Frétt

| 18.04.2001 | 09:33Að liðnum páskum

Fyrstu páskar nýrrar aldar eru að baki og Kristnihátíð, sem nú hefur staðið í tvö ár, er lokið. Mörg rök mæla með því að tengja lok hátíðahalda í tilefni af krstnitöku á Íslandi páskahátíðinni. En hins vegar er margt sem bendir til þess að í hugum almennra Íslendinga skipti frídagarnir um páska ekki síður máli en trúarlegt gildi þeirra. Þrátt fyrir meinta trúhneigð Íslendinga, sem trúa því sjálfir að þrátt fyrir litla kirkjusókn, þá séu þeir trúaðasta þjóð í heimi, verður ekki annað séð en að páskar séu fyrst og fremst kærkomin hvíld frá erli hversdagsins. Um páska stunda stórir hópar manna útivist fjarri öllum guðshúsum. Skemmtanir og hvers kyns afþreying skipa stöðugt stærri sess í þjóðlífinu.

Sannleikurinn er sá, að páskar eru í hugum manna löng helgi til ferðalaga og skemmtana. Það er ekki slæmt í sjálfu sér en vekur til hugsunar um gildi trúarinnar og stöðu þjóðkirkjunnar á Íslandi. Eins og við Vestfirðingar þekkjum er samfélagið á Íslandi að breytast og verða fjölmenningarlegra en fyrr. Angar menningar utan úr heimi teygja sig til Íslands með landnemum, sem hér setjast að og bera með sér strauma menningar heimalandsins. Það eru straumar, sem byggjast oft á öðrum trúargrunni en lúterskum og reyndar æ oftar á grundvelli sem ekki telst til trúar á Jesú Krist. Engu að síður er Þjóðkirkjan langstærsta trúfélagið, ef svo má að orði komast. En þar má greina margs konar áhrif, þótt öll séu innan ramma kristinnar guðstrúar.

Á næstu árum og áratugum má vafalaust búast við umræðum, í ríkara mæli en hingað til hefur verið, um réttmæti þess að á Íslandi skuli vera þjóðkirkja, sem nýtur stuðnings ríkisvaldsins. Umræðan verður af hinu góða, hver sem niðurstaðan kann að verða, beri menn gæfu til þess að ýta alls kyns öfgum til hliðar. Engu skal spáð hér um framtíð þjóðkirkju en minnt á umræður á vegum stjórnsýslu Evrópusambandsins um stöðu dönsku þjóðkirkjunnar. Þar virðist gengið út frá því meginsjónarmiði, að til þess að trúfrelsi teljist raunverulegt, megi ríkisvaldið ekki styðja ein trúarbrögð öðrum fremur.

Hvernig frídögum um páska kynni þá að reiða af skal engu spáð um hér, en nú eru þeir velkomin staðreynd þeim fjölmörgu, sem kjósa að verja þeim til ýmiss konar tómstundagamans, ekki síst útivistar, svo sem nýliðin Skíðavika á Ísafirði sannaði rækilega. Hún tókst vel og vakti athygli að óhöpp virtust fá og margt var til skemmtunar. Aðstandendum hennar eru færðar þakkir fyrir vel unnin störf og glæsilega og velheppnaða hátíð. Ísfirðingum er nánast allt mögulegt þegar allir leggjast á árina.

Athyglin beindist síður að glæsilegum tónleikum í Ísafjarðarkirkju, sem uppselt var á, en flutningur á Requiem eftir Mozart tókst vel og var til sóma þeim fjölmörgu er að stóðu. Þar sannaðist enn á ný að Ísafjörður er mikill menningarbær og langt umfram það sem búast má við sé mið tekið af mannfjölda. Hafið þökk fyrir.


bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli