Frétt

kreml.is – Magnea Marinósdóttir | 27.01.2004 | 09:07Vítisenglar á Íslandi hinu góða?

Undanfarið hafa fjölmiðlar greint frá áhuga bifhjólasamtakanna Vítisengla og Bandidos á Íslandi. Sagt hefur verið frá því hvernig lögregluyfirvöld á Íslandi hafa lagt sig fram um að koma í veg fyrir að meðlimir þessara alræmdu glæpasamtaka nái fótfestu hérlendis. Áhugi þeirra á landi og þjóð þykir ekki boða gott enda standa þau fyrir skipulagðri glæpastarfsemi víðsvegar í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu og Evrópu. Athygli vekur að umfjöllun fjölmiðla hefur lítið beinst að því hvers vegna alþjóðleg glæpasamtök eru farin að sýna Íslandi áhuga. Ef litið er til þróunar undanfarinna ára virðist ástæðan liggja í augum uppi: Nektardansstaðir hafa skapað skilyrði fyrir starfsemi þeirra.
Skipulögð glæpastarfsemi snýst um viðskipti með ólögleg fíkniefni, vopnasölu, vændi, smygl og mansal. Ísland er eftirsóknarverður staður fyrir alþjóðleg glæpasamtök til að koma sér upp bækistöð vegna legu landsins á milli tveggja heimsálfa. Það gefur þó auga leið að það er erfitt fyrir glæpasamtök að athafna sig ef þau hafa ekki aðgang að löglegri starfsemi til að hylma yfir þá ólöglegu, sem gerir þeim m.a. kleift að stunda peningaþvætti og afmá þannig slóð sína. Nektardansstaðir þjóna þessum tilgangi víðsvegar um heim með beinum eða óbeinum hætti.

Nektardansklúbbar voru óþekktir hérlendis til ársins 1995 er þeir fyrstu hófu starfsemi með þegjandi samþykki stjórnvalda. Opinber umræða um starfsemi þeirra hófst ekki fyrir alvöru á Íslandi fyrr en árið 1999 í kjölfar ummæla forseta Lettlands á ráðstefnunni „Konur og lýðræði? um mansal í tengslum við starfsemi nektardansstaða. Þessi umræða leiddi síðar til setningar laga og reglugerða um rekstur nektarklúbba. Mansal felst fyrst og fremst í milliríkjaviðskiptum með konur, sem seldar eru í ánauð til að svara eftirspurn eftir ýmis konar kynlífsþjónustu, allt frá nektardansi til kynmaka. Mansal hefur teygt anga sína til Íslands eins og komið hefur fram í íslenskum fjölmiðlum og skýrslu bandaríska sendiráðsins á Íslandi, sem unnin var í tenglsum við bandarísk lög sem gengu í gildi árið 2000 undir heitinu „Victims of Trafficking and Violence Protection Act 2000?.

Óháð því hvort útgerð á konum sem kynverum eigi rétt á sér eða hvort konur hafi atvinnu af nektardansi og kynlífi af fúsum og frjálsum vilja eins og talsmenn kynlífsiðnaðar fullyrða þá má leiða líkur að því að starfsemi nektardansstaða hérlendis sé á engan hátt frábrugðin starfsemi sambærilegra klúbba erlendis. Það þýðir einfaldlega að nektarklúbbar laða að sér þá sem hafa lífsviðurværi sitt af ólögmætum viðskiptum, eymd og sora.

Það er erfitt að hendar reiður á umfangi mansals, vændis og fíkniefnaviðskipta í tengslum við rekstur nektardansstaða almennt. Eftirlit með stöðum hérlendis hefur fyrst og fremst beinst að því hvort erlendir dansarar hafi tilskilin leyfi og vegabréfsáritanir í lagi. Ef svo er ekki er oft gripið til þess ráðs í samráði við eigendur klúbbanna að kippa málum í lag. Það felst í því að senda dansarana sem fyrst úr landi þrátt fyrir að lítið sem ekkert sé vitað um hver afdrif þeirra verða enda virðast bæði lögregluyfirvöld og klúbbeigendur hafa litlar sem engar upplýsingar um hvaða erlendu umboðsaðilar standa að baki komu margra dansara hingað til lands.

Það er ámælisvert enda ekki óhugsandi að glæpasamtök eins og Vítisenglar séu þegar búin að stofna til sambanda við innlenda aðila í tenglsum við lögmætan rekstur nektardansstaða án vitundar lögregluyfirvalda og jafnvel klúbbeiganda. Áhugi samtakanna nú gæti verið eðlilegt framhald af þeim viðskiptatengslum. Hver veit enda getgátur. Það er þó deginum ljósara að erfitt verður að koma í veg fyrir að skipulögð glæpasamtök hasli sér völl hérlendis. Ástæðan er sú að kjöraðstæður hafa myndast fyrir starfsemi þeirra sökum andvaraleysis stjórnvalda gagnvart því hversu alvarleg glæpastarfsemi þrífst í skjóli nektardansstaða. Íslensk stjórnvöld hafa boðið hættunni heim og yfirvöld standa nú frammi fyrir afleiðingunum.

Í upphafi skyldi endinn skoða.

Magnea Marinósdóttir.

Kreml.is

bb.is | 24.10.16 | 16:50 Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með frétt Gríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli