Frétt

politik.is - ritstjórnargrein | 27.01.2004 | 09:13Allt í þágu peninga

,,Eingöngu er leyfilegt að fá hjartaáfall mán-fös. vegna sparnaðar. Vinsamlegast komið eftir helgi.? Allt virðist stefna í það að skilti með þessum eða svipuðum texta muni hangi á hurðarhúni bráðamóttöku Landsspítalanns við Hringbraut innan skamms. Neyðarmóttöku fyrir fórnarlömb nauðganna verður einnig lokað. Eitthvað sem litið hefur verið á sem fyrirmyndar framtak bæði innanlands og utan. Stórum hluta starfsfólks á Landsspítalanum verður nú sagt upp störfum eða þeirra vinnuhlutfall skert til að spara. Þetta bitnar svo fyrst og fremst á neytendum heilbrigðisþjónustunnar. Aukið álag á starfsfólk bíður hættunni heim. Mistök eru tíðari ef mannekla er og álag er fram úr hófi. Þetta er þá strax farið að ógna þeirri grundvallar hugmynd sem heilbrigðiskerfi okkar byggir á. Þeirri hugmynd að allir eigi að hafa rétta á bestu fáanlegu heilbrigðisþjónustu burt séð frá fjárhag og svo framvegis. Við munum með þessu áframhaldi ekki getað ætlast til þess að okkar annars færa heilbrigðisstarfsfólk geti veitt bestu þjónustu sem völ er á. Það er einfaldlega ekki gerlegt í þessum þrönga stakki sem heilbrigðisþjónustunni hefur verið sniðinn.
Skammtímalausn

Fólk hefur nefnt ótal tillögur til sparnaðar og er ég viss um að það má finna möguleika á sparnaði í heilbrigðiskerfinu, en til að finna þá þarf gagngera uppstokkun og endurmat á kerfinu í heild og það er ekki svo lítil vinna. Sú vinna myndi samt sem áður marg borga sig fyrir alla. En fólk er hrifið af skyndilausnum hvort sem það er í janúarmegrun eða niðurskurður í heilbrigðiskerfinu. Klippum bara á hinar ýmsu deildir og þá fáum við fullt af pening. Eða skerum bara niður rannsókna- og kennslustarf spítalanna og þá fáum við líka fullt af pening. Já, sú lausn er líkt og að pissa í skóinn sinn í von um yl á kaldar tær. Það virkar - en það er skammgóður vermir sem breytist í andhverfu sína á skömmum tíma. Ef skorið verður niður í kennslu og rannsóknum í dag sparast einhverjar krónur en innan skamms verður fjandinn laus. Heilbrigðisstéttin þarf endurnýjun eins og aðrar stéttir og hvernig á sú endurnýjun að eiga sér stað ef engum er kennt?

Fá aðra í skítverkin

Fyrir nokkrum árum var gerð könnun meðal almennings, heilbrigðisstarfsfólks og Alþingismanna um það hvar ætti helst að reyna forgangsraða í heilbrigðiskerfinu til sparnaðar. Niðurstöður verða ekki tíundaðar hér en það sem athygli vekur er að Alþingismenn sendu sína könnun til baka vegna þess hversu ógeðfelld hugsun það væri að forgangsraða í heilbrigðiskerfinu með þessum hætti. Það vissulega er ekki óskastarf að þurfa að segja hvar á að loka og hvar ekki en óneitanlega ill nauðsyn þar sem ekki fást peningar til að sinna verkum sem skildi. Með því að skerða fjárframlög til heilbrigðismála vita þingmenn að það þarf að forgangsraða, það er óhjákvæmilegt... það erum bara ekki þeir sem þurfa að reiða hnífinn á loft. Þeir fá aðra í það óskastarf.

Skammist ykkar

Ég held að við þurfum að spyrja okkur hver séu grundvallar gildi okkar samfélags? Er ekki einn hornsteinn siðmenntaðs samfélags góð og örugg heilbrigðisþjónusta? Að geta séð um sína þegna á sem bestan hátt með öflugum rannsóknum og metnaðatfullri kennslu heilbrigðisstarfsfólks? Þessi skerðing á fjármagni til heilbrigðismála er hneisa fyrir ríkisstjórn þessa lands. Skammist ykkar!

Elín Birna Skarphéðinsdóttir.

Pólitík.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli