Frétt

Stakkur 5. tbl. 2004 | 04.02.2004 | 11:41Hannes Hafstein og heimastjórn

Við erum stolt þjóð Íslendingar þótt oft geymum við okkur í dægurþrasinu og sé betri í því að setja út á annað fólk og gera lítið úr því, að minnsta kosti minna en meira. Okkur er það ekki lagið að meta menn, karla og konur, að verðleikum í lifanda lífi, nema þá um stundarsakir. Stjórnmálabaráttan einkennist um of af dægurþrasi og óþarflega skömmóttum málflutningi. Hefji einhver sig upp yfir meðalmennskuna endar það venjulega svo að allir hinir taka sig saman, oftast óafvitandi, og ráðast að viðkomandi með meiðandi hætti, í besta falli án þess að finna viðkomandi nokkuð til betrunar. Tilfinningarnar ráða meiru í íslenskum stjórnmálum en rök og skynsemi.

Ísfirsk pólitík hefur lengi verið kunn af hörku og slæmum dómum um þá sem hafa viljað láta til sín taka, en þegar viðkomandi er farinn verður hann gjarnan góður, einkum er frá líður. Á Ísafirði urðu einhver hörðustu pólitísku átök 19. aldar og tengdust sýslumanni Ísfirðinga, Skúla Thoroddsen, sem var sennilega íhaldsamur þjóðernissinni, en hjarta hans sló með konum og lítilmagnanum, þótt hann yrði umsvifamikill kaupsýslu- og útgerðarmaður, sem hafði stuðning margra mikilsmetinna borgara í Ísafjarðarsýslum. Mál hans er óþarfi að rekja. Það hafa nokkrir gert af mikilli ástríðu. Hann var settur af og svo vildi til að settur var Lárus H. Bjarnason til þess að rannsaka mál afsetta sýslumannsins. Í stað Skúla var skipaður ungur og gjörvulegur lögfræðingur, landshöfðingjaritari og landsþekkt skáld, sem síðar varð vegna aðstæðna og mannkosta sinna eitt mesta athafnaskáld á vettvangi íslenskra stjórnmála.

Hannes Þórður Hafstein var sonur amtmanns og það eitt tryggði honum greiðari aðgang að menntun og væntanlega hefur ekki minnkað framavonir hans, þótt mörgum hafi þótt Pétur faðir hans erfiður í sumum málum. Hann átti einnig að móður einstaka mannkostakonu, Kristjönu, og vafalítið hefur hann hlotið í foreldrahúsum það uppeldi sem gerði hann að þeim forystumanni sem raun ber vitni. En Hannes hófst af sjálfum sér, tók við embætti sýslumanns Ísafjarðarsýslum og bæjarfógeta á Ísafirði við erfiðar aðstæður, en fógetinn var oddviti bæjarstjórnar samkvæmt lögum. Því kom það í hans hlut að starfa með forvera sínum í bæjarstjórninni. Ljúfmennið, samningamaðurinn og glæsimaðurinn vann sér fljótt virðingu Ísfirðinga fyrir störf sín þar jafnt og með öðrum verkum sýslumanns. Þekktastur varð hann þó fyrir frækilega framgöngu sína þegar hann ásamt öðrum gerði tilraun til að stöðva landhelgisbrot ensks skipstjóra í Dýrafirði 1899. Þrír dýrfirskir alþýðumenn létu þar lífið og Hannes ásamt þremur öðrum bjargaðist naumlega. Hlaut hann landsfrægð af og var þó þekkt og vinsælt skáld.

Helstu kostir hans lágu þó í því að hann hafði lag á að fá menn til liðs við sig og naut virðingar í Danmörku þar sem hann hafði kynnst þeim er hófust til valda um og upp úr aldamótum. Mun það hafa ráðið því að hann ásamt þeirri framsýni að kynna stefnu heimastjórnarmanna rækilega í Danmörku eftir aldamótin, að hann varð fyrir valinu sem fyrsti ráðherra Íslands. Það varð gæfa þessarar þjóðar, ekki síst að hann tók á í verklegum efnum og hafði framtíðarsýn fyrir landið. Hann hafði sýnt það að mótlætið bugaði hann ekki og fékk þjóðina á sitt band þótt stjórnarsetan hafi reynt á hann. Kannski flutti hann með sér kosti sem höfðu þroskast hér vestra, þjóðinni til gagns.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli