Frétt

| 17.04.2001 | 12:54Rangt að ríkisvaldið hafi ekki haft afskipti af deilu sjómanna og útvegsmanna

Fiskiskip í höfn á Ísafirði.
Fiskiskip í höfn á Ísafirði.
Enn gengur ekkert í sjómannadeilunni og meginhluti íslenska fiskiflotans liggur enn bundinn í höfnum landsins. „Menn eru búnir að eiga slímusetur í Karphúsinu síðan á áramótum án þess að nokkurn skapaðan hlut hafi gengið eða rekið. Enda hafa menn eins og Friðrik J. Arngrímsson hjá LÍÚ ekkert vald eða umboð til eins eða neins, að því er virðist. Þeir þurfa alltaf að hlaupa heim til mömmu og spyrja“, segir Gísli Hjartarson hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni á Ísafirði.
„Mamman er Kristján Ragnarsson. Sú undarlega staða er nú komin upp að menn eru farnir að sakna Kristjáns Ragnarssonar. Því hefðu menn varla trúað“, segir Gísli. Hann hefur öðru hverju setið samningafundi syðra og þar á meðal í síðustu viku. Hann segir að almennt sé búist við því að lög á verkfall verði sett á ný upp úr 20. apríl.

„Það er rangt, sem haldið hefur verið fram, að ríkisstjórnin hafi engin afskipti haft af þessari deilu. Það var veitt undanþága fyrir hinu árlega netaralli og menn hafa látið í ljós undrun á því að sjómannasamtökin skyldu afturkalla þá undanþágu.

Ástæðan hefur ekki komið vel fram í fjölmiðlum. Hún var sú, að fram í dagsljósið kom bréf, dagsett 16. febrúar, eða mánuði fyrir verkfall, frá Friðriki J. Arngrímssyni til sjávarútvegsráðuneytisins. Þar minnti hann á yfirvofandi sjómannaverkfall og óskaði eftir því, að kæmi til verkfalls, þá yrði hið árlega veiðibann á ákveðnum hrygningarsvæðum kringum landið ekki látið taka gildi.

Þetta var náttúrlega gert til þess að reka fleyg á milli, þannig að litlu bátarnir séu að moka upp fiski á hrygningarsvæðunum á meðan hinir eru í verkfalli. Það liggur fyrir skjalfest, að eftir þessu var óskað og sjávarútvegsráðherra hlýddi“, segir Gísli.

Hann segir að ekki hafi verið um nein verkfallsbrot að ræða af hálfu þeirra sem eru innan LÍÚ. „Þeim er alveg sama. Einyrkjarnir sem eru ekki í LÍÚ hafa hins vegar verið að brjóta verkfallið, meðal annars hér á Vestfjörðum á Patreksfirði og í Bolungavík. Það var erfitt fyrir verkfallsnefndina að ná þessum bátum í land þangað til í ljós kom, að 1. apríl gekk í gildi reglugerð um að eftir þann tíma fengi enginn að vera á sjó sem ekki hefði sótt Slysavarnaskóla sjómanna. Það var löngu ákveðið að þessi ákvæði tækju gildi á þessum tímapunkti. Vegna þessa ákvæðis gat verkfallsnefndin látið Landhelgisgæsluna reka menn í land. Þegar samgönguráðherra áttaði sig á þessu tók hann sig til og afnam reglugerðina fyrir páskana.

Svo segja menn að ríkisvaldið sé ekki að skipta sér af þessari deilu og setja hana í ennþá verri hnút. Þessi afskipti sprengdu allt hreinlega aftur á steinöld. Þannig hafa tveir ráðherrar blandað sér í þessa deilu, bæði sjávarútvegsráðherra og samgönguráðherra“, segir Gísli Hjartarson hjá Skipstjóra- og stýrimannafélaginu Bylgjunni.

bb.is | 30.09.16 | 15:21 Svar ráðherra kemur ekki á óvart

Mynd með frétt Svar Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, kemur Pétri G. Markan, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps ekki á óvart. Jóhanna María spurði ráðherra hvenær væri er ráðgert að rannsóknir og undirbúningur fyrir jarðgangagerð á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 13:4914,5 kílómetri af jarðstrengjum komnir í jörð

Mynd með fréttFjarskiptamál í Önundarfirði hafa tekið miklum stakkaskiptum, en í vikunni var greint frá því að tvö ný fjarskiptamöstur væru komin til að þjónusta íbúa fjarðarins. Ekki nóg með það, heldur hafa miklar bætur verið gerðar á fjarskiptamálum á Ingjaldssandi er starfsmenn ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 11:48Álftafjarðargöng ekki á dagskrá næsta áratuginn

Mynd með fréttJarðgöng á milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar eru ekki á teikniborði yfirvalda allt fram til ársins 2026 samkvæmt svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur þingmanns framsóknarflokksins, sem spurði ráðherrann hvenær ráðgert væri að rannsóknir og undirbúningur fyrir göngin hæfust. ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 10:01Útibú verði á Suðurfjörðunum

Mynd með fréttBæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld að tryggja að eftirlit með fiskeldi í sjó sé með markvissum og ábyrgum hætti. Þetta kemur fram í bókun bæjarstjórnar frá því í gær. Í henni segir að gríðarlegu máli skipti að vel takist til með þeirri ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 09:26Mikill munur á rekstrarkostnaði grunnskóla

Mynd með fréttMeðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins vegna yfirstandandi skólaárs er 1,72 milljónir króna samkvæmt tölum Hagstofunnar. Rúmlega fimmfaldur munur er á hæsta og lægsta kostnaði nemenda milli sveitarfélaga samkvæmt tölum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í ...
Meira

bb.is | 30.09.16 | 07:50Ráðgjafa- og nuddsetrið opnar á nýjum stað

Mynd með fréttRáðgjafa- og nuddsetrið á Ísafirði hefur fært sig um set og opnaði í dag í nýjum húsakynnum við Hafnarstræti 4, mitt í miðbænum þar sem Gullauga var áður til húsa. Það er Stefán Dan Óskarsson sem er potturinn og pannan á ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 17:07Vestfirðir verði ríkt samfélag

Mynd með fréttInnan áratugar munu útflutningstekjur af laxeldi á sunnanverðum Vestfjörðum geta numið 50 milljörðum króna á ári. Þetta er mat Matthíasar Garðarssonar, stofnanda Arnarlax, en hann hefur fjögurra áratuga reynslu á vettvangi atvinnugreinarinnar. Ég hef trú á því að auðveldlega megi ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 16:13Biðlistar vegna skorts á gistiplássi

Mynd með fréttErlent gönguskíðafólk hefur sýnt Fossavatnsgöngunni æ meiri áhuga, en skortur á gistiplássum Ísafirði veldur því að færri komast að en vilja . Daníel Jakobsson, stjórnarformaður Fossavatnsgöngunnar, nefnir sem dæmi að norsk ferðaskrifstofa sem selur ferðir á Fossavatnsgönguna er með 70 manns ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 14:50Stöndum fyrir kerfisbreytingar

Mynd með fréttAlþingiskosningar eru eftir rétt rúmar fjórar vikur og stjórnmálaflokkarnir flestir búnir að leggja fram lista sína. Nokkur ný framboð verða í kjöri og einna mest hefur borið á Viðreisn, en flokkurinn hefur mælst ágætlega í skoðanakönnunum síðustu vikur. Ísfirðingurinn Gylfi Ólafsson ...
Meira

bb.is | 29.09.16 | 13:33Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut landsverðlaun eTwinning á Íslandi

Mynd með fréttRannís, Landskrifstofa eTwinning á Íslandi veitti í gær 13 eTwinning verkefnum gæðamerki, jafnframt því sem Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut þar sérstök landsverðlaun fyrir eitt verkefni sinna. Ágúst Hjörtur Ingþórsson, sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs Rannís, afhenti viðurkenningarnar við hátíðlega athöfn að loknum Menntabúðum ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli