Frétt

bb.is | 28.01.2004 | 17:24Endurreisn listaverka Samúels Jónssonar í Selárdal í bígerð

Hluti af listaverkum Samúels Jónssonar í Brautarholti.
Hluti af listaverkum Samúels Jónssonar í Brautarholti.
Hugmyndir eru uppi í landbúnaðarráðuneytinu um endurreisn jarðarinnar Brautarholts í Selárdal í Arnarfirði og að skipulögð verði í dalnum sumarbústaðabyggð. Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar hugmyndum ráðuneytisins. Á fundi í bæjarráði Vesturbyggðar í morgun var tekið fyrir erindi landbúnaðarráðuneytisins vegna málefna Selárdals. Í erindi ráðuneytisins segir m.a.:„Landbúnaðarráðuneytið hefur um nokkurn tíma haft til umfjöllunar málefni Selárdals í Arnarfirði; framtíðaráform er lúta að ráðstöfun Selárdals og annarra jarða í dalnum sem eru á forræði ráðuneytisins og þeirra mannvirkja og mannvirkjaleifa sem þar eru til staðar.“
Í erindinu er raktar hugmyndir um skipulagningu sumarbústaðasvæðis í dalnum og orðið þannig við áhuga sem margir hafa sýnt á uppbyggingu í dalnum og „auglýsa þar nokkurs konar sumarbústaðalönd, þó með þeim hætti að kveðið sé á um uppbyggingu þeirra húsa sem fyrir eru og að ný hús tækju í útliti að einhverju leyti mið af þeim sem fyrir eru þannig að heildarmynd skapaðist í þessu umhverfi.“

Ráðuneytið fékk Landgræðslu ríkisins í lið með sér og voru afmarkaðar nokkrar lóðir sem lagt er til að almenningi verði gefinn kostur á að fá til leigu. Er rætt um að lóðirnar verði tíu talsins eða fleiri. Jafnframt hefur ráðuneytið í hyggju að vinna deiliskipulag í Selárdal og er í umræðunni að nemendur í umhverfisfræðum á Hvanneyri vinni þá vinnu.

Sem kunnugt er byggði alþýðulistamaðurinn Samúel Jónsson kirkju, listasafnhús og útilistaverk á jörðinni Brautarholti í Selárdal á árunum 1947-1967. Öll þessi verk eru nú mjög illa farin. Á undanförnum árum hefur oft skapast umræða um hugsanlega endurbyggingu verka Samúels. Í erindi ráðuneytisins kemur fram að talið er að á síðasta sumri hafi komið 3-4 þúsund ferðamenn í Selárdal til þess að skoða m.a. verk Samúels.

Ráðuneytið rekur þær hugmyndir sem nú eru uppi um lagfæringar á verkum Samúels. Þar er rætt um að þétta kirkjuna enn frekar, setja á hana þak, nýja glugga í listahúsið og síðast en ekki síst að lagfæra listaverk Samúels. Gerð hefur verið kostnaðarúttekt á þessum framkvæmdum og einnig kemur fram að haft hafi verið samband við ráðuneyti menntamála sem lýst hafi sig samþykkt hugmyndum þessum. Einnig hefur málið verið rætt við Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins og er svara að vænta þaðan á næstunni. Komi ekki fram athugasemdir við þessar hugmyndir er stefnt að því að viðgerðum verði lokið fyrir næsta sumar.

Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar þessum hugmyndum. Brynjólfur Gíslason bæjarstjóri Vesturbyggðar sagði í samtali við bb.is að þetta væru afskaplega ánægjuleg tíðindi og vonaðist hann til að þær næðu fram að ganga.

hj@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli