Frétt

bb.is | 02.02.2004 | 15:36„Sár og reiður“ yfir íþróttaumfjöllun í handbók Ísafjarðarbæjar

Sundhöll Ísafjarðar hefur um áratuga skeið alið af sér margan afreksmanninn í sundi.
Sundhöll Ísafjarðar hefur um áratuga skeið alið af sér margan afreksmanninn í sundi.
Fylkir Ágústsson, einn af fyrrum forystumönnum sundíþróttarinnar á Ísafirði og fyrrum Íslandsmeistari í sundi, er bæði sár og reiður vegna umfjöllunar um íþróttir í nýrri handbók Ísafjarðarbæjar sem kom út í síðustu viku. Hann segir stjórnmálamenn bæjarins aðeins muna eftir sundíþróttinni í kringum kosningar og texti handbókarinnar sé sönnun þess. Í umfjöllun um íþrótta- og æskulýðsmál í handbókinni er hvergi minnst á sundíþróttina sem hefur staðið með blóma á Ísafirði um árabil en sundlaugar sveitarfélagsins talda upp. Fylkir segir að um þessar mundir séu um fjörutíu ár síðan sundmaður frá Ísafirði vann fyrsta Íslandsmeistaratitillinn.
„Síðan eru meistaratitlarnir í yngri og eldri flokkum orðnir um eitt hundrað. Íslandsmet sem sett hafa verið eru um tvöhundruð og eini ólympíufari okkar Ísfirðinga á sumarólympíuleika var sundmaður. Þessi árangur virðist ekki hafa skilað sér til þeirra sem stóðu að gerð þessa glansrits.“

Fyrstu eintök handbókarinnar afhenti Birna Lárusdóttir forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar leikskólabörnum við athöfn á leikskólanum Eyrarskjóli í síðustu viku.

„Það er auðvitað yfirþyrmandi sýndarmennska að forseti bæjarstjórnar skuli hafa farið með þessa handbók og afhent hana leikskólabörnum sem flest eru ekki læs og því síður að þessi handbók sé hugsuð fyrir þau. Það hefði verið nær að fara á fæðingardeildina með útivistarreglurnar því það eru ekki nema átta ár þangað til þær nýtast þeim börnum. Ég er bæði sár og reiður að sjá að allt starf tugi eða hundruða manna í kringum sundið skuli ekki vera meira virt en raun ber vitni. Frjálsar íþróttir eru þarna t.d. hinsvegar settar á stall sem ég skil ekki. Körfuboltinn er settur skör lægra.

Mér finnst útgáfa þessa bæklings lýsandi dæmi um sýndarmennsku af versta tagi hvað íþróttirnar varðar. Sundfélagið Vestri er eina félagið utan Reykjavíkursvæðisins sem hefur náð að verða besta félag landsins. Akureyringar t.d. hafa aldrei komist með tærnar þar sem við höfum hælana í sundinu þrátt fyrir góða aðstöðu.

Því er reglulega lofað fyrir kosningar að hér verði reist ný sundlaug en áhugi manna á sundinu virðist eingöngu vera bundinn við kosningar og kosningarétt sundmanna. Sú umræða er orðin um 40 ára gömul. Þessi handbók segir allt sem segja þarf um hug stjórnenda bæjarins í garð sundíþróttarinnar“, sagði Fylkir Ágústsson.

Ingibjörg Jónsdóttir var verkefnisstjóri útgáfunnar en í ritnefnd sátu Birna Lárusdóttir, Rúnar Óli Karlsson, Jóhann Hinriksson og Magnús Reynir Guðmundsson. Ingibjörg segir höfunda texta handbókarinnar vera marga og kaflinn um íþróttir og útivist hafi verið unninn á vegum íþrótta- og æskulýðsfulltrúa bæjarins.

Markmiðið með útgáfu bókarinnar var „að veita íbúum sveitarfélagsins og ekki síst nýjum íbúum þess innsýn í þá fjölbreyttu starfsemi sem hér fer fram og kynna bæjarfélag sem er fyllilega samanburðarhæft við það besta sem þekkist í búsetu.“ eins og segir í ávarpi Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra í handbókinni.

Í umfjöllun um íþrótta- og æskulýðsmál segir á bls. 32 í handbókinni: „Íþrótta- og æskulýðsstarf er öflugt í Ísafjarðarbæ og skila mörg íþróttafélög mjög góðu starfi, en mestur fjöldi þeirra sem stunda reglulega íþróttaæfingar og keppni eru unglingar. Starfið hefur farið ört vaxandi enda hefur uppbygging aðstöðu til íþróttaiðkunar verið mikil undanfarin ár. Auk hefðbundinna íþróttagreina á borð við knattspyrnu, skíðaiðkun og frjálsar íþróttir hafa nýjar greinar sótt í sig veðrið, s.s. körfubolti, hestamennska, skotfimi, boccia og kajakróður, svo fátt eitt sé nefnt.“

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli