Frétt

| 08.03.2000 | 11:43Augljóst!

Þrengslaævintýrið fyrir rúmri viku sýnir öllum viti bornum mönnum, að fyrir löngu er tímabært að haga sér eftir aðstæðum á Íslandi. Einhvern tíma hefði engum dottið í hug að um 1500 manns myndu sitja á ófærð og vitlausu veðri í rúmlega 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. Hvað þá að sunnudagsbíltúrinn austur fyrir fjall endaði á þessum hörmungum. Þrátt fyrir viðvörun Veðurstofunnar gerðist þessi hörmung. Ekki eru það meðmæli með upplýstum nútíma Íslendingum. Enn undarlegra er að Almannavarnir ríkisins skyldu ekki stöðva þetta ævintýri. Frekar verður að túlka viðbrögð þeirra á þann veg, að ýtt hafi verið undir vitleysuganginn. Auðvitað átti að hvetja almenning til þess að fara ekki til að skoða Heklugosið þennan dag. Eftir því sem best er vitað stóðu Almannavarnir ríkisins fyrir snjómokstri til að auðvelda skoðunarferðina.

Hvað er að fólki að vera þvælast austur í sveitir, kona sem er komin að fæðingu anar út í ferðalag um hávetur við slæma veðurspá og hana verður að sækja út á þjóðvegi til að koma henni á fæðingardeildina? Hugsunin er engin, í besta falli geggjuð.

Náttúra Íslands hagar sér ekki eftir óskum mannsins. Engum ætti að vera það betur ljóst en Íslendingum. Greinilegt er að taka verður umgengni fólks við náttúruöflin allt öðrum og fastari tökum en nú er gert. Skólakerfið verður að koma hér til. Firring borgarbúa og sambandsleysi við náttúruna er hvort tveggja svo mikið orðið, að kenna verður börnum sérstaklega að varast ákveðna þætti.

Vestfirðingar hafa þurft að glíma við náttúruöflin á þessum síðasta áratug líðandi aldar. Atburðir sömu Þrengslahelgarinnar hér vestra kenna okkur með áþreifanlegum hætti, að með viti og hugsun er unnt að hafa í nokkru tré við náttúruöflin. Varnargarðurinn fyrir ofan byggð á Flateyri sýndi í annað sinn á einu ári gildi sitt. Snjóflóðið úr Innra Bæjargili hefði náð niður í byggð án varnargarðsins.

Á það verður ekki of oft minnt að fræðslan um umhverfi mannsins og hættur náttúrunnar er forgangsatriði. Eldgos, jarðskjálftar og snjóflóð eru ekki á valdi mannsins. En manninum var gefið vit til þess að nota það. Stundum hvarflar sú óttalega hugsun að hugsandi mönnum, að meirihluti fólks sé líkt og tölva, sem í vantar hugsunarforritið. Að minnsta kosti er það svo þegar kemur að umgengni við náttúruna, landið og annað fólk. Umferðin og hin mörgu alvarlegu umferðarslys á þessu ári leiða hugann að því hvort ekki eigi að herða allar kröfur um leyfi til aksturs ökutækja. Margir virðast ana um þjóðvegina í fullkomnu hugsunarleysi. Stundum virðist meðvitundarleysið ríkjandi. Það verður að fara að kenna fólki að nota vitið. Skólakerfið er mikið og dýrt. Þar á að byrja á því að kenna börnum á umhverfið og að bera virðingu fyrir fólki.

Lyf og heilsa

Í síðasta BB gagnrýndi Ingibjörg Snorradóttir skrif um gagnagrunn í heilbrigðismálum. Sá er nú stýrir penna las hvort tveggja. Stakkur skrifaði þá, að upplýst samþykki skorti svo fyrirkomulagið reyndist ásættanlegt og benti á, að börn innan 18 ára aldurs, sem allir vita að eru ósjálfráða, ráða engu hvort þau fara inn í grunninn. En að þeim sé sleppt úr grunninum stóð hvergi. ,,Sínum augum lítur hver silfrið". Hver hefur sinn sjónarhól. Það er mannlegt eðli. En áhugi á málefni má ekki villa manni sýn. Allir njóta góðs af íslenska heilbrigðiskerfinu, óháð því hvort þeir greiða mikinn, lítinn eða engan skatt. Utangrunns Íslendingar njóta líka. Og lyf stóru fyrirtækjanna verða ekki ókeypis þótt gagnleg reynist. Góðsemin ein ræður ekki för.

bb.is | 28.09.16 | 14:34 Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með frétt Nú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar og Sjálfstæðisflokkurinn mælast stærstir í nýjustu könnun MMR sem framkvæmd var dagana 20. til 26. september. Flokkarnir mælast þó með örlítið minna fylgi en í síðustu könnun þegar báðir flokkarnir mældust með 22,7% fylgi. Nú mælast Píratar með 21,6% og ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 13:23Vilja ráða sálfræðing og barnalækni í fastar stöður

Mynd með fréttReglulegar heimsóknir sérfræðinga við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða eru umsetnar og oftast komast færri að en vilja. Í frétt á RÚV var greint frá því að á þriðja hundrað manns séu á biðlista eftir augnlækni, en slíkur kemur til Ísafjarðar fjórum til fimm ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli