Frétt

mbl.is | 04.02.2004 | 10:04Mat lagt á snjóflóðvarnir á Tröllagiljasvæði í Norðfirði

Fjarðabyggð hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar matsskýrslu um snjóflóðavarnir á Norðfirði, Tröllagiljasvæði. Varnir þar eru þriðji áfangi af sex í því að verja byggðina á Norðfirði gegn snjóflóðum. Í frumathugun snjóflóðavarna fyrir Tröllagiljasvæðið er lagt til að byggja stoðvirki á hluta upptakasvæða snjóflóða til að takmarka stærð flóða, keilur til að hægja á flóðum og þvergarð til að stöðva snjóflóð, ásamt leiðigarði til að beina flóðum frá vestasta hluta byggðarinnar. Tilgangur með byggingu varnarvirkjanna er að verja byggð neðan þeirra gegn snjóflóðum, þannig að öryggi byggðarinnar verði ásættanlegt. Og markmiðið er að draga úr snjóflóðahættu þannig að öryggi íbúanna gagnvart ofanflóðum verði tryggt.
Áætlað er að byggja fjórar gerðir snjóflóðavarnarvirkja: Reisa á 1.855 m löng upptakastoðvirki í Tröllagiljum í um 400-600 m h.y.s., sambærileg þeim sem reist voru við gerð varnanna við Drangagil. Byggður verður 620 m langur þvergarður um 90-100 m ofan efstu húsa Urðarteigs og Hlíðargötu, og 23 keilur þar fyrir ofan. Innst á svæðinu verður byggður 390 m langur leiðigarður.

Fyrirhugað er að verkið hefjist sumarið 2004 og gera má ráð fyrir að verktími sé allt að 4 ár. Gert er ráð fyrir að taka muni 2-3 ár að byggja garða og keilur. Uppsetning stoðvirkja mun líklega taka 3 sumur. Kostnaður við snjóflóðavarnir, færslu stofnæðar vatnsveitu og uppkaup á íbúðarhúsnæði hefur verið áætlaður 1.135 milljónir króna á verðlagi í byrjun ársins 2003.

Tillaga að ofangreindri framkvæmd og skýrsla um mat á umhverfisáhrifum hennar liggur frammi til kynningar frá 4. febrúar til 17. mars 2004 á eftirtöldum stöðum: Á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar í Neskaupstað, á bókasafni Neskaupstaðar, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun. Matsskýrslan er aðgengileg á heimasíðu Hönnunar: www. honnun.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir, sem þurfa að berast eigi síðar en 17. mars 2004 til Skipulagsstofnunar.

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli