Frétt

mbl.is | 29.01.2004 | 10:56Ísraelsmenn og Hezbollah skiptast á föngum í Þýskalandi

Herflugvélar með fanga frá Ísrael og Líbanon lentu í morgun á herflugvelli við Köln í Þýskalandi undir ströngu eftirliti lögreglu og hermanna. Er þetta liður í fangaskiptum á milli ísraelskra yfirvalda og líbönsku skæruliðahreyfingarinnar Hezbollah. Farþegaþota ísraelska flughersins flutti þrjátíu og sex fanga og önnur frá þýska flughernum hafði innanborðs ísraelska kaupsýslumanninn Elhanan Tannenbaum, sem verið hefur í haldi Hezbollah síðan í október árið 2000, og lík þriggja ísraelskra hermanna. Báðar flugvélarnar voru dregnar inn í sama flugskýli áður en nokkrum var hleypt frá borði.
Samkvæmt samningnum um fangaskiptin, sem komið var á fyrir tilstuðlan þýskra stjórnvalda og á að ljúka í dag, eiga Ísraelar að leysa úr haldi 36 fanga í skiptum fyrir Tannenbaum og lík hermannanna þriggja. Eftir að hópur réttarmeinafræðinga hafði staðfest að líkin væru af hermönnunum, var föngunum 36 sleppt. Jafnframt hófust Ísraelsmenn handa við að sleppa 400 Palestínumönnum sem verið hafa í fangelsum í Ísrael.

Fólksflutningabílar biðu við nokkrar varðstöðvar á Vesturbakkanum eftir tilkynningu um að fangaskiptin skyldu fara fram. Skömmu eftir hádegi að ísraelskum tíma var merkið gefið og rúturnar héldu af stað yfir á Vesturbakkann fullar af föngum. Fjölskyldur fanganna tóku á móti þeim og veifuðu fána Hezbollah og Palestínu.

Sjálfsmorðssprengjuárásin í Jerúsalem í morgun, þar sem um tugur manna fórst og á þriðja tug slasaðist, olli mönnum áhyggjum til að byrja með um að snurða myndi hlaupa á þráðinn í fangaskiptunum. En mönnum var létt þegar talsmaður utanríkisráðherra Ísraels, Jonathan Peled, sagði fyrir stundu að þessi voðaatburður myndi ekki hafa áhrif á framvindu þeirra. „Með semingi látum við fjögur hundruð fanga til viðbótar þessum þrjátíu og sex lausa því við vitum að þeir munu snúa aftur fyrr en síðar í hringiðu ofbeldisverka,“ sagði Peled.

Á meðal fanganna þrjátíu og sex sem komu í fyrstu atrennu í morgun eru þrjátíu og fimm arabar og einn Þjóðverji, sakaður um að hafa njósnað fyrir Hezbollah-samtökin. Þá eru tveir leiðtogar samtakanna, Abdel Karim Obeid og Mustafa Dirani.

Ísraelsmenn afhenda einnig í dag líkamsleifar fimmtíu og níu líbanskra hryðjuverkamanna sem verða afhent við landamæri Ísraels og Líbanons í dag.

Fangaskiptin í dag eru ekki þau fyrstu sem ísraelsk yfirvöld taka þátt í. Árið 1985 voru t.d. 1.150 palestínskir fangar látnir lausir úr ísraelskum fangelsum í skiptum fyrir þrjá ísraelska hermenn, sem voru í haldi í Líbanon.

bb.is | 28.10.16 | 13:23 Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með frétt Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli