Frétt

| 18.04.2001 | 08:38Um helmingur umsækjenda fær úrlausn

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar afgreiddi umsóknir um styrki til menningarmála á árinu 2001 á fundi sínum í síðustu viku. Alls bárust 24 umsóknir um styrki. Nefndin var sammála um að eftirtaldir 13 aðilar fái styrki, samtals að upphæð kr. 1.360.000:
Tónlistarfélag Ísafjarðar, Ísafirði, kr. 200.000.-
Tónlistarskóli Ísafjarðar, Ísafirði, kr. 200.000.-
Litli Leikklúbburinn, Ísafirði, kr. 150.000.-
Myndlistafélagið Ísafirði, kr. 150.000.-
Edinborgarhúsið, menningarmiðstöð, Ísafirði, kr. 100.000.-
Gamla Apótekið á Ísafirði, kr. 100.000.-
Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði, kr. 100.000.-
Sumarmenning á Ísafirði, kr. 100.000.-
Þjóðahátíð Vestfirðinga, kr. 100.000.-
Kammerkórinn á Ísafirði, kr. 50.000.-
Kómedíuleikhúsið á Ísafirði, kr. 50.000.-
Leikfélagið Hallvarður Súgandi, Suðureyri, kr. 50.000.-
Hljómsveitin Bimbó, Ísafirði, kr. 10.000.-

Umsóknirnar 24 sem nefndinni bárust voru þessar:

1. Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, Ísafirði. Umsókn um styrk til útgáfustarfa að upphæð kr. 150.000.-
2. Myndlistafélag Ísafjarðar, Aðalstræti 22, Ísafirði. Umsókn um styrk til reksturs Slunkaríkis að upphæð kr. 200.000.-
3. Nemendafélag Menntaskólans á Ísafirði. Umsókn um styrk til Sólrisuhátíðar að upphæð kr. 150.000.-
4. Edinborgarhúsið ehf., Aðalstræti 7, Ísafirði. Umsókn um styrk til listastarfsemi, upphæð ótilgreind.
5. Tónlistarskóli Ísafjarðar, Ísafirði. Umsókn um styrk vegna flutnings á Sálumessu Mozarts að upphæð kr. 300.000.-
6. Tónlistarskóli Ísafjarðar, Ísafirði. Umsókn um styrk vegna Master-classnámskeiðs Erlings Blöndal Bengtssonar sellóleikara að upphæð kr. 150.000.-
7. Leikfélagið Hallvarður Súgandi, Suðureyri. Umsókn um styrk til leikstarfsemi, upphæð ótilgreind.
8. Litli Leikklúbburinn, Ísafirði. Umsókn um styrk til leikstarfsemi, upphæð ótilgreind.
9. Kammerkórinn á Ísafirði. Umsókn um styrk til starfsemi kórsins, upphæð ótilgreind.
10. Ásgeir Sigurðsson, Urðarvegi 60, Ísafirði. Umsókn um styrk vegna söfnunar og uppkomu á harmonikusafni, upphæð ótilgreind.
11. Kvenfélagið Von á Þingeyri. Umsókn um styrk vegna endurbóta á Fjarðargötu 4a, Þingeyri, upphæð ótilgreind.
12. Gamla Apótekið á Ísafirði. Umsókn um styrk í rekstur á Kaffi- og menningarhúsinu Gamla Apótekið, upphæð ótilgreind.
13. Kómedíuleikhúsið, Elfar Logi Hannesson, Túngötu 17, Ísafirði. Umsókn um styrk vegna uppsetningar látbragðsleiksins „Leikur án orða“, upphæð kr. 80.000.-
14. Áhugahópur um menningarfjölbreytni á Vestfjörðum. Umsókn um styrk vegna Þjóðahátíðar Vestfirðinga 2001, upphæð kr. 1.000.000.-
15. Sólveig Vagna Vagnsdóttir, Fjarðargötu 30, Þingeyri. Umsókn um styrk til efniskaupa, upphæð ótilgreind.
16. Í EINNI SÆNG ehf., Flateyri. Umsókn um styrk til kvikmyndagerðar, upphæð ótilgreind.
17. Ljóðasafn Elíasar M.V. Þórarinssonar frá Dýrafirði. Umsókn um styrk til útgáfu ljóðasafns, upphæð ótilgreind.
18. Ingólfur Kjartansson, Klettatúni, Höfn í Hornafirði. Umsókn um styrk til uppsetningar sýninga í Dalbæ á Snæfjallaströnd, upphæð ótilgreind.
19. Snorraverkefnið árið 2001. Umsókn um styrk að styrkja tengsl við Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum, upphæð ótilgreind.
20. Grunnvíkingafélagið á Ísafirði. Umsókn um styrk til að mála Grunnavíkurkirkju að innan, upphæð ótilgreind.
21. Tónlistafélag Ísafjarðar. Umsókn um styrk til tónleikahalds, upphæð ótilgreind.
22. Enskir dagar á Ísafirði. Rafn Jónsson. Umsókn um styrk að upphæð kr. 200.000.- til að halda enska daga á Ísafirði 5.-12. ágúst 2001.
23. Sumarmenning á Ísafirði. Umsókn um styrk að upphæð kr. 250.000.- fyrir Sumarkvöld í Neðstakaupstað sumarið 2001.
24. Hljómsveitin Bimbó. Friðlaugur Jónsson. Umsókn um styrk að upphæð kr. 40-50.000.- til að taka þátt í keppni hljómsveita í Tónabæ í Reykjavík.

Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar skipa Inga Ólafsdóttir, formaður, Sigurborg Þorkelsdóttir og Hansína Einarsdóttir.

bb.is | 23.09.16 | 16:49 Ráðast í endurbætur á Guðmundarbúð

Mynd með frétt Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir í Guðmundarbúð, húsnæði Björgunarfélags Ísafjarðar og slysavarnardeildarinnar Iðunnar á Ísafirði. Húsnæðið er búið að vera starfsstöð félaganna frá því árið 2002 og hefur allar götur síðan verið hrátt, en nú stendur til að breyta ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 14:50Hátíðarfundur Ísafjarðarkrata

Mynd með fréttKolbrún Sverrisdóttir verkakona og tveir af fyrrverandi formönnum Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson og Sighvatur Björgvinsson munu ræða stöðu og framtíð jafnaðarmanna á hátíðarfundi í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun þegar minnst verður 100 ára afmælis jafnaðarstefnunnar á Íslandi. Þremenningarnir eru öll ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 13:25Jólasúkkulaði í bígerð hjá Sætt og salt

Mynd með fréttMikið hefur verið að gera á súkkulaðiverkstæði Elsu G. Borgarsdóttur í Súðavík, þar sem hún framleiðir dýrindis súkkulaði undir merkjum Sætt og salt. Í haust bauð hún í fyrsta sinn upp á árstíðabundna vöru er hvítt súkkulaði með ferskum aðalbláberjum og ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 11:50Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttHeilbrigðiseftirlit Vestfjarða brást ekki við á réttan hátt og stóð sig ekki í upplýsingagjöf um saurgerlamengun í neysluvatni Flateyringa sem upp kom í byrjun mánaðarins. Ísafjarðarbær var ekki látinn vita þegar saurgerlamengun greindist fyrst í neysluvatni Flateyringa. Þetta er haft eftir ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:22Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin

Mynd með fréttUtankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis vegna alþingiskosninga 29. október 2016 hefst í dag og fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 09:01Bolungarvíkurkaupstaður opnar nýjan vef

Mynd með fréttNýr vefur hefur verið tekin í gagnið fyrir Bolungarvíkurkaupstað á vefslóðinni www.bolungarvik.is. Vefurinn lagar sig að ólíkum skjástærðum eins og skjám síma og smátölva ásamt því að virka vel á hefðbundnum tölvuskjá. Viðmót vefsins býður upp á ýmis frekari þægindi eins ...
Meira

bb.is | 23.09.16 | 07:34Tvöfaldar nemendafjöldann

Mynd með fréttFyrr í vikunni birti forsætisráðuneytið aðgerðaráætlun fyrir Vestfirði sem unnin var af nefnd um samfélags- og atvinnuþróun á Vestfjörðum undir forystu ráðuneytisins. Í aðgerðaráætluninni er lagt til að Háskólasetri Vestfjarða verði gert kleift að setja á fót nýja námsleið á meistarastigi ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 16:53Kómedíuleikhúsið frumsýnir í fertugasta sinn

Mynd með fréttÁ sunnudag frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýjustu afurð sína; einleik um einbúann Gísla á Uppsölum. Er þetta 40. uppsetning hins vestfirska leikhúss frá því það tók til starfa árið 1997 og hafa öll leikverkin að einu undanskildu verið íslensk. Drjúgum tíma hefur verið ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 15:53Fjárhagslegur ávinningur má ekki skarast á við lífsgæði íbúa

Mynd með fréttÍ gær lauk skemmtiferðaskipavertíðin á Ísafirði þetta árið, er áttugasta og þriðja skemmtiferðaskipið kom í Skutulsfjörð – og hafa þau aldrei verið fleiri. Reyndar til útskýringa þá hafa skipin sem slík ekki verið 83, sum koma nokkrum sinnum yfir sumarmánuðina og ...
Meira

bb.is | 22.09.16 | 14:48Haustjafndægur í dag

Mynd með fréttHaustjafndægur eru í dag 22. september, nánar tiltekið kl. 14.21. Jafndægur eru tvisvar á ári, um 20.-21. mars og 22.-23. september. Tímasetningin hnikast örlítið milli ára, eftir því hvernig stendur á hlaupári. Jafndægur miðast við að þá er sólin beint yfir ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli