Frétt

Leiðari 4. tbl. 2004 | 28.01.2004 | 13:47Orð verða að vera einhvers virði

,,Það er enginn vafi að við höfum gengið of langt í hita leiksins með loforðin. Menn neyðast til að laga sig að harðnandi samkeppni", er afsökun stjórnarformanns SH til Akureyringa varðandi loforðin um 80 ný störf í bænum. Og hann bætir við: ,,Þetta er alls staðar að gerast, ekki bara í sjávarútvegi." ,,Það er ýmislegt handsalað án þess að hugur fylgi máli. Mér hefur fundist handtakið léttvægt síðan ný kynslóð útgerðarmanna kom upp", segir Guðbjartur Ásgeirsson, fyrrum skipstjóri á Guggunni, sem átti að vera gul og gerð út frá Ísafirði. Dapurlegur vitnisburður um viðskiptahætti hins nýja tíma; afsprengi kvótakerfisins.

,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar minnir á stefnu Alþingis og ríkisstjórnar um uppbyggingu Ísafjarðar sem eins þriggja byggðakjarna landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Liður í þeirri stefnu er flutningur verkefna á vegum hins opinbera til Ísafjarðar", segir í bókun bæjarstjórnar, en dómsmálaráðherra hefur valdið bæjarstjórninni vonbrigðum með staðsetningu á vaktstöð siglinga, ríkisstofnun, sem verið er að setja á laggirnar. Bæjarstjórnin hafði áður skorað á samgönguráðherra að koma vaktstöðinni fyrir úti á landi, til dæmis á Ísafirði. Verkefnið heyrir nú undir dómsmálaráðherra, sem hyggst hola stofnuninni niður í Skógarhlíðinni í Reykjavík! Telur hana þar betur komna en í höfuðstað Vestfjarða. Ástæða er til að spyrja: Hvað hefur Skógarhlíðin fram yfir Ísafjörð? Hverra hagsmuna er ráðherrann að gæta? Vandamálin við að flytja gamlar og grónar ríkisstofnanir út á land snúa fyrst og fremst að starfsfólkinu og eru því oft mjög viðkvæm. Þessu er ekki til að dreifa með nýjar stofnanir, nema þá því aðeins að búið sé að ætla stallinn útvöldum gæðingum ráðherrans?

BB hefur í tvígang rifjað upp mál sem Einar Kristinn Guðfinnsson, alþingismaður, hefur meðal annars látið til sín taka: Í fyrsta lagi að hafnar verði veiðarfærarannsóknir á Ísafirði undir forustu Hafrannsóknastofnun. Innan Netagerðar Vestfjarða hefur byggst upp mikil þekking á veiðarfæra rannsóknum; á Ísafirði býr sérmenntaður maður á þessu sviði. Í annan stað að veiðieftirlitsmenn yrðu staðsettir á landsbyggðinni í tengslum við starfsstöðvar Fiskistofu. Ekki vantar að eftirlitsmönnum hefur fjölgað umtalsvert, þeim var bara öllum holað niður fyrir sunnan! Hin ,,ósýnilega hönd vanans í bland við þekkingarleysi og fordóma", svo notuð séu orð þingmannsins, lætur ekki að sér hæða. Allt er þetta á einn veg. Ráðherrar láta yfirlýsta byggðastefnu ríkisstjórnarinnar sig engu skipta; og komast upp með það átölulaust!

Ráðherrar geta ekki nýtt sér afsökun stjórnarformanns SH. Orð þeirra verða að vera einhvers virði.
s.h.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli