Frétt

Sælkeri vikunnar er Ylfa Mist Helgadóttir í Bolungarvík | 06.02.2004 | 14:25Þorskhrognakökur og engiferís í eftirmat

Nú er akkúrat tíminn til að fá ný þorskhrogn og lifur í verslunum og tilvalið að föndra aðeins með þetta gæða hráefni. Í tilefni af því langar mig að gefa uppskrift að litlum hrognapönnsum sem eru tilvalinn smáréttur, eða bara kvöldverður með góðu brauði, salati og kaldri dressingu. Á eftir er engiferís en hann prófaði ég að gera um jólin og maðurinn minn er sífellt að biðja um hann aftur.
250 g hrá þorskhrogn
2 dl AB mjólk
½ dl rjómi
150 g hveiti
2 tsk salt
3 msk ólífuolía
1 tsk lyftiduft (má sleppa)
2 egg, þeytt saman
2 vorlaukar, fínt saxaðir
1 hvítlauksrif, fínsaxað
hálf límóna, fínrifinn börkur og safi
Olía til steikingar.

Blandið saman hveiti, salti og lyftidufti. Blandið AB mjólkinni og rjómanum saman við ásamt eggjaþeytunni. Skerið upp hrognasekkinn, skafið hrognin innan úr og blandið þeim saman við deigið. Þá er lauknum, hvítlauknum og límónusafa ásamt fínrifnum berkinum hrært saman við. Að lokum er olían sett útí.

Steikið litlar lummur úr deiginu í dálítilli olíu á meðalheitri pönnu. Mjög gott er að sáldra niðurklipptum graslauk yfir kökurnar og dreypa límónusafa yfir rétt áður en að þær eru borðaðar.


Dressing
5 dl AB mjólk
2 tsk fljótandi hunang
1/2 tsk cumin (broddkúmen)
1 tsk malaður kóríander
Hnefi af fersku kóríander

Síið AB mjólk í gegnum kaffifilter í hálfa til eina klukkustund og setjið í skál ásamt hunangi og kryddi. Hrærið öllu vel saman og setjið í kæli þangað til að sósan er borin fram. Ef ekki fæst ferskt kóríander má vel nota steinselju eða annað ferskt gott krydd.

Dressingin er einnig fyrirtak á fisk, kjöt og salöt.


Engiferís
½ líter rjómi
3 eggjarauður
2 dl sykur
4 msk smátt skorinn sultaður engifer úr krukku

Ég hef þurft að kaupa sultaðan engifer í Reykjavík en það er um að gera að biðja þá í Samkaup um að panta þetta og eiga. Ég hef líka sultað engiferinn sjálf en það er óþarfa fyrirhöfn ef hægt er að nálgast hinn.

Ef þið viljið sulta hann sjálf þá er ein væn engiferrót u.þ.b. 150 grömm, flysjuð, skorin í litla bita og soðin með hálfum lítra af vatni og fjórum dl af sykri í u.þ.b. klukkustund eða þangað til engiferinn er orðinn mjúkur

Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum þar til að þær eru ljósar og léttar. Þá er þeyttum rjómanum blandað saman við og að síðustu er engiferinn settur út í ásamt leginum úr hálfri krukkunni og öllu blandað varlega saman. Setjið í ílát og frystið yfir nótt.

Að lokum vil ég skora á, eðal-húsfrúna, Valrúnu Valgeirsdóttur í Bolungarvík að snara fram einhverjum góðum uppskriftum í næsta blaði.

bb.is | 25.10.16 | 07:33 Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með frétt Í leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli