Frétt

bb.is | 28.01.2004 | 14:35FOSVest telur uppsögn gjaldkera hjá Ísafjarðarbæ ólöglega

Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.
Formaður Félags opinberra starfsmanna á Vestfjörðum telur uppsögn gjaldkera hjá Ísafjarðarbæ ekki í samræmi við kjarasamning og hefur vísað málinu til lögfræðings BSRB sem hefur krafið Ísafjarðarbæ skýringa á uppsögninni. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur í Reykjavík, var fyrri skemmstu ráðinn í starf gjaldkera hjá Ísafjarðarbæ. Forvera hans í starfi Pálínu Garðarsdóttur var sagt upp starfi og var skýring uppsagnar fyrirhugaðar skipulagsbreytingar. Pálína hefur þegar látið af störfum. Í kjarasamningi FOSVEST og Ísafjarðarbæjar segir svo um breytingar á störfum starfsmanna:
„Skylt er starfsmanni að hlíta breytingum á störfum sínum og verksviði frá því hann tók við starfi. Umtalsverðar breytingar ber að tilkynna með sama fyrirfara og ef um uppsögn væri að ræða. Í slíkum tilfellum ber starfsmanni að tilkynna vinnuveitanda innan mánaðar hvort hann uni breytingunum eða muni láta af störfum, eftir þann tíma, sem uppsagnarfrestur kveður á um, frá því að honum var tilkynnt um breytinguna með formlegum hætti.“

Samkvæmt upplýsingum bb.is var Pálínu ekki tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar heldur einungis sagt upp störfum.

Í kjarasamningnum segir svo um uppsagnir:„ Ef ástæða er talin til að veita starfsmanni áminningu er skylt að gefa honum fyrst kost á að tjá sig um málið. Óski starfsmaður þess skal það gert í viðurvist trúnaðarmanns. Ef talið er að fyrir liggi ástæður til uppsagnar sem rekja megi til starfsmannsins sjálfs, er skylt að áminna starfsmanninn fyrst skriflega og veita honum tíma og tækifæri til að bæta ráð sitt áður en gripið er til uppsagnar. Uppsögn skal ávalt vera skrifleg og óski starfsmaður þess skal rökstuðningur einnig vera skriflegur. Óheimilt er að segja starfsmanni upp án málefnalegra ástæðna.“

Pálína hóf störf hjá Ísafjarðarbæ árið 1998 og mun ekki hafa sætt áminningum fyrir störf sín.

Ólafur Baldursson formaður FOSVEST segir það mat félagsins að uppsögn Pálínu sé ólögleg. Ekki sé heimilt að segja starfsmanni upp störfum nema hann hafi brotið af sér í starfi. Komi hinsvegar til skipulagsbreytinga beri að bjóða starfsmanni að tileinka sér þær breytingar sem á starfinu verði. Ekkert af þessu hafi verið virt í tilfelli Pálínu. Að sögn Ólafs voru einu skipulagsbreytingarnar sem fyrirhugaðar voru á störfum Pálínu, að áliti félagsins, þær að skipta átti um tölvukerfi. Sjaldnast kalli.það á uppsagnir starfsmanna og vanir starfsmenn eigi auðvelt með að tileinka sér ný kerfi.

Stórn FOSVEST hefur falið BSRB að gæta réttar Pálínu í þessu máli og hefur Gestur Jónsson, lögmaður félagsins, þegar leitað eftir skýringum hjá Ísafjarðarbæ.

Pálína var meðal umsækjenda um starfið á dögunum en hlaut ekki ráðningu eins og fram hefur komið.

Þórir Sveinsson fjármálastjóri Ísafjarðarbæjar segir uppsögn Pálínu hafa verið í samræmi við gildandi kjarasamninga og fyllilega málefnalega. Hann segir að vegna innleiðingu á nýju fjárhagskerfi hjá sveitarfélaginu um áramótin og auknum möguleikum á að stunda bankaviðskipti á netinu hafi starf gjaldkera breyst mjög mikið og orðið viðaminna. Því hafi eðli starfsins breyst og ákveðið hafi verið að tengja það ýmsum rekstrarlegum verkefnum og einnig verkefnum á sviði tölvu- og bókhaldsmála. Því hafi verið nauðsynlegt að segja fyrri starfsmanni upp. Hæfasti umsækjandinn hafi síðan verið ráðinn úr hópi nokkurra umsækjenda.

hj@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli