Frétt

| 18.04.2001 | 16:01Ópera frá Bjólu fegurst

Sunnlenska kýrin Ópera frá Bjólu í Djúpárhreppi hefur verið kjörin ungfrú Gateway 2001 í fegurðarsamkeppni svartskjöldóttra kúa sem Aco í Skaftahlíð og Landssamband kúabænda stóðu fyrir. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra krýndi Óperu í dag kl. 11. "Ópera er fædd 1993 og er mikil sómakýr. Hámarksdagsnyt hennar er 30 kg og ársnyt 4.500 kg," segir í fréttatilkynningu. Eigandi Óperu er Ágúst Sæmundsson. Kýrnar voru metnar út frá því hversu mikið flekkir þeirra minntu á vörumerki Gateway-tölvufyrirtækisins, sem var stofnað af kúabændum í Bandaríkjunum. Að auki var höfð hliðsjón af fegurð þeirra og nyt. Frá þessu er greint á Mbl.is.
Í öðru sæti lenti kýrin Eyja frá Holtaseli í Eyjafirði, eigendur Guðmundur Jón Guðmundsson og Guðrún Egilsdóttir. Í þriðja sæti lenti Doppa frá Litlu Ásgeirsá í Víðidal, eigendur Sigtryggur Sigurvaldason og Vigdís Guðmundsdóttir.


Sérstök dómnefnd valdi sigurkúna en almenningi var einnig gefinn kostur á að velja fallegustu kýrnar í þrjú efstu sætin á vefsíðu keppninnar. Tæplega 1.500 manns tóku þátt í valinu og giltu atkvæði þeirra 50% á móti atkvæðum dómnefndar.

Alls tóku 65 kýr frá 52 bæjum þátt í forvali en svartskjöldóttar kýr eru aðeins um 2% kúastofnsins í landinu. Tíu heppnar voru valdar í úrslit. Allar fá þær viðurkenningarskjöl frá Aco, hita-og rakamæli fyrir fjósið frá Mjólkurfélagi Reykjavíkur, mjaltasvuntur frá Remfló hf., júgurúða frá Vélaveri hf. og veggspjald með myndum af íslenskum kúm frá Landssambandi kúabænda.

Ópera og eigendur hennar fá fjölda góðra verðlauna. Aco í Skaftahlíð gefur fullkomna Gateway-tölvu að verðmæti 180 þúsund krónur, Mjólkurfélag Reykjavíkur gefur tonn af kjarnfóðri. Kýrnar sem lentu í 1.-3. sæti fá forritið Ískýr frá Bændasamtökum Íslands, Remfló hf. gefur mjaltakross frá SAC og Vélaver hf. gefur þeim sem hafna í þremur efstu sætunum veglega hreinlætispakka. Heildarverðmæti vinninga er á bilinu fjögur til fimm hundruð þúsund, segir í tilkynningu.

Dómnefnd Ungfrú Gateway 2001 skipuðu: Baldvin Jónsson, framkvæmdastjóri Áforms, Kristín Linda Jónsdóttir kúabóndi og Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, Ólafur William Hand, starfsmaður Aco, og Þórey Vilhjálmsdóttir athafnakona.

bb.is | 28.09.16 | 16:50 Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með frétt Ísafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 14:50Æsispennandi kappvöxtur hæstu trjáa Vestfjarða

Mynd með fréttHæstu tré sem vaxa á Vestfjarðakjálkanum nálgast nú tuttugu metra hæð og má búast við að þeirri hæð verði náð á næsta ári. Sú spennandi staða er komin upp í skógrækt á Vestfjörðum að afar jafnt er í kapphlaupi alaskaaspar í ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli