftir 15 ára formennsku. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 15:21Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með fréttSvar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli