Frétt

Jón Bjarnason | 29.01.2004 | 16:19Einkavæddir bankar mergsjúga atvinnulíf og byggðir

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason.
Landsmenn hafa fylgst agndofa með uppstokkun í atvinnulífinu og þróun á fjármálamarkaði síðan ríkisbankarnir voru einkavæddir. Fólki blöskrar vaxtaokur, há þjónustugjöld og gríðarlegur hagnaður bankanna. Æðstu stjórnendur skammta sér himinhá laun og fríðindi sem ekki hafa þekkst í íslensku samfélagi til þessa. Allt þetta var þó fyrirsjáanlegt. Þingmenn VG vöruðu við því að sala bankanna leiddi til græðgisvæðingar peningamarkaðarins. Við lögðum til að ríkið ætti einn öflugan þjóðbanka til mótvægis við einkabankanna og sem tryggði atvinnulífinu og almenningi lágmarks þjónustu óháð búsetu. Bankarnir nú bera engar samfélagsskyldur, aðeins arður hluthafa og laun stjórnenda ráða ferð.
Ósiðlegir viðskiptahættir

Bankarnir hafa undir höndum allar upplýsingar um fjárhag og framtíðaráætlanir fyrirtækja sem eru í viðskiptum hjá þeim. Bankinn hefur það í hendi sér að kaupa eða selja fyrirtæki við því verði sem hann sjálfur setur, sameina það öðru eða reka sjálfur í samkeppni við aðra. Fyrirtæki sem í góðri trú gefa viðskiptabanka sínum upplýsingar um eignir, rekstur, viðskiptasambönd og framtíðaráætlanir eiga nú á hættu að bankinn gleypi þau án þess að þau fái rönd við reist. Bankarnir hafa þannig komið sér í þá stöðu að geta dregið að sér bestu bitana úr atvinnulífinu. Bankarnir stýra nú blóðmjólkun fjár úr atvinnulífinu og heilu atvinnugreinarnar og byggðarlögin eru lögð undir hagræðingarhnífinn.

Sjávarbyggðirnar mergsognar

Eigendur Landsbankans sem keyptu Brim fyrir fáum mánuðum vissu að þeir hefðu kverkatak á byggðunum sem eru svo háðar rekstri þessara fyrirtækja að þeir gátu nánast skammtað sér það verð sem þeir vildu fá. Við söluna á Brimi hefur Landsbankinn holað innan úr sjávarútveginum nokkra milljarða króna á örfáum mánuðum. Það ríkti fögnuður hjá stjórnvöldum við sölu bankans að nú kæmi svo mikið nýtt fé inn í landið. Staðreyndin verður því miður allt önnur. Kaupendur Landsbankans eins og Búnaðarbankans hafa nýtt til fulls tækifærin sem stjórnvöld gáfu þeim. Hinir nýju eigendur láta viðskiptavinina, atvinnulífið og sjávarbyggðirnar greiða kaupverð Landsbankans. Í stað þess að styrkja íslenskt atvinnulíf með auknu fjármagni erlendis frá er það mergsogið og fjármagnið flutt úr landi. Sjávarútvegurinn og byggðirnar sem á hann treysta standa hallari fæti en áður.

Trúnaður banka og atvinnulífs þverr

Fjármálastofnun með fyrirtæki í viðskiptum ætti ekki að líðast að kaupa það og selja nánast að vild. Slíkt fyrirkomulag hindrar eðlilega samkeppni og framþróun atvinnulífs. Nýsköpunar – og sprotafyrirtæki þora ekki með hugmyndir sínar og framtíðarplön til viðskiptabanka af ótta við að hann hirði þær og selji öðrum. Þótt það geti verið nauðsynlegt við tímabundna rekstrarörðugleika fyrirtækja að bankinn leysi þau til sín sem lið í endurfjármögnun ætti það að vera algjörlega óheimilt gagnvart fyrirtækjum í eðlilegum rekstri.

Þingmenn VG vöruðu mjög við þessari þróun. Við höfum lagt fram tillögu á þingi sem kveður á um skýran aðskilnað á almennri viðskiptabankaþjónustu og fjárfestingastarfsemi svo sem kaupum og sölu fyrirtækja. Kaup og sala Landsbankans á sjávarútvegsfyrirtækjum Brims eru dæmi um blóðmjólkun atvinnuvegar, sem ekki ætti að vera heimil í íslensku fjármálalífi.

Jón Bjarnason þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli