Frétt

mbl.is | 27.01.2004 | 12:35Lyfjakostnaður jókst um 49% á árunum 1999-2002

Aukning lyfjakostnaðar hér á landi á tímabilinu 1999 til 2002 nam í heild 49% en var mjög mismunandi eftir stofnunum eða frá 13% á Heilbrigðisstofnun Akraness upp í 102% á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þar sem hækkunin var mest. Þetta kemur fram í áfangaskýrslu stýrihópur í lyfjamálum heilbrigðistofnana sem heilbrigðisráðherra skipaði í mars á síðasta ári.
Hópurinn segir, að þakka megi virku lyfjanefndarstarfi, markvissu og hagkvæmu vali lyfja á lyfjalista sjúkrahússins og faglegu eftirliti að lyfjakostnaður á Sjúkrahúsi Akraness hefur aukist minna en á öðrum stofnunum. Af þeim svörum að dæma sem borist hafi frá öðrum stofnunum virðist þar ekki vera eins vel staðið að málum.

Í áfangaskýrslunni er finna ályktanir og tillögur í 25 liðum sem að mati stýrihópsins stuðla að sparnaði og hagræðingu í innkaupum lyfja, lyfjavali og réttri notkun lyfja. Ráðherra hefur falið stýrihópnum að semja framkvæmdaáætlun til næstu tveggja ára til að hrinda í framkvæmd og fylgja eftir tillögum sínum. Meginniðurstaða stýrihópsins er sú að nauðsynlegt sé að bæta og styrkja stjórn lyfjamála og lyfjanefndarstarf á heilbrigðisstofnunum til að efla gæði lyfjanotkunar og ná tökum á þeirri kostnaðarhækkun sem af henni stafar.

Þá þurfi að hvetja heilbrigðisstofnanir til að setja sér stefnu í lyfjamálum í takt við starfsemi hverrar stofnunar og þarfir sjúklinga þeirra. Lyfjanefndir þurfi að vera virkari í að velja lyf á lyfjalista út frá virkni og hagkvæmni og hvetja þurfi til samstarfs og samráðs milli stofnana um val lyfja, útboð og innkaup.

Í áfangaskýrslunni segir, að ýmsar skýringar hafi verið gefnar á aukningu lyfjakostnaðar s.s. fjölgun erfiðari sjúkdómstilfella, aukin notkun á nýrri og dýrari lyfjum, minni afslætti frá apótekum, stórhækkað verð á súrefni og afskráning eldri lyfja sem leiðir til notkunar nýrri og oftast dýrari lyfja.

Mörg lyf sem hafi sömu eða sambærilega verkun séu oft á mjög mismunandi verði. Yfirleitt séu ný lyf dýrari en eldri lyf sem sé réttlætt með því að þau séu betri. Það eigi þó ekki alltaf við eins og ýmis dæmi sýni. Ekkert hafi jafn mikil áhrif á lyfjakostnað og val lyfja. Þegar komi að vali lyfja séu læknar í lykilhlutverki og leggi lyfjafyrirtæki því áherslu á að kynna lyf sín fyrir læknum.

Þá segir hópurinn, að til séu þekktar aðferðir, þróaðar af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og öðrum alþjóðasamtökum, til að sporna við auknum lyfjakostnaði og ná fram skynsamlegri notkun lyfja. Þessar aðferðir byggjast á gagnreyndri nálgun við val lyfja, klínískum leiðbeiningum, lyfjanefndarstarfi og þróun lyfjalista.

Í skýrslunni segir, að skynsamleg lyfjanotkun ætti að vera einn af hornsteinum opinberrar stefnu í heilbrigðismálum. Til að framfylgja þeirri stefnu þurfi að fylgjast með lyfjanotkun og nota þær upplýsingar sem þannig fást til að bæta ávísunarvenjur lækna og beita ýmsum aðferðum og aðgerðum. Telur hópurinn að fela beri landlæknisembættinu og þjónustudeild lyfjasviðs Landspítala-háskólasjúkrahúss aukna ábyrgð og samræmingu þeirra aðgerða sem grípa þurfi til svo að raunverulegur og merkjanlegur árangur náist.

bb.is | 24.10.16 | 11:44 Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með frétt Kvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli